Nýjar kvöldvökur - 01.01.1940, Blaðsíða 17
FINNLAND
11
ir verið kóngur í sínu litla ríki og ekki
metist þar um við neina.
Aðalkorntegundir Finnlands voru frá
fornu fari rúgur og bygg, hafra ræktuðu
þeir nokkuð. Fyrrum gat þjóðin kornfætt
sig, að minnsta kosti í góðum árum, en
yrði uppskerubrestur varð oftast hung-
ursneyð, á þeim árum lærðist Finnum að
blanda möluðum furuberki 1 brauðið. En
síðar þegar fólkinu fjölgaði, hefir orðið
að flytja inn korn, þrátt fyrir geisilegar
framfarir í ræktun og framleiðslu. Þann-
ig hefir rúgframleiðslan næstum ferfald-
ast á síðustu 20 árum. Aukning hveiti-
ræktunarinnar gengur hins vegar æfin-
týri næst. Árið 1917 var hún rúmlega 6
þús. smálesta, en 1937 nam hún 208 þús.
smál. Þessa miklu aukningu má að mestu
leyti þakka vísindalegum rannsóknum og
kynbótum, sem gerðar hafa verið á
hveitiafbrigðum, sem ræktuð eru. Áður
var naumast talið fært &ð rækta þar
hveiti, en við kynbæturnar hafa skapast
stofnar, sem ekki einungis þola hið óblíða
loftslag landsins, heldur einnig gefa ríku-
legan ávöxt. Eins og þetta dæmi sýnir,
hafa Finnar ekki hikað við að taka vís-
indin í þjónustu atvinnuveganna, þeir
hafa þegar hrundið þeirri kenningu, að
bókvitið verði ekki látið í askana. Milli
báskólans og annarra vísindastofnana
landsins annars vegar og atvinnufyrir-
tækjanna og framleiðslunnar hins vegar,
er hin nánasta samvinna, og Finnar telja
sig áreiðanlega ekki hafa efni á að for-
smá kenningar og tillögur vísindamanna
sinna. Athyglisvert er einnig hve margt
háskólalærðra manna og vísindamanna
hafa átt sæti í stjórn landsins síðan hún
varð innlend, þar er að hitta fjölmarga
prófessora og doktora. Skemmst er þar að
minnast að fyrrverandi forsætisráðherra,
A. K. Cajander, er einn ágætasti vís-
indamaður Evrópu í skógfræði, og hefir
ritað geisimikið um skóga- og mýragróð-
ur. Sýnir þetta, að bæði fylgjast vísinda-
mennirnir með í hinu daglega lífi og að
þjóðin kann að meta þá og treystir þeim,
en lítur ekki á þá eins og einhverjar
aumkunarverðar vankakindur eins og
sumstaðar er lenska.
Af kvikfjárækt leggja Finnar mest
stund á nautgriparækt. Standa þeir mjög
framarlega í þeim efnum, svo að fram-
leiðsla þeirra þykir jafnvel standa fram-
leiðslu Dana á sporði, en þeir hafa lengi
notið heimsfrægðar fyrir ágæti mjólkur-
afurða sinna. Mjólkurvöruframleiðsla
Finna hefir ferfaldast á síðustu 20 árum,
og nam hún árið 1937 6V2 miljarð marka
(finnskt mark jafngildir 10 aurum). í
nánu sambandi við landbúnaðinn hefir og
skógarhöggið staðið, en þess er nokkuð
getið áður.
Ein megin lyftistöng finnska landbún-
aðarins hafa samvinnufélögin verið. I
varla nokkru landi er samvinnufélags-
skapur jafn útbreiddur og þar, og ferða-
maður, sem til landsins kemur, getur
varla dvalið þar svo daglangt, að hann
verði hans ekki var í einhverri mynd.
Þannig er t. d. fjöldinn allur af matsölu-
stöðum í bæjunum rekinn af samvinnu-
félögum, og því mega menn treysta að
þeir fá ekki annars staðar betri né ódýr-
ari mat. Má í því sambandi minnast á
kaupfélagið „Elanto“ í Helsingfors, sem
rekur matsölustaði að heita má í hverri
götu. Sölubúðir samvinnufélaganna eru
hvervetna, og úti um landið eru mjólkur-
bú, sláturhús, lánsstofnanir og hverskyns
verzlun rekin af þeim. Svo er mælt, að
varla sé til sú sveit, að þar sé ekki sam-
vinnufélag, og fáir eru þeir bændur, sem
ekki eru meðlimir einhvers þeirra. En
samvinnufélögin eru ekki síður rekin af
verkalýðnum í bæjunum, er þeim þakkað
það mjög, að lífskjör verkafólks hafa
batnað að verulegu leyti, enda þótt kaup-
gjald hafi verið fremur lágt einkum
2*