Nýjar kvöldvökur - 01.01.1940, Blaðsíða 44
38
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
Uppeldi hans hafði því verið all sér-
stætt. Hann hafði að eðlisfari óbeit á allri
óreglu og hirðuleysi, og honum hafði
snemma verið kennt að einbeita huga sín-
um að þeim einum metnaði að geta rækt
skyldur sínar og varðveita heiður ættar-
innar. íþróttir voru eina skemmtunin,
sem hann hafði fengið tækifæri til að
stunda. Og það var einmitt það, sem fyllti
huga hans meir og meir, meðan Saint
Hubert sat stöðugt við skriftir sínar. —
Maður gat ekki einu sinni fengið að njóta
þeirrar skemmtunar í þessu bölvaða landi,
hugsaði hann með sér og varð um leið
hugsað til veiðibyssunnar sinnar góðu í
herberginu til hliðar. — Saint Hubert var
vanur að segja: Bíddu aðeins, þangað til
við komum lengra suður á bóginn. Hann
mátti djarft um tala, hann sem aldrei
hugsaði um neitt annað en að skrifa, hver
skollinn sem það nú var, er hann alltaf
var að skrifa. Og auk þess var Raoul
frændi Frakklendingur, og eigi var við
því að búast, að Frakklendingi gæti skil-
ist, hvers virði sport væri sönnum Breta.
— Og samt sem áður, Caryll fann til dá-
lítils stings, er honum varð litið á Saint
Hubert, — því varð eigi neitað, Saint
Hubert var einn hinna allra snjöllustu
íþróttamanna, sem hann hafði kynnst á
ævinni. Hann var bara orðinn svo hund-
leiður á þessari eilífu bið: Lengra suður
á bóginn — jú, jú.
Honum varð allt í einu hverft við, er
asna-ræfillinn rak upp öskur rétt fyrir
utan.
Hann tautaði eitthvað í hljóði og gekk
út á litlar svalir, sem sneru að götunni.
Það kom harðneskjusvipur á andlit
hans, er hann sá veslings skepnuna, skin-
horaða og meidda, sem ráfaði niður að
markaðstorginu.
„Veslings kvikindi“, tautaði hann. „Og
stærðar sár á bakinu, svo maður getur
stungið hnefanum í það. Hamingjan góða,.
hvílíkt land! Hvílíkt fólk!“
Hann fór inn aftur til Saint Huberts. —-
„Hvað eigum við að híma lengi í þessu
svartholi?“
Það var eitthvað við málróminn, sem
olli því, að Saint Hubert sneri sér og leit
á piltinn.
„Hvað er að þér, Caryll?“
Djúp samúð hans með hinum unga pilti
varð þess valdandi, að hann talaði ensku,
en það gerði hann sjaldan, er þeir töluðu
saman.
Pilturinn roðnaði og leit undan. „Æ,.
það er aðeins gamla sagan enn á ný“,
sagði hann óþolinmóðlega, eins og hann
blygðaðist sín fyrir tilfinninganæmi sína,
og hann var ennþá að hugsa um vesalings
asnann.
„Hvers vegna í ósköpunum slá þeir ekki
af svona vesaling? Það er sannarlega
verra hérna heldur en í öllum hinum
þorpunum, sem við höfum komið í. Eg
verð alveg veikur af að horfa upp á
þetta. Við skulum í hamingjubænum fara
héðan eins fljótt og við getum!“
Saint Hubert tíndi saman blöð sín og
yppti öxlum. Hann var nú orðinn þessu
vanur, og þó honum geðjaðist ekki að því,.
andmælti hann eigi unga piltinum, enda
taldi hann það tilgangslaust.
„Eg get ekki sagt annað en það, sem ég;
hefi sagt áður, Glencaryll“, sagði Saint
Hubert hæglátlega. „Við verðum að bíða
hérna, skilurðu, þangað til við fáum að:
vita nánara, hvar tjaldbúðir föður þíns-
eru núna. Mér finnst sjálfum framúrskar-
andi ágætt, að við skulum vera komnir
svona langt. Sökum viðsjár þeirra, sem
nú eru víðsvegar í landinu, hefir stjórnin
neitað öllum ferðaleyfis. Hefirðu ekki séð
alla þessa verzlunar-erindreka, sem:
liggja sofandi liðlangan daginn hérna á
gistihúsinu? Það er aðeins sökum þess,.
hve faðir þinn er mikils virtur, og að ég: