Nýjar kvöldvökur - 01.01.1940, Blaðsíða 31
SYNIR ARABAHÖFÐINGJANS 25
áhrif einnig á menn hans. Og því lengur
sem hann hugsaði mál þetta, því vissari
þóttist hann um, að nauðsyn bæri til að
rannsaka þessar flugufregnir og grafast
fyrir orsakir þeirra. Og það varð hann
sjálfur að gera, upp á eigin spítur.
Og svo hafði hann lagt af stað, einsam-
all og fylgdarlaus, eina nóttina.
Díana varð eftir heima með tryggða-
þjón sinn, Gaston, og Yúsef, fulltrúa
höfðingjans, til verndar og aðstoðar. Hún
var ekki að hugsa um sitt eigið öryggi,
en tilhugsunin um hann og hættur þær,
er hann lagði út í, drógu úr henni allan
kjark, svo að henni lá við að verða veik
og gefast algerlega upp. Þannig leið hver
dagurinn eftir annan, og hann kom ekki
aftur.
Fjórir langir mánuðir............
Hún lagði vasabók sína frá sér og and-
varpaði þreytulega. Hvers vegna átti
þetta að bætast við ofan á hitt, sem fyr-
ir var?
Augu hennar fylltust tárum, er hún
laut niður að litlum lágborðsskáp og tók
mynd þaðan. Varir hennar titruðu, er
hún horfði á þessi tvö ungu andlit, báða
syni sína. Þeir voru tvíburar, en svo ger-
ólíkir sem framast mátti verða.
Alveg ósjálfrátt beindust augu hennar
fyrst a ðyngri syninum. Þetta var mynd,
sem hún hafði tekið sjálf fyrir alllöngu.
Henni lá við gráti, er hún virti fyrir sér
ondlitsdrætti hans, hvern af öðrum, og
leitaði upp allt það, sem olli því, að hann
var henni svo ástfólginn. Bæði vöxtur
hans og andlitsdrættir minntu greinilega
um höfðingjann. Þarna voru sömu hvössu
augun undir hnykluðum brúnunum, sami
sterki munnurinn.... Þetta var höfðing-
inn, eins og hún fyrst hafði kynnst hon-
um, áður en ástin hafði mýkt hörkulega
andlitsdrætti hans.
En samt hafði ástin eigi umbreytt uon-
um neitt verulega. Það var aðeins, er
hann átti tal við hana, að drættirnir um
munn hans urðu mjúkir og hlýir, og sá
bjarmi kveiktist í dökkum augum hans,
er vakti.íagnandi hjartslátt eins og fyrstu
árin.
Og það var eigi aðeins í sjón, að feðg-
arnir voru líkir, heldur einnig í allri
skapgerð. Hafði enda oft lent í hörðu á
milli þeirra, þar eð hvorugur vildi láta
undan. Og þrátt fyrir það, þótt höfðing-
inn væri hreykinn af þessum fallega og
stoltas yni sínum, lét hann ekki á því
bera og var eigi mildur, er um ókosti
hans og glappaskot var að ræða. Þeir
minntu hann allt of áberandi á hans eig-
in lausbeizluðu æsku. Honum gramdist
einnig, að Ahmed ungi sinnti litlu öðru
en því að skemmta sjálfum sér.
Þannig var sonurinn tíðast á öndverð-
um meiði við föður sinn og leiddi því hjá
sér að láta í ljósi, hve hann í raun og
veru leit upp til höfðingjans. En hann var
honum hin fullkomna fyrirmynd karl-
mennsku og hreysti.
Það féll því ætíð í hlutskipti Díönu að
miðla málum milli þeirra. Og þar eð báð-
ir aðilar unnu henni, tókst henni að halda
skapi þeirra nokkuð í skefjum.
Óteljandi sinnum hafði hún verið sátta-
semjari milli þeirra, og með náinni þekk-
ingu sinni og skilningi á öðrum þeirra
hafði hún einnig getað skilið hinn aðil-
ann. En myndu þeir þá aldrei læra að
skilja hvor annan? Hún hallaði sér aftur
á bak í stólnum og andvarpaði. En ef
þessari þrákelkni þeirra lyktaði nú með
því að upp úr slitnaði algerlega á milli
þeirra....
í tjaldbúð höfðingjans giltu aðeins ein
lög, og þa ulög voru vilji hans sjálfs.
Honum þröngvaði hann hvívetna með
sömu harðstjórn og einræði, og hann
sjálfur hafði vanist í æsku. Átti nú son-
ur hennaar fyrir h.ndum að þola og reyna.
4