Nýjar kvöldvökur - 01.01.1940, Blaðsíða 18
12
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
vegna hins lága gengis marksins. Sam-
vinnufélögin hafa hins vegar haldið niðri
vöruverðinu, og mörg þeirra hafa rekið
stórbú, til þess að sjá meðlimum sínum
fyrir landafurðum með lægsta kostnaðar-
verði. Talið er að meðlimir finnsku sam-
vinnufélaganna hafi verið 605 þúsund ár-
ið 1938. „Samvinnuhreyfingin finnska.,
sem hvílir á hinu fyllsta lýðræði er einn
af hornsteinunum undir lýðræðinu í
landinu“, segir í einu finnsku riti um land
ogþjóð.
Á líkan hátt og landbúnaðurinn, hefir
iðnaðurinn einnig vaxið hröðum skrefum
á síðustu áratugum. Undirstaða hans er
skógurinn, hann leggur til það hráefnið,
sem mest er af, en einnig er um nokkra
málmvinnslu að ræða. Orku til iðnaðar-
ins fá Finnar úr fljótum sínum. Nokkra
hugmynd um aukningu iðnaðarins gefa
eftirfarandi tölur. Síðan 1920 hefir tala
iðnverkamanna nær tvöfaldast og eru þeir
nú full 200 þús. Verðmæti iðnframleiðsl-
unnar var á árunum 1921—25 að meðal-
tali rúml. 8 miljarðar marka, en nam árið
1937 21 miljarð. Helztu iðnaðarborgirnar
eru Helsingfors, Ábo, Tammerfors og
Kotka. Annars eru stórverksmiðjur oft
reistar utan borganna við árnar, þar sem
hentugast er um virkjun. Langmikilvæg-
asta iðnaðargreinin er timburvinnzla í
einhverri mynd, enda flytja Finnar út
mest allra þjóða af unnu timbri að und-
anteknu Canada, eða alls 18% af heims-
útflutningnum. Svíþjóð stendur ein allra
þjóða framar í útflutningi trjákvoðu (cell-
ulose), en Svíþjóð og Canada í pappírsút-
flutningi. Mikill iðnaður er einnig fyrir
innlendan markað og fer innflutningur
iðnvara stöðugt minnkandi. Með þessum
feiknaátökum í atvinnuvegunum hefir
Finnum tekist, ekki aðeins að reisa hið
helsærða land úr rústum eftir ógnir borg-
arstyrjaldarinnar, heldur einnig að vinna
bug á atvinnuleysi og skapa traustan rík-
isfjárhag og furðumikla almenna vel-
megun, þegar tekið er tillit til allra
ástæðna. En vitanlega hefir þetta því að-
eins tekist, að þjóðin er hvorttveggja í
senn iðin og sparsöm. Lífsþægindi manna
hafa aukist með hverju ári og viðurværi
batnað stórlega. Innieignir í sparisjóðum
hafa aukist úr 997 miljónum marka 1920 í
7603 miljónir 1938. Ríkisskuldirnar hafa
stórum minnkað, og svo er talið, að Finn-
ar hafi einir allra Evrópuþjóða ætíð stað-
ið í skilum með stríðsskuldir sínar i
Bandaríkjunum.
En samt hafa ekki aðeins hirt um að
græða fé. Þeir hafa lagt fram stórar fúlg-
ur fjár til hverskyns menningar- og
mannúðarmála, enda var margt í þeim
efnum í kalda koli að loknum ófriðnum,
en þjóðinni einnig Ijóst, að einungis í
krafti menningarinnar var henni tryggð-
ur tilveruréttur meðal frjálsra þjóða. En
mesta furðu vekur samt, hvað hefir unn-
ist í þessum efnum, þegar þess er gætt,
að þeir hafa stöðugt lagt fram þungar
fórnir vegna landvarnanna. Enda þótt
svo væri um búið. að fengnu frelsi Finna,
að samningar væru gerðir og eiðum
bundnir við Rússa um grið og tryggðir,
þá ugðu Finnar samt alltaf um, að ekki
væri þar allt af heilum hug, eins og nú er
ljóst orðið. Þeir hafa stöðugt lagt kapp
á að auka her sinn og treysta víggirðing-
ar á landamærunum til austurs. Hefir
her þeirra verið furðustór og búinn með
ágætum. í nánu sambandi við hinn fasta
ríkisher hafa landvarnarfélögin (Skydds-
kárene) verið. Þau stunda fullkomnar
heræfingar og meðlimir þeirra reiðubúnir
að fara í stríð, hvenær sem kallið kemur,
en kostnaðurinn við þau borinn að veru-
legu leyti af meðlimum þeirra og öðrum
einstaklingum, en styrkt voru þau af rík-
inu og undir eftirliti þess. í sambandi við
landvarnafélögin eru kvenfélögin „Lotta
Svárd“, sem kennd eru við eina kven-