Nýjar kvöldvökur - 01.01.1940, Blaðsíða 22

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1940, Blaðsíða 22
Theodór Friðriksson Þáttur af Jóni Hrólfi Buck. Þegar ég var unglingur í Flatey á Skjálfanda, man ég fyrst eftir Jóni Hrólfi. Hann var þá kominn um tvítugt, og var hann eitt ár vinnumaður hjá Lovísu Jóns- dóttur systur sinni. Þau Lovísa Jónsdóttir og Edilon Sigurðsson bjuggu þá í Neðra- bæ á hálfri jörðinni á móti foreldrum mínum. Lovísa var myndarleg kona, vel vaxin og fönguleg, en skapstór, svo að orð var á gert þar um slóðir, en trygg- lynd var hún með afbrigðum, ef hún tók vináttu við fólk á annað borð. Annar bróðir hennar, Jens Buck, var þá um þetta leyti þurrabúðarmaður í Nýjabæ. Hann var kvæntur Helgu föðursystur minni. Jens var stór maður vexti, með miklar og kúptar herðar.' Hann var tal- inn rammur að afli og hafði verið mikill glímumaður á yngri árum sínum. En þeg- ar ég man eftir Jens Buck, var hann held- ur veill fyrir brjósti. Hann var verklag- inn maður, hagur á tré og járn og fékkst dálítið við bókband. Skapmikill þótti hann ekki síður en Lovísa systir hans, og vildu fáir verða til þess að erta hann eða gera honum á móti skapi, svona að rauna- lausu. Eg heyrði þá lítið talað um Jón Hrólf, nema það, að hann væri sterkur og mikill göngumaður. Það kom fyrir í Flatey þetta sumar, sem Jón Hrólfur var þar hjá systur sinni, að drengur datt ofan af bæjarvegg á höf- uðið, ofan í grjóthrúgu. Við þetta fall skarst drengurinn mikið á höfðinu. Var talað um að leita honum einhverrar lækn- ishjálpar, en þá var ekki um aðra staði að ræða en að fara inn á Akureyri eða aust- ur á Húsavík. Þegar þetta slys vildi til með drenginn, var hvöss austanátt og; ekki árennilegt að taka barning alla leið austur á Húsavík. Um þetta leyti voru nokkrir hómópatar hingað og þangað, og höfðu margir trú á þeim ekki síður en lærðu læknunum. Var mörgum einkum tíðrætt um Baldvin í Garði í Aðaldal sem framúrskarandi lækni, og bauðst nú Jón Hrólfur, til þess að skreppa þangað eftir meðölum. Var það þá tekið til ráðs, að fara með hann upp að Knarrareyri á Flateyjardal, en það var ætlun Jóns Hrólfs að brjótast austur yfir svokölluð Víkingafjöll. Er það löng og örðug leið og. hættuleg, nema fyrir beztu fjallgöngu- menn. Jón Hrólfur fór eftir meðölum að" Garði, án þess að hvíla sig á leiðinni, og sömu leið til baka aftur á svo stuttum tíma, að öllum blöskraði, og veit ég ekki til, að þessi leið hafi verið farin á jafn- stuttum tíma áður né síðar, enda er ekki fýsilegt nokkrum nútíðarmanni að fara yfir Víkingafjöll. Heyrði ég talað um, að Jón Hrólfur hefði verið 9 klukkutíma á leiðinni fram og aftur, og var það haft eftir honum, að versti þröskuldurinn á leiðinni hefði verið Skjálfandafljót. Ferð- in bar þann árangur, að drengnum batn- aði af meðali, sem Jón Hrólfur kom með’ í litlu glasi, og var meðali þessu rjóðrað á sárið. Nú liðu mörg ár, og hafði ég engin kynni af Jóni Hrólfi fyrr en eftir það er ég fluttist vestur að Þönglabakka í Þor- geirsfirði. Hann var þá vinnumaður hjá Jóni Elíassyni móðurbróður mínum að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.