Nýjar kvöldvökur - 01.03.1926, Side 18
48
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
»Já, það er von að þu spyrjir: hvers vegna,«
svaraði hún háðslega. »Og fyrst að jeg er
nú svona gerð eins og jeg er, hvers vegna
þurfti jeg þá endilega að fæðast sem greifa-
dóttir? Hefði jeg verið einhver götustelpa,
þá hefði jeg verið á minni rjettu hiliu —
menn hefðu skrifað um mig skáldsögur og Ieik-
rit. Jeg hefði getað orðið söguhetja og feng-
ið alla góða menn til að gráta gleðitárum yíir
því, hvað jeg væri fús til að svala fýsnum
þeirra og örva þær. En nú er jeg greifadóttir
og gift miljónara með kurt og prýði og það
eru mistök náltúrunnar. Náttúrunni mistekst
stundum, Geoffrey, og þegar það kemur fyrir,
þá er venjulega ekki hægt að ráða neina bót
á því.«
Við vorum nú komin heim til okkar og
gekk jeg við hlið konu minnar, dapur í bragði.
»Sibyl!« sagði jeg að lokum. »Jeg var að
vona, að þið Mavis Clare munduð verða vin-
konur.«
»Jeg býst við, að við verðum það — um
stundarsakir að minsta kosti.« svaraði hún og
hló við. »En dúfan fer ógjarna á fund hrafns-
ins og lífemishætti Mavis Clare og rilstarfsemi
hennar leiðast mjer afskaplega. Auk þess er
hún, eins og jeg áður sagði, alt oí hyggin og
skarpsýn kona til þess að sjá mig ekki út í
hendingskasti. En jeg ætla að leika mitt hlut-
verk svo lengi sem jeg get. Hún getur auð-
vitað ekki tjónkað við mig stundinni lengur,
ef jeg sýni henni rembilæti og hlutverk mitt
verður miklu erfiðara en það — það að látast
vera heiðarleg kona.«
Hún hló aftur þennan kuldahlátur, svo að
hrollur fór um mig. Hún gekk hægt inn í
salinn um opnar glerhurðirnar, en jeg stóð
einn eftir úti í garðinum meðal rósa og trjá-
runna. Jeg fann, að þetta prýðisfagra Wdlows-
mere var alt í einu orðið ljótt og gersneytt
öllum sínum unaðsþokka. Nú var það ekki
orðið annað en diaugabæli — ofurselt hinum
alsigrandi og aldrotnandi anda djöfulsins.
XXVIII.
Pað er fátt, sem snertir mannlífið eins und-
arlega og óvæntir viðburðir, sem gera það að
engu á einum degi eða jafnvel á einni klukku-
stundu, sem áður dafnaði í kyrð og næði og
vaida óbætaniegu tjóni, þar sem öllu virtist
vera óhætt. Ressir viðburðir umturna eins og
jarðskjálfti, allri vanalegri rás hverdagslífsins,
gera vonir okkar að engu, sundurkremja hjörtu
okkar og breyta gleði okkar í örvæntingu.
Vanalega ber þá að höndum, þegar okkur virð-
ist líða sem best, án alls fyrirvara og með
hinum skyndilega ofsa hvirfilbylsins í eyðimörk-
inni. Reir lýsa sjer á þann hátt, að einhver
meðlimur þjóðfjelagsins, sem vanalega hefir
hreykt sjer hátt, litið smáum augum á aðra og
verið álitinn fyrirmynd að dygðum og mann-
kostum, lendir alt í einu í sorphaugnum. Við
sjáum líka dæmi þess í lífi konunga og ann-
ara stórmenna. Einn daginn leikur þeim alt í
lyndi og hinn daginn »falla þeir í ónáð«.
Gagngerðar breytingar verða með svo miklum
hraða, að ekki þarf að kippa sjer upp við það,
þó að það heyrist, að trúflokkar, sem virðast
vera í óvenju góðu gengi, klæðist í skyndi í
sekk og ösku og hrópí hástöfum: »Herra!
herra! Bú oss undir hina illu daga, sem nú
eru í vændum!« Meðalhóf stóísku spekinganna
var vissulega hyggilegt. Reir töldu það synd-
samlegt að gleðjast eða hryggjast, þeir reyndu
að gæta meðalhófs í sorg og gleði og þorðu
ekki að sleppa sjer í algleyming gleði og sorgar.
Mjer leið mjög illa hið innra með sjálfum
mjer, en hið ytra gladdist jeg við gæði þessa
lífs og allar þær allsnægtir, sem jeg gat veitt
mjer. Jeg fór að sætta mig við þessi verald-
argæði og reýndi að bæla niður áhyggjur mínar
með þeim og gera sem minst úr þeim. Mjer
hepnaðist þetta að því leyti, að jeg varð með
hverjum deginum æ meiri efnishyggjumaður
og svo sólginn í líkamlegar nautnir, góðan
mat, dýrindis vín og allskonar nautnir, að jeg
misti smám saman allan áhuga á andlegri starf-
semi. Auk þess vandist jeg næstum ósjálfrátt
á umburðarlyndi og afskiftaleysi um það, sem