Nýjar kvöldvökur - 01.01.1940, Blaðsíða 13

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1940, Blaðsíða 13
FINNLAND 1 anum í austri, en samvinna við Norður- lönd gat vitanlega aldrei orðið, nema þvi aðeins að létt yrði áróðrinum gegn sænska flokknum og sættir tækjust. Hefir því sambúðin farið batnandi nú hin síð- ustu árin, og ekki þarf að efa, að nú séu allar skærur gleymdar, og báðir flokkar berjist hlið við hlið á vígvöllunum. III. SAGA. Þess er þegar getið, að Finnar hafi numið land skömmu eftir Krists fæðingu, en varla kemur Finnland við sögur fyrr en eftir að sænskir víkingar fara að leita þangað að staðaldri, og sænskt landnám hefst, en svo er talið að það byrji á Álandseyjum á 5. öld og á meginlandi .Finnlands um og eftir árið 1000. Eftir að ■Svíar tóku kristni hófu þeir kristniboðs- íerðir til Finnlands og er einkum getið krossferða Eiríks konungs helga þangað á 12. öld en með kristniboðinu fengu Sví- ar þar smám saman fótfestu. En Finnum var einnig boðuð kristni austan frá. Grísk-katólskir menn fluttu þeim það kristniboð og jafnframt rússnesk yfirráð. Svo fóru þó leikar, að allt hið núverandi Finnland var unnið undir vestrænt vald og menningu, en Austur-Karelia laut Rússum. Merkisár í sögu Finnlands er 1323, þá voru landamæri þess að austan ákveðin, og um þær mundir var virki reist til varnar gegn Rússum á Kirjála- eiði, þar sem nú er Viborg. Má þá telja ■ að lokið sé landvinningum Svía þar. Eftir að Svíar höfðu friðað landið komu þeir þar á líku þjóðskipulagi og heima í Sví- þjóð, og finnska þjóðin naut jafnréttis við Svía sjálfa. Tóku Finnar þátt í kon- ungskjöri 1362. Embættismenn landsins voru margir finnskir, og ekki varð annað séð en sambúðin hafi mátt heita góð. Þeg- ar siðaskiptin komu til sögunnar, voru l»au lögfest í Finnlandi, en annars tóku Finnar mjög þátt í styrjöldum þeim, er Svíar áttu í á þessum öldum. Fór þá margt aflaga í Finnlandi, en endurreisn þess hófst með valdatöku Gústafs II. Adólfs, og næstu hundrað árin þar á eftir voru uppgangsár á marga lund fyrir land- ið bæði efnalega og andlega. Meðal ann- ars var þá stofnaður háskóli í Ábo 1640. Finnski herinn gat sér hinn bezta orðstír í hinum sigursælu styrjöldum Svía. En með 17. öldinni hefst raunasaga landsins. í austri er nú að rísa upp hið volduga rússneska ríki, sem teygir hramma sina vestur á bóginn og fyrstu áföllin lenda á Finnlandi. í Norðurlandaófriðnum mikla varð Finnland fyrir þungum búsifjum.. Rússneskur her óð yfir landið, borgir voru brenndar, og heil byggðarlög í eyði lögð, og fólkið annað hvort drepið eða hneppt í varðhöld og selt síðan í þrældóm austur í Asíu. Komust Finnar þá fyrst fyrir alvöru í kynni við hinn austræna granna. Ófriðnum lauk, eins og kunnugt er með því, að Rússum voru afhent ekki aðeins löndin fyrir botni finnska flóans, heldur einnig Kirjálanesið með Viborg, en þá var um leið opnuð greiðfærasta leiðin fyrir óvinaher inn í Finnland. Það er athyglisvert, að nú tveimur öldum síð- ar er fyrsta krafan á hendur Finnum af Rússa hálfu, að þeir láti laust Kirjálanes, mun þar sem í öðru koma fram ekki ólík stefna Stalins og Péturs mikla gagnvart Finnum. Næstu 100 árin sátu Finnar að mestu í friði. En 1808 tóku Rússar að herja landið á ný og þrátt fyrir hina hraustustu vörn, sem ódauðleg er orðin vegna kvæða Runebergs, þá voru Svíar nú knúðir til þess að láta Finnland og Álandseyjar af hendi við Rússa 1809. Enda þótt aldagamalt hatur væri milli Finna og Rússa munu Finnar þó ekki með öllu hafa verið ófúsir til þeirra breytinga, sem nú urðu. Bæði var þeim ljóst, að aldrei var friðar að vænta meðan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.