Nýjar kvöldvökur - 01.01.1940, Blaðsíða 22
Theodór Friðriksson
Þáttur af Jóni Hrólfi Buck.
Þegar ég var unglingur í Flatey á
Skjálfanda, man ég fyrst eftir Jóni Hrólfi.
Hann var þá kominn um tvítugt, og var
hann eitt ár vinnumaður hjá Lovísu Jóns-
dóttur systur sinni. Þau Lovísa Jónsdóttir
og Edilon Sigurðsson bjuggu þá í Neðra-
bæ á hálfri jörðinni á móti foreldrum
mínum. Lovísa var myndarleg kona, vel
vaxin og fönguleg, en skapstór, svo að
orð var á gert þar um slóðir, en trygg-
lynd var hún með afbrigðum, ef hún tók
vináttu við fólk á annað borð. Annar
bróðir hennar, Jens Buck, var þá um
þetta leyti þurrabúðarmaður í Nýjabæ.
Hann var kvæntur Helgu föðursystur
minni. Jens var stór maður vexti, með
miklar og kúptar herðar.' Hann var tal-
inn rammur að afli og hafði verið mikill
glímumaður á yngri árum sínum. En þeg-
ar ég man eftir Jens Buck, var hann held-
ur veill fyrir brjósti. Hann var verklag-
inn maður, hagur á tré og járn og fékkst
dálítið við bókband. Skapmikill þótti
hann ekki síður en Lovísa systir hans, og
vildu fáir verða til þess að erta hann eða
gera honum á móti skapi, svona að rauna-
lausu. Eg heyrði þá lítið talað um Jón
Hrólf, nema það, að hann væri sterkur
og mikill göngumaður.
Það kom fyrir í Flatey þetta sumar,
sem Jón Hrólfur var þar hjá systur sinni,
að drengur datt ofan af bæjarvegg á höf-
uðið, ofan í grjóthrúgu. Við þetta fall
skarst drengurinn mikið á höfðinu. Var
talað um að leita honum einhverrar lækn-
ishjálpar, en þá var ekki um aðra staði að
ræða en að fara inn á Akureyri eða aust-
ur á Húsavík. Þegar þetta slys vildi til
með drenginn, var hvöss austanátt og;
ekki árennilegt að taka barning alla leið
austur á Húsavík. Um þetta leyti voru
nokkrir hómópatar hingað og þangað, og
höfðu margir trú á þeim ekki síður en
lærðu læknunum. Var mörgum einkum
tíðrætt um Baldvin í Garði í Aðaldal sem
framúrskarandi lækni, og bauðst nú Jón
Hrólfur, til þess að skreppa þangað eftir
meðölum. Var það þá tekið til ráðs, að
fara með hann upp að Knarrareyri á
Flateyjardal, en það var ætlun Jóns
Hrólfs að brjótast austur yfir svokölluð
Víkingafjöll. Er það löng og örðug leið og.
hættuleg, nema fyrir beztu fjallgöngu-
menn. Jón Hrólfur fór eftir meðölum að"
Garði, án þess að hvíla sig á leiðinni, og
sömu leið til baka aftur á svo stuttum
tíma, að öllum blöskraði, og veit ég ekki
til, að þessi leið hafi verið farin á jafn-
stuttum tíma áður né síðar, enda er ekki
fýsilegt nokkrum nútíðarmanni að fara
yfir Víkingafjöll. Heyrði ég talað um, að
Jón Hrólfur hefði verið 9 klukkutíma á
leiðinni fram og aftur, og var það haft
eftir honum, að versti þröskuldurinn á
leiðinni hefði verið Skjálfandafljót. Ferð-
in bar þann árangur, að drengnum batn-
aði af meðali, sem Jón Hrólfur kom með’
í litlu glasi, og var meðali þessu rjóðrað
á sárið.
Nú liðu mörg ár, og hafði ég engin
kynni af Jóni Hrólfi fyrr en eftir það er
ég fluttist vestur að Þönglabakka í Þor-
geirsfirði. Hann var þá vinnumaður hjá
Jóni Elíassyni móðurbróður mínum að