Nýjar kvöldvökur - 01.01.1940, Blaðsíða 49

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1940, Blaðsíða 49
SYNIR ARABAHÖFÐINGJANS 43 land og þjóð. Heldur eigi hafði hann sýnt hinum frakknesku herstjórnarvöldum þorpsins neina alúð né sérstaka kurteisi, þótt þau hefðu tekið honum á bezta hátt. Það hafði meira að segja komið fyrir, að Saint Hubert hafði neyðzt til að afsaka piltinn og reyna að breiða yfir ýms glappaskot í framkomu hans. En í raun og veru var það eigi aðeins Carylls vegna, að Saint Hubert hafði lagt af stað í þessa ferð. Hann hafði í efndum allvíðtæka áætlun, sem honum var mjög umhugað um að koma í framkvæmd. Hann varð því að taka á móti sífelldum straum af innlendum mönnum, er hann þurfti að hafa tal af, — allt frá höfðingj- um til landshornamanna, — og þannig að útliti, að hinn ungi tökusonur hans varð nærri því skelkaður. Af þessum ástæðum varð Caryll að sjá um sig sjálfur mestan hluta dagsins. Pilt- urinn hafði enga löngun til að labba um eyðilegar göturnar, og hann vildi heldur eigi fara út með arabiska leiðsögumann - inum. Saint Hubert þótti afar leiðinlegt að skilja piltinn eftir einsamlan. Hann var hrasddur um, að hann myndi þá taka það fyrir að brjóta heilann um annað og fleira, heldur en hann hafði gott af. Nú sat Caryll úti við gluggann, þögull og þungur á svip eins og áður. „Mér þykir leiðinlegt að verða enn einu sinni að skilja þig einsamlan eftir, mon cher“ (góði minn), sagði Saint Hubert stillilega. „En ég hefi sammælst við mann nokkun seinna í dag. Og í kvöld er ég boð- inn til miðdegisverðar hjá caid-anum og syni hans. Þú manst víst, að þeir heim- sóttu okkur í gær. Eg þóttist vita, að þú kærðir þig ekki um að fara þangað, og ég sagði því, að þú kynnir ekki arabisku. Saint Hubert varð þess brátt var, að honum hafði eigi tekizt að fá Caryll til að gleyma umræðuefni þeirra rétt áður. Ca- ryll hafði eigi getað gleymt órétti þeim, er honum hafði verið gerður, og var því svar hans einskonar áskorun um að halda deilunni áfram: „Mætti ég ef til vill spyrja, hvort hinn arabíski bróðir minn er að útliti líkur þessum uppskafningi, sem þú ert að tala um?“ Þótt Saint. Hubert rynni ofurlítið í skap, gat hann samt eigi varizt þess að hafa skemmtun af samlíkingunni. Hinn ungi og karlmannlegi Ahmed Ben Hassan átti sannarlega eigi neitt sameiginlegt við sljóeygðan uppskafninginn, hinn unga caid. „Eg hefi ekki séð bróður þinn í tvö ár. Og eins og ég hefi þegar sagt: Geturðu eigi beðið með þess háttar samanburð, þangað til þú hefir séð piltinn? Til eru aukvisgr í öllum löndum. En jafnvel þú verður þó að játa, að hér í Algier er krökkt af fallegu og borginmannlegu fólki, sem teljast myndi sómi hverri þjóð sem væri. Hættu nú þessum aðfinnslum þínum og útásetningum, Caryll. Eg veit vel, að þér er meinilla við þetta ferðalag, en gætirðu ekki hugsað þér að — það sé þeim jafn erfitt og þér — ég á við for- eldrum þínum, og — mér?“ Caryll rétti Saint Hubert allt í einu höndina. „Eg er mesti durgur, síngirnisdurgur, Saint Hubert, og hvers vegna gefurðu mér ekki heldur utan undir í stað þess að rökræða við mig? — Eg get ekki gert að því, mér finnst allt þetta svo ógeðslegt, bæði landið hérna og fólkið. Eg hata það blátt áfram...... Hér er allt svo skitið, svo......“ „Svona-svona, vertu nú ekki allt of á- kafur í að dæma aðra, Caryll. Hér eru þó einstaka hreinlegar undantekningar. ... “ „Ekki hefi ég rekizt á þær ennþá“, greip Caryll fram í, en þagnaði allt í einu og skipti litum. 6*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.