Nýjar kvöldvökur - 01.01.1940, Blaðsíða 19
FINNLAND
13
hetjuna í kvæðum Runebergs. Félög þessi
æfa meðlimi sína við hjúkrun og hvers-
kyns störf, sem að gagni mega koma á
vígvöllunum er til styrjaldar kemur. Er
talið að „Lotturnar“ sýni engu minni
hetjudáðir en karlmennirnir í yfirstand-
andi styrjöld.
Árleg útgjöld ríkisins til landvarnanna
hafa verið 502 miljónir marka, og sýnir
það bezt hversu þungur sá skattur er.
V. MENN OG MENNTIR.
Finnar hafa ekki látið menntun og
menningu undir höfuð leggjast. Þeir hafa
bæði fyrr og síðar eignast margt ágætra
manna, sem getið hafa sér orðstír víða
um lönd í bókmenntum, vísindum og list-
um. Alþýðumenntun er ágæt í landinu,
og hefir verið það alllengi, hafa Finnar í
því efni mjög fetað í fótspor hinna norr-
ænu þjóðanna, en æðri menntun er einn-
ig í ágætu lagi. Háskóli var reistur í Ábo
árið 1640, var hann síðar fluttur til Hel-
singfors og er hann nú aðalháskóli lands-
ins. Kennsla fer þar fram bæði á finnsku
og sænsku. Þegar deilurnar voru sem
harðastar milli þjóðflokkanna í landinu
reistu sænskumælandi menn háskóla í
Ábo, en þá stofnuðu Finnarnir þar einnig
háskóla. Þeir eru þó báðir miklu minni
og af meiri vanefnum gerðir en háskólinn
í Helsingfors, en samt hinar beztu
menntastofnanir. í landinu eru 218
menntaskólar af þeim eru 175 finnskir
en 43 sænskir, og yfirleitt sýna skýrslur til-
tölulega meiri skólasókn Svía en Finna.
Skólakerfi sitt hafa Finnar sniðið mjög
að sænskum hætti bæði lægri skóla og
mðri. Auk menntaskólanna er margt
seðri framhaldsskóla.
Þegar hinni almennu barnafræðslu
sleppir er margt af unglinga- og lýðskól-
um, þar á meðal allmargir lýðskólar í
sniði við lýðskólana dönsku, sem kennd-
ir eru við Grundtvig. Hafa skólar þessir
allir eflt mjög almenna menntun og heil-
brigðan þjóðaranda. Merkilegur þáttur í
finnskri alþýðumenntun er hin frjálsa
fræðslustarfsemi, sem rekin er af ýmsum
félögum og félagasamböndum í landinu.
Upphafsmenn þeirrar hreyfingar voru
stúdentar og aðrir háskólamenn á öldinni
sem leið, var Snellman þar einn í broddi
fylkingar. Af þeirri hreyfingu er sprott-
inn félagsskapurinn „Finska folkupplys-
ningsállskapet“, er stofnað var 1874, og
hefir starfað síðan með bókaútgáfu, fyr-
irlestrum og söng- og hljómleikahátíðum,
er einkum hið síðastnefnda sérkennilegt
fyrir Finna og sýnir meðal annars, hve
djúpar rætur hljómlistin á í þjóðinni.
Nokkru yngri eru ungmennafélögin, bæði
finnsk og sænsk, og starfa þau að mörgu
leyti á líkum grundvelli. En samt sem áð-
ur telja finnskir fræðimenn að merkasti
þátturinn í þessari frjálsu fræðslu og
menntastarfi sé unninn af bókasöfnum og
lestrarfélögum. Byrjað var að stofna þau
um 1840, hefir því starfi verið haldið ó-
trauðlega áfram síðan og er nú bókasafn
í hverri sveit og hverjum bæ og mörg
þeirra hin myndarlegustu. Stjórn þessara
bókasafna hefir verið í höndum ýmissa
félaga, en leitazt hefir verið við að sam-
ræma hana og leiðbeina félögunum um
bókavörzlu og bókaval, einkum úti um
hinar dreifðu byggðir landsins.
Eftir 1920 tók ríkið að styrkja bóka-
söfnin, og eru þau síðan undir opinberu
eftirliti, en eigendur þeirra eru ýmist
sveitarfélögin, lestrarfélög eða einstakir
menn, en öll geta þau orðið aðnjótandi
ríkisstyrks, ef þau uppfylla tiltekin skil-
yrði. Allverulegur hluti ríkisstyrksins er
greiddur bókasöfnunum í bókum, sem
valdar eru af bókasafnsstjórn ríkisins.
Þegar rætt er um þjóðmenningu Finna,
má sízt af öllu gleyma íþróttunum, en þær
eru snar þáttur í þjóðaruppeldi og menn-