Nýjar kvöldvökur - 01.03.1926, Qupperneq 13

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1926, Qupperneq 13
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 43 gulihamra eða bjóða mjer heim til sín, og ef surnir menn halda, að þeir geri mjer ein- hvern greiða með því að bjóða mjer 11 sín, þá vil jeg benda þeim sömu mönnum á það, að jeg ei ekki á sama máli, heldur álft þvert á móti, að jeg geri þeim greiða, ef jeg þigg boð þeirrra. Og þetta segi jeg ekki vegna sjálfrar mín — mjer kemur það ekkert við, en jeg segi það og held því fram til þess að halda uppi heiðri bókmentanna bæði frá sjónarmiði listarinnar og starfsins sjálfs. Ef einhverjir fleiri rithöfundar viidu taka sjer sömu afstöðu, þá mundum við smám saman geta hafið bókmenta- starfið á það stig, sem það stóð á í fyrri daga, þegar Scott og Byron voru uppi. Jeg vona, að ykkur finnist þetta ekki of drembilegt af mjer.« »Nei, þvert á móti. Mjer finst þjer hafa alveg rjett fyrir yður,« sagði Síbyl innilega. »Og ÍeS dáist að yður fyrir hugrekkið og sjálf- stæðið. Jeg veit, að sumt heldra fólkið er svo oflátungslegt, að jeg skammast mín fyrir að teljast til þess. En hvað okkur snertir, þá fullvissa jeg yður um, að þjer skuluð ekki iðr- ast þess, ef þjer sýnir okkur þann sóma, að gerast vinur okkar. Reynið þjer, góða mín, að láta yður geðjast að mjer, ef yður er það mögulegt.« Hún Iaut áfram og brosti yndislega, en Mavis horfði alvarlega á hana og dáðist að henni. >Dæmalaust .eruð þjer falleg,« sagði hún einlæglega. »En það segja auðvitað allir við yður, og samt sem áður get jeg ekki að mjer gert, að taka undir það með öllum hirium Faguit andlit er sama og faguit blóm í mínum augum — jeg verð að dást að því. Fegurðin er guðdómleg, og þó að jeg oft hafi sagt við sjálfa mig, að óbreyttar mannpskjur væru ávalt góðar manneskjur, þá get jeg samt ekki ai- mennilega trúað því. Náttúran verður eflaust að prýða góða sái n;eð fagurri ásjónu.« Síbyl brosti í fyrstu af ánægju yfir þessu hóli, sem einhver gáfaðasta konan sagði um hana, en nú roðnaði hún út undir eyru. »Ekki er það nú altaf, ungfrú Clare,« sagði hún og lokaði augunum. »Það er alveg eins hægt að hugsa sjer fagran djöful og fagran engil.« »Satt er það,« sagði Mavis og horfði hugs- andi á hana. Pví næst brosti hún góðgjarn- lega og sagði: »Pað er satt og rjett og jeg get ekki hugsað mjer ljótan djöful, því að djöflarnir eru ódauðlegir, að sagt er, og jeg er sannfærð um, að ódauðlegur Ijótleiki á sjer hvergi stað í alheiminum. Einskær ljótleiki finst aðeins meðal mannanna og ljótt andlit er slíkur galli á sköpunarverkinu, að vjer get- um aðeins huggað oss við þá hugsun, að hann sje ekki ódauðlegur, sem betur fer, og sálin, sem dyist bak við það, muni á sínum tíma iosast við þann vanskapnað og verða fríðari útlits. Já, frú Síbyl! Jeg skal koma til Wil- lowsmere. Jeg get ekki neitað mjer um, að horfa á fegurð yðar svo oft, sem mjer leyfist það.« »Yður er Ijett um að slá gullhamra,« sagði Síbyl um Ieið og hún stóð upp og lagði hand- legginn um Mavis með þessum flíruskap, sern henni er svo eiginlegur og virðist svo ein- iægnislegur, þó að oftast nær sje hann ekkert að marka. »Annars skal jeg játa það, að jeg vil heldur að konur slái mjer gullhamra en karlmenn. Karlmennirnir segja það sama við allar konur. Peir hafa vissan forða af fagur- mælum og geta vel sagt við einhverja hrokk- inskinnu, að hún sje gullfalleg, ef þeir sjá sjer einhvern hag í því. En konurnar eiga svo bágt með að kannasí við ytri eða innri kosti annara kvenna, að þegar þær segja einhver iofs- yrði um aðrar konur, þá eru þau þess verð, að þeim sje veitt eftirtekt. En má jeg fá að líta inn i vinnustofuna yðar?« Mavis játíi þvi fúslega og gímgum við svo öll inn í þann friðsæla helgidóm. Par bar mest á styttu Pallas Aþenu og þar voru hund- arnir Tricksy og Emperor. Emperor sat á aft- urfótunum og horfði út um gluggann, eti Tricksy sat álengdar og hermdi mjög skringi- lega eftir fjelaga sínum. Peir Ijetu báðir mjög vel að konu minni og mjer, en utn leið og 6*

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.