Nýjar kvöldvökur - 01.01.1940, Blaðsíða 10

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1940, Blaðsíða 10
4 NÝJAR KVÖLDVÖKUR sem forngripir og til að sýna ferðamönn- um, er koma til eyjanna. Virki þessi eru oft kölluð „Gibraltar Norðurlanda11. Helsingfors er kölluð „hin hvíta borg“ og hin fyrsta sýn hennar sannar þegar í stað að nafnið er ekki að ófyrirsynju. Fátt vekur meiri athygli gestsins en hin mörgu hvítu stórhýsi borgarinnar og hinn bjarti blær, sem yfir henni hvílir. Helsingfors er ekki aðeins bjartur bær heldur einnig fagur og reglulegur. Bærinn er ungur í sinni núverandi mynd, því að mestur hluti hans brann til ösku 1808. Það má segja stjórn Rússa til lofs, að hún lét sér ant um að bærinn yrði aftur reistur myndar- lega úr rústum sínum, og Finnar hafa sjálfir eignazt marga afburða húsameist- ara, sem getið hafa sér heimsfrægð. Má þar fremstan nefna Eliel Saarinen, sem lengi hefir dvalið í Ameríku, og þykir þar í fremstu röð listamanna í þeirri grem. Af stórhýsum frá Rússatímabilinu ber mest á „Storkyrkan“. Hún stendur á hæð og utan af höfninni virðist hún gnæfa yf- ir borgina með hinum hvolfþöktu turnum. Upp hæðina liggja geisimargar og breiðar tröppur, og framan við kirkjuna er torg en að því liggja annarsvegar stjórnarráð- húsið, en hinumegin háskólinn, og skapa þau hliðararma útfrá kirkjunni. Torg þetta og kirkja á engan sinn líka á Norð- urlöndum, enda þótt víðar sé leitað. Af stórhýsum nýja tímans skara járnbrautar- stöðin og þinghúsið fram úr öllum öðrum. Járnbrautarstöðin er reist úr rauðgráu graníti og er hvorttveggja í senn fögur og mikilfengleg. Þinghúsið er aftur á móti úr ljósum steini. Yfir því hvílir léttur blær, en súlnaröðin á framhlið þess minn- ir á fornaldarmusteri. Nokkuð er mislent þar sem Helsingfors stendur, en húsa- meistarar bæjarins hafa af hinni mestu snilld kunnað að notfæra sér landslagið til þes að gera borgina sem fegursta. Göt- ur eru breiðar og beinar, húsin há og traustleg, og leitun mun vera á hreinlegri borg, það er varla að rykkorn sjáist þar á götunni. Skemmtigarðar margir eru í borginni, en þó vekja íþróttavellirnir meiri athygli, þeir eru þar bæði margir og vel búnir. Eins og fyrr getur er Helsingfors ungur bær. Hún er fyrst reist um 1550, en óx lítt að fólksfjölda fyrr en eftir að Rússar höfðu lagt landið undir sig og gert hana að höfuðborg. Nú eru íbúar hennar tæp 200,000. Næst stærsti bærinn er Ábo (Turku). Hann stendur miklu vestar í landinu en Helsingfors. Á ein Aura, lygn og breið, rennur gegnum miðja borgina. Og utan við ströndina er einn fegursti hluti finnska skerjagarðsins, en upp til lands- ins getur að líta frjóustu héruð þess og bezt ræktuðu. Allt er umhverfi Ábo hið fegursta. Bærinn er æfagamall, en samt er þar fátt fornra minja, því að þar hafa eldsvoðar geisað oft. Merkustu fornminj- arnar eru Ábo slott, og dómkirkja forn og fögur frá 13. öld. Mjög eru Helsingfors og Ábo ólíkir bæir. Helsingfors er háreist úr graníti og öðrum steini, en í Ábo erujiús- in lág og lítil og flest úr timbri. En á báð- um stöðum eru götur breiðar og beinar. Með líkum svip og Ábo eru margir bæir og þorp, enda er timbur það byggingar- efni, sem landið er auðugast af. Meðan Svíar réðu ríkjum í Finnlandi var Ábo höfuðborgin, og enn er þar háborg hins sænska hluta þjóðarinnar. Enginn bær í Finnlandi er þó talinn jafnsænskur og Vasa, sem liggur norður í Austurbotni. Flóinn yfir til Svíþjóðar er þar ekki nema 10 mílna breiður, og samgöngur við Svíþjóð mjög tíðar. Af öðrum bæjum má nefna Tammerfors (Tampere), sem stendur inni í landi all- langt norðaustur frá Ábo. Það er mesti iðnaðarbær landsins og í hröðum vexti. Auk allskonar tréiðnaðar, reka menn þar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.