Nýjar kvöldvökur - 01.01.1940, Blaðsíða 54

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1940, Blaðsíða 54
48 NÝJAR KVÖLDVÖKUR verða. Það er betra að eiga ekki við gimsteinana fyrr en eftir umtali. Clotilde“. Hafi frú Heasant nokkurn tíma æpt upp yfir sig, þá gerði hún það nú, þegar hún þaut upp stigann og barði ofsalega á dyrnar hjá syni sínum. „Aumingja drengur, hvað hefir þú gert Dagmar?“ „Er það orðin Dagmar nú?“ hreytti hann út úr sér, „ætli það verði ekki Ger- aldine næst“. „Að þetta skuli nú koma fyrir, eftir allt mitt erfiði að halda þér heima á kvöldin“, kjökraði frú Heasant; „það þýðir ekkert fyrir þig að leyna mig þessu eða öðru, bréf Clotildar koma upp um allt saman“. „Koma þau þá ekki upp um hana, hver hún er?“ spurði Bertie. „Eg hefi heyrt svo mikið um hana, að mér þætti gaman að vita eitthvað um heimilislíf hennar. En í alvöru talað, ef þú heldur þessu áfram, þá sæki ég lækni. Eg hefi oft hlustað á ræður út af ekki neinu, en al- drei hefir ímyndað kvennabúr verið dregið inn í málin fyrr“. „Er þetta þá ímyndun með bréfin“, æpti frá Heasant, „hvað er þetta um gim- steinana, um Dagmar og þetta um sjálfs- morðið?“ Engin lausn á þessu máli kom í gegnum svefnherbergisdyrnar, en pósturinn, síð- ast um kvöldið, kom með ennþá eitt bréf til Berties, og innihald þess færði frú Heasant lausn á þessu. „Kæri Bertie“, hljóðaði það, „eg vona, að ég hafi ekki ruglað höfuðið á þér með þessum gabbbréfum, sem ég hefi sent til þín undir hinu tilbúna nafni, Clotilde. Þú sagðir mér í fyrradag, að þjón- ar eða einhverir heima hjá þér hnýst- ust í bréf þín, svo að ég hugsaði að láta þann, sem opnaði þau, fá eitt- hvað æsandi að lesa. Þessi grikkur gæti orðið þeim tiL góðs. Þinn Clovis Sangrail. Frú Heasant þekkti Clovis varla, en var hálf hrædd við hann. Það var ekki erfitt að lesa milli línanna, að hann skemmti. sér yfir árangrinum. í rólegra skapi drap- hún ennþá á dyr hjá Bertie. „Bréf frá herra Sangrail. Það hefir allt verið heimskulegt gabb. Hann hefir skrif- að hin bréfin bæði. Hvað er þetta, hvert ertu að fara?“ Bertie hafði opnað hurðina og var nú í frakka og með hatt. „Eg ætla að fara og sækja lækninn, til þess að vita, hvort eitthvað sé að þér. Auðvitað var þetta allt gabb, en enginn maður með réttu ráði myndi hafa trúað öllu þessu þvaðri um morð, sjálfsmorð og: gimsteina. Þú ert nú búin að gera þann gauragang síðustu tvo klukkutímana, svo' að allt ætlar um koll að keyra“. „En hvað átti eg að halda um þessi bréf?“ kjökraði frú Heasant. „Eg myndi hafa vitað, hvað átti að' hugsa um þau“, sagði Bertie. „En ef þú vilt æsa sjálfa þig yfir annarra manna bréfum, þá er það þín eigin sök. Jæja, ég. sæki lækninn11. Nú var tækifærið fyrir Bertie og það vissi hann. Móðir hans vissi, hvað hún mundi gera sig hlægilega ef sagan bærist út. Hún var því fús til að borga honum þagnarlaun. „Eg skal aldrei opna bréfin þín aftur“,, lofaði hún hátíðlega. Og Clovis á ekki nokkurn trúari þræl en Bertie Heasant. Þ. S. S. (úr ensku).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.