Nýjar kvöldvökur - 01.01.1940, Blaðsíða 21

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1940, Blaðsíða 21
FINNLAND 15 engin aukvisaþjóð í andlegum efnum, enda er það mála sannast, að í Finnlandi blómgast jöfnum höndum andleg og efnaleg menning. Það verður því enn hörmulegra til þess að hugsa, ef öllu þessu starfi á að verða á glæ kastað, og þjóðin og menning hennar að molast und- ir járnhæl ofbeldis og siðleysis. N i ð u r 1 a g. Á hverjum degi nú um alllangt skeið hafa oss borist fregnir frá Finnum og vörn þeirra. Meira hefir verið um Finn- land talað hér á landi þessa seinustu tvo mánuði en áður á tugum ára. En af öllum þessum fregnum, hygg ég eð ein verði mönnum minnisstæðust. Þegar sendi- mennirnir finnsku þeir Tanner og Paasi- kivi lögðu af stað í hina fyrstu ferð sína til Moskva, safnaðist mannfjöldi mikill að járnbrautarstöðinni í Helsingfors í kveðjuskyni. Öllum mun hafa verið ljóst, að nú skyldi sorfið til stáls og teflt væri um frelsi og framtíð þjóðarinnar. En eng- inn æðraðist. Þegar fulltrúarnir, sem fengið hafði verið umboð til að gæta frelsis og virðingar þjóðarinnar eru að stíga upp í lestina hóf allur mannfjöld- inn, tugir þúsunda, upp samstilltan söng. Fyrst var sunginn þjóðsöngurinn „Vort land“ og síðan sálmurinn „Vor guð er borg á bjargi traust“. Söngur mannfjöld- ans hljómar út yfir borgina, með honum lætur hann í ljós tilfinningar sínar, þar eru hvorki harmakvein né æðra, heldur kemur þar fram það tvennt, sem ríkast er í fari Finna, ástin á föðurlandinu og trúin á guð þeirra. Þannig er finnska þjóðin, samstillt, traust og æðrulaus, jafn- lynd bæði í meðlæti og mótlæti. Friðgeir H. Berg: Hvaðan lýsa þau Ijós? Enn er óp, enn er gnýr enn er ófriður nýr ennþá streymir á Finnlandi blóð. Leitar úlfur og örn fast á Ynglingabörn og að austan er hrædýraslóð. Ef að allt, sem er gott og um verðleik ber vott, verður traðkað og kúgað og smáð, ef að hismið er hirt, ef að hrakið er virt hefir helstefnan markinu náð. Sterkan geymi eg grun, rætast ritningin mun, sem um ranglæti forðum var skráð. Þegar blóðhunda stjórn verður böðlanna fórn og á brott, eins og dögg, verður máð. Hver mun kveða þann brag, hver mun leika það lag, sem að leitar um sættir og grið? Hvaðan lýsa þau ljós yfir úthöf og ós, sem að álfunni boða þá frið?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.