Nýjar kvöldvökur - 01.03.1926, Síða 6

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1926, Síða 6
36 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. gert hana jafna við sín börn. Aldrei hrakyrti hann hana og aldrei sló hann til hennar — eins og Pórunn hafði stundum gert. Og oft hafði hann gefið henni að súpa á mjólkinni litlu barnanna, og látið út á skálina hennar, svo að hún þyrfti ekki að borða tóman graut- inn, þegar mjólkurlííið var. Hún mundi vel eftir föður sínum; hann var ekki nærri því eins góður við hana og Jón. Hún vissi það vel, að hún var olnbogabarn, sem fáir kærðu sig um, en þó átti hún þrjá vini, og þá alla góða. Og hún fór að rifja upp fyrir sjer það, sem gerðist í kirkjunni á Felli þá um daginn. Sá var ekki vinalaus, er átti þá að sjera Halldór og Dodda. Pað var ekki í fyrsta sinn, að hann rjetti hlut hennar, enda var hann viðurkendur góður drengur af öllum, sem þektu hann. Hún stóð enn í sömu sporum og rendi kvíðafullum augum út í mjallrokið. Pað rofaði ekki og nú fór henni að kólna. Henni fanst einhver ónotaleg tilfinning færast um sig. Pað byrjaði í herðunum og seytlaði niður eftir bak- inu og út um allan líkamann. Og svefninn, fyrirboði dauðans, fór nú líka að gera vart við sig. Hún gat varla hreyft sig úr stað; til hv«rs var það líka; húu mundi innan skamms verða að leggjast fyrir aftur, og það ef til vill á ber- svæði. Hún ætlaði að láta fyrirberast undir steininum. Heim kæmist hún ekki hjálparlaust, Var þá svo óttalegt að deyja og fara til guðs og góðu englanna. Vissulega var það ekki. En að deyja ein úti á víðavangi — og það um nótt í riiðamyrkri, það var svo hræðilega ömurlegt. Hún var ekki viss um að rata til guðs. Og hún fór að biðja á ný. »Miskunn- sami, himneski faðir, sje það vilji þinn, að jeg deyi hjer, þá líknaðu sálu minni — og taktu hana til þín. Pangað sem er eilíft Ijós, friður og gleði. Bænheyr mig í Jesú nafni, amen.« Hún hnipraði sig fast upp að steininum, því að hrollur fór um hana og aftur tók hún að hugsa um myrkrið — og hún þráði svo innlega að sjá, þótt ckki væri nema eina stjörnu, er lýsli henni út yfir takmörk þessa lífs — inn á land ódauðleikans. En hugsanirnar smádofnuðu eins og tilfinningin. Þær urðu óljósar og ruglings- legar. Hún var komin inn í kirkjuna á Felli — og sjera Halldór spurði hana um Móse og slóru spámennina. Hann klappaði á kollinn á henni eins og hanu var vanur ogsagði: »Pað er ágætt! <- Og svo kom Pormóður á Ytra-Gili með stóra brauðsneið handa henui og hún var svo undur glöð og ánægð. Sigurður oddviti á Ytra Gili var að koma heim úr húsunum og vinnumaður hans með honum. »Petta er Ijóta veðrið!« sagði Geirlaug hús- freyja, sem rjett í þessu kom fram í dyrnar. »Pað er hræðilegt að vita af barninu úti í þessu veðri.« »Er Doddi ókominn? Jeg hjelt hann væri kominn fyrir löngu síðan; það er orðið svo áliðið.« Sigurður leit til konu sinnar. »Hann er kominn fyrir dálítilli stundu. En Fríða hjelt áfram, fjekkst ekki til að stansa. Pað var hún, sem jeg var að hugsa um.« »Hvað er langt síðan hún fór?« spurði hann og hætti við að rífa klakann úr skegginu á sjer. »Eitthvað hálf klukkustundl* »Þá getur hún ekki verið komin mjög langt í færinu því arna.« »Ætli það sje engín leið að bjarga vesalings barninu?« spurði hún hikandi og leit til manns síns. »Pað er ratandi undan, en það getur orðið erfitt að finna hana í þessu veðri. Treystirþú þjer til að koma með mjer, Mangi?« bætti hann við — og sneri sjer að vinnumanninum. »Jeg treysti mjer vel að ganga fram að Gili — og það þó jeg þyrfti að bera telpuna eitt^ hvað af leiðinni, en jeg er ekki eins viss um að rata.« »Við skulum þá fara í drottins nafni. Hefir þú tvenna vetlinga og ertu þur í fæturna?* Mangi játti því. »Láttu okkur þá hafa stóran poka, gæru- skinn og ullarklút eða sjal, ef þú hefir það.«

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.