Nýjar kvöldvökur - 01.01.1940, Side 30

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1940, Side 30
24 NÝJAR KVÖLDVÖKUR döðlupálma-lundi. Dyrablæjan var dregin frá, og úti undir sóltjaldinu lágu tveir stórir og magrir sporhundar sofandi með mjó trýnin fram á lappir sínar. Þar var einnig hljótt og stillt. En eina manneskjan, sem hafðist við í tjaldi þessu, svaf ekki. Inni við skrifborð- ið, umkringt af austrænu skrauti á alla vegu, sat Díana Glencaryll, fædd Díana Mayo, og starði dreymnum augum út í bláinn. Hún hélt á hálfskrifuðu bréfi í hendinni. í fjölda mörg ár hafði tjald þetta verið heimili hennar, og var eigi að sjá, að öll þessi ár hefðu mótað hana neitt né merkt. Hún var ennþá grönn og ýturvaxin og líktist enn unglingspilti í reiðbuxunum. Hún virtist ekkert eldri en ungi oflátung- urinn, sem hafði lagt af stað frá Biskra í æfintýraleit fyrir 20 árum síðan. Það hafði einnig orðið ævintýraleg ferð í fyllsta skilningi, svo að hún hafði aldrei búist við, að hún myndi enda jafn ham- ingjusamlega og raun varð á. Og samtím- is hafði hún gerbreytt allri tillveru henn- ar. Og síðan hafði hún aldrei óskað sér þess á annan veg. Hinir ægilegu fangavistarmánuðir í upphafi voru henni nú sem óljós draum- ur, er hún varla minntist lengur. Þjámingar þær, sem hún þá hafði liðið, andlega ogl íkamlega, höfðu aðeins verið eldraun, er hún varð að þola til að geta öðlast þá dásamlegu hamingju, sem ör- lögin höfðu úthlutað henni. Hana hafði aldrei iðrað þess, að hún lagði af stað í þennan eyðimerkur-leiðangur forðum. Sennilega höfðu æðri máttarvöld verið þar að verki og látið hana flýja frá sið- menning þeirri, er hún þegar hafði verið orðin fullsödd á, og meira en svoo. Og árin höfðu liðið skjótt í ást og yndi. Eyðimerkurlífið var sískiftandi og fjöl- breytilegt. Og maður hennar tignaði hana og dáði. Allt hafði verið dásamlegt. Þangað til nú fyrir skömmu. Svipur hennar lýsti bæði ótta og kvíða,. er hún var að rifja upp fyrir sér, hve- lengi hann hefði verið að heiman. Nú voru fjórir mánuðir liðnir síðan höfðing- inn lagði af stað { þennan leiðangur, o.g; hún beið milli vonar og ótta og var farin að óttast um örlög hans. Þetta var hinn fyrsti langi aðskilnaður - þeirra, og því tók hún hhann svo nærri sér. Hún var sjúk af þrá eftir að hvíla. í faðmi hans, og henni hafði aldrei fyrr verið það eins fyllilega ljóst og nú, hvers-. virði hann var henni. Dagarnir höfðu orðið henni endalausir, og var eins og; ekkert gæti glatt hana framar. Hefði hún aðeins vitað, hvert för hans var heitið. Um hríð áður en hann lagði af stað, hafði: hún veitt því eftirtekt, að hann var þög- ulli og þungbúnari, en hahnn átti venju til. En hún var orðin því vön að leggja sig ekki fram í málefni hans, er hann leitaði ekki ráða til hennar. Og hún þekkti einnig mislyndi hans, og hélt því eigi að neitt væri athugavert við þetta.. En að lokum hafði hún samt spurt hann,, hvort nokkuð væri að. En hún hafði eigi orðið mikils vísari af' svari hans, Hann hafði lauslega drepið á . eitthvað, sem hann yrði að veita liðsinni utan síns eigin ættflokks. Hann hafði sagt henni, að einhverjar erjur væri um . þessar mundir á milli ættbálkanna um- hverfis. Díana hafði svo ekkert frekar hugsað út í þetta. Það var ekkert sjaldgæft, að erjur og smávegis árekstrar væru á milli ættkvíslanna víðsvegar 1 landinu. En höfðinginn hugsaði á annan veg. Hann þekkti menn sína og skapgerð þeirra svo vel, að honum var vel ljóst, að hér gat verið hætta á ferðum. Þótt hann treysti til fullnustu tryggð manna sinna og trúmennsku, þá var alls eigi loku fyrir ■ það skotið, að órói utan að gæti haft.

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.