Nýjar kvöldvökur - 01.03.1926, Page 7

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1926, Page 7
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 37 Geirlaug kom að vörmu spori með það, sem um var beðið. Sigurður kallaði á Spora, stóran svaitan hurd. Har.n klappaði honum á hausinn. Vertu nú duglegur Spori mirni — og rektu slóðina — svo að við finnum barnið. Hundurinn rjeði sjer ekki fyrir kæti. Hann ýldi og flaðraði upp um húsbónda sinn. Óðar og hurðin var opnuð, þaut hann út á hlaðið. Hann þefaði ofan í jörðina og viðraði í allar áttir eins og hann væri að leita að einhverju, svo hljóp hann suð- ur götuna, sötnu leið og Friða fór. »Veitu sæl, elskan mín,« kallaði Sigurður inn í dyrnar til konu sinnar. »Verið þið sælir og góður guð veri með ykkur — og gefi að ykkur gangi vel.« Hún lokaði bænum og gekk inn. »Nú skulum við láta Spora ráða ferðinni. Jeg er viss um, að hann hefir fundið slóðina hennar,* sagði Sigurður. Peir urðu að hafa sig alla við að fylgja honum eftir. Seinna mistu þeir sjónar á hon- um. Sigurður kallaði og kallaði, en hann gengdi honum ekki. Sigurður var farinn að hugsa, að hann hafði svikið þá og hlaupið heim. En rjett á eftir heyrði hann hundinn reka upp gól mikið. Hann gelti og gelti, en gengdi ekki Sigurði, hvernig sem hann kallaði. Þeir gengu á hljóðið. »Jeg þori að ábyrgjast, að Spori hefir fundið barnið,* sagði Mangi og óð rösKiega yfir skafl- inn. Rjett í því sáu þeir glóra í einhverja þústu. Pað var steinninn. Og þar stóð Spori — og sleikti með fagnaðarlátum fölt og kalt andlit barnsins. Báðir urðu þeir harla glaðir við sjón þessa. Mangi lofaði guð, en Sigurð- ur sagði ekki antiað en: »Mikil gersemi ertu, Spori'minn!« Fríða var meðvitundarlaus. Sig- urður tók hana í fang sjer og þeir hjálpuðust að því að verka utan af henni mesta sjóinn. Síðan vafði Sigurður sjalinu og skinninu utan um hana — og pokann þar utan yfir og bjó um sem vandlegast. »Nú förum við heim, Spori minn, þú verður að rata.« Spori sneri sjer við og hjelt á móti veðrinu, en svo var þá dimt af nótt og hríð, að Sigurður vissi naumast hvar þeir voru. Peir báru Fríðu til skiftis, og var það fullerfitt, þótt hvorki væri hún stór nje þung. Spori trítlaði á undan og ljetu þeir hann ráða ferðinni. Peir komust slysalaust heim, og höfðu þá verið fulla tvo tíma í burtu. Geirlaug tók við Fríðu, háttaði hatia ofan í rúm, og hjúkraði sem best hún gat; enda leið ekki á löngu áður en hún raknaði við. Hún var ekkert kalin og furðu hress, enda var tíminn svo stuttur. Jón .á Fremra-Gili var ekki heima þennan dag. Hann hafði brugðið sjer fram að Botni, fremsta bænum í dalnum. Hann kom ekki heim fyr en nokkru eftir að hríðin skall á. Hann spurði strax eftir Fríðu og þegar hann vissi að hún var ókominn, bað hann Pórunni um þurra vetlinga og eitthvað um hálsinn. »Pú ætlar þó ekki að fara að leita að henni? Heldur þú að þú finnir hana í náttmyrkri og stórhríð? Hún er auðvitað á Gili, henni hefir ekki verið slept þaðan,« sagði Pórunn. Henni leist ekki á að sleppa manni sínum aftur út i þetta veður. »Bara hún hafi ekki verið farin, áður en versnaði,* bætti hann við. »Jeg ætla að fara út að Gili og vita hvort hún er þar. Jeg gæti aldrei litið framan í nokkurn, ef jeg reyndi ekki að bjarga henni.« Þórunn rjetti honum þegjandi það, sem hann bað um, Hún vissi það tjáði ekki að letja hann. »Enviltuekki borða ofurlítið áður en þú ferð?« »Nei, jeg borðaði á Botni — jeg er ekki svangur.« Hann gekk þegjandi fram gólfið, en í dyr- unum sneri hann sjer við og kastaði kveðju á þá, er inni voru. Hann kom út að Gili rjett um háttatíma, góðri stundu eftir að þeir Sigurður komu heim með Fríðu. Jón varð mjég glaður, er hann heyrði að Fríða var fundin og óskemd að öllu leyti. Sigurður vildi að hann væri þar um nóttina. Veðrið væri ilt og ekki vert að leggja sig í

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.