Nýjar kvöldvökur - 01.01.1940, Blaðsíða 26
20
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
var norðanstormur, 18 stiga frost oghríð-
arhraglandi. Við gengum báðir á skíðum,
og afréð Jón Hrólfur það, þegar út að
sjónum kom, að reyna nú til þess að
klöngrast fjörurnar. Jón Hrólfur gekk
aldrei mjög hratt í byrjun ferðar, en jók
alltaf ganginn eftir því sem lengra leið.
Þetta var mesta bölvuð glæfraferð að
klifra í þessari flughálku framan í verstu
forvöðunum. Þess á milli var snjókyngi í
fjörunni, og féll sjórinn víðast hvar upp
að bröttum sullgörðum. Nú kom Jóni
Hrólfi að góðu haldi, að hann hafði með
sér fjallajárnin. Fótaði hann sig vel og
sterklega framan í þessu klungri, pjakk-
aði frá sér með broddstafnum, og þörði
hann ekki annað en að hafa á mér taug í
einum eða tveimur stöðum, þar sem verst
var.
Segir nú ekki af ferðum okkar fyrr en
við komum að Vík Átti Jón Hrólfur tal
við bóndann og festi kaup á nokkrum
blöðruselskópum, sem grafnir voru í fönn.
En þegar Jón hafði staðið við í Vík lið-
uga klukkustund datt það í hann að halda
þegar heim aftur. Hafísinn var svo mikill
á sundinu, að ekkert viðlit var að bíða
eftir því að geta skroppið út í Flatey.
Þegar við fórum frá Vík, hafði Jón
Hrólfur orð á því við mig, að hann lang-
aði til að við færum vestur Víkurfjall.'
Gekk ég þá að því sem vísu, að hann æll-
aði að leggja í Skriðurnar Eg gat ekkert
haft á móti þessu og lét ég hann ráða
ferðinni. Mér þótti ekki lítil frægð í því
að vera með þessum sterka fjallgöngu-
manni, og treysti ég honum til að fara
varlega og hjálpa mér, ef ég þyrfti á því
að halda.
Ferðin var þung og límingur við skíðin.
Við náðum í björtu vestur á Skriðuhrygg,
og þótti mér þar allægilegt um að litast.
Við stóðum þar við nokkrar mínútur
meðan við vorum að jafna okkur eftir
hraðan gang alla leið austan frá Vík. Eg
spurði Jón Hrólf, hvað nú væri til ráða.
Hann sagði, að ég skyldi binda við mig
skíðin og renna mér á rassinum niður
Skriðurnar. Frekari ráð þurfti ég ekki
frá hans hendi, og þótti mér þó ægilegt
að drífa mig þarna fram af. Hann lagaði
til á sér pokann, batt við sig skíðin, sté
á þau og renndi sér fram af brúninni.
Var maðurinn sjóðandi vitlaus? hugsaði
ég, og vissi ég ekkert, hvað um hann
hafði orðið. Eg hafði nóg að hugsa um
sjálfan mig, og varð ég að gæta þess, að
kafna ekki í kófinu, sem varð af skíðun-
um. Tók ég þó úr mestu ferðinni bæði
með broddstafnum og með því að reka
hælana í snjóinn og spyrna við sem fast-
ast. Eg gat stöðvað mig á einum þremur
stöðum á leiðinni, og vildi mér það til
happs, að snjórinn var bæði mikill og
mjúkur.
Eg vissi ekkert, hvað Jóni Hrólfi leið.
fyrr en ég var kominn niður undir fjöru-
borðið. Varð mér þá litið á skíðaförin
eftir hann. Hann hafði orðið að renna sér
í mörgum sveigum, ýmist til suðurs eða
norðurs, og við hamrabrúnina að norðan
hafði hann lent svo tæpt, að það munaði
ekki nema á að gizka faðms lengd, að
hann færi fram af brúninni. Þegar ég
kom ofan í fjöruna, þakkaði ég hamingj-
unni fyrir það, að vera laus við þessa
glæfraferð og hét því með sjálfum mér,
að ég skyldi ekki fara Skriðurnar framar,
nema lífið lægi við.
Þegar ég náði tali af Jóni Hrólfi, beið
hann eftir mér þar í fjörunni. Hann sat
þar á sullugarðinum og þurrkaði af sér
svitann, sigri hrósandi yfir því, að hann
hafði staðið hinar alræmdu Skriður á
skíðunum.
Um þetta leyti gekk póstur frá Akur-
eyri út að Þönglabakka í Þorgeirsfirði.
Var valinn góður skíðamaður til að fara
þessar vetrarferðir einu sinni í mánuði.
Einu sinni var pósturinn á ferðinni um