Nýjar kvöldvökur - 01.01.1940, Blaðsíða 28

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1940, Blaðsíða 28
22 NÝJAR KVÖLDVÖKUR það sem eftir var áfangans ofan á Greni- vík. Jón Hrólfur var svo reiður, að hann vildi ekki tala við póstinn, en þrammaði upp fjallið allt hvað af tók og tók stefn- una á Trölladal. Pósturinn varð feginn að taka sér gist- ingu á GreniVík um nóttina, og kvartaði hann sáran undan ófærðinni á Trölladal. Hafði hann það til orðs, að hann skyldi aldrei verða þessum Jóni Hrólfi samferða oftar, og væri hann ekki líkur neinum mennskum manni á ferðalagi. Hafði prestur gaman af þessu og rak upp skelli- hlátur. Kannaðist hann við skapið í Jóni Hrólfi frá því er hann var honum sam- tíða, þegar hann var prestur á Þöngla- bakka. Hafði þá Jón Hrólfur skroppið fyrir klerk margar ferðir í vondri færð og hríðum, bæði yfir Leirdalsheiði og Trölladal. En það er nú frá Jóni Hrólfi að segja, að hann kom út að Kussungsstöðum um kvöldið laust fyrir háttatíma. Var hann þá í svo þungu skapi, að enginn mátti við hann mæla, nema húsfreyjan, og gat hún með lagi mildað hann svo til, að hann tæki einhverjum sönsum. Svo var hann þá sveittur, að föt hans voru öll rennandi blaut, eins og hann hefði verið dreginn upp úr sjó. Var honum gefið vel að borða um kvöldið og dregin af honum vosklæð- in. Þegar hann frétti það, eftir það er hann var háttaður, að þeir Sæmundur og Óli væru á leiðinni þar skammt fyrir ut- an bæinn, létti honum mjög í skapi, og eftir það er Sæmundur kom heim, vár eins og ekkert hefði í skorizt. Jón Hrólfur tók um tíma mikilli tryggð við Kussungsstaðafólkið, og hafði ég oft gaman af því, þegar þeir unnu saman, Sæmundur skipstjóri og hann. Var ég þeim báðum kunnugur, þar sem ég reri með Sæmundi eitt haustið á Látrum. Lág- xim við þá við í verbúðinni, sem kölluð var Valhöll. Jón Hrólfur fluttist með* Kussungsstaðafólkinu að Stærra-Árskógi,. og var hann þá um tíma vinnumaður hjá- Sæmundi. Gekk hann að heyskap á sumr- in og að fiskveiðum á haustin. Hann var þolinn ræðari, en enginn afburða sjómað- ur að öðru leyti. Hann fór aldrei í há- karlalegur og var ekki sérlega mikið gef- inn fyrir sjóinn. Kunni hann betur við að' beita kröftum sínum að landvinnu. Frá Stærra-Árskógi fluttist Jón Hrólfur austur í Flatey á Skjálfanda og gerðist þá. lausamaður í nokkur ár. Hann var aldrei orðaður við kvenmann, það ég til vissi. En mikið gaman hafði hann af að spauga. við stúlkur og fylgja þeim á milli bæja, ef þeim lá á að hafa samfylgdarmann. Jón Hrólfur drukknaði að sumarlagi á- lítilli byttu, skammt frá Þorgeirsfirði- Var því um kennt, að hann hefði róið of' nærri blindskeri nokkru, sem nefnt er Faxi. Er það hættulegur boði örskammt- frá landi, úti fyrir svokölluðu Brimnesi,, rétt austan við fjarðarmynnið. Var með' honum roskin kona, Sigurmunda að nafni Jónatansdóttir, ættuð utan úr Grímsey. Nokkru seinna fannst lík Jóns Hrólfs- rekið á Litla-Árskógssandi, og er hann jarðaður að Stærra-Árskógskirkju. Stöfunin. Vinnukona, sem var hjá Þorsteini Mika- élssyni, skáldi í Mjóanesi, var að kenna dreng að stafa og segir: „Nefndu það nú! Og ekki er það ú!“ Þorsteinn gerði þá- vísu þessa: Skell skaltu fá, — ekki er það á. Og hnykkjast á hné, — ekki er það e. Þitt fjandans þý, — ekki er það í. Þín lem ég þjó, — ekki er það ó. Nefndu það nú! — ekki er það ú. Eg þig enn slæ, — ekki er það æ. Já, sinnum sjö, — ekki er það ö.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.