Nýjar kvöldvökur - 01.03.1926, Qupperneq 19

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1926, Qupperneq 19
NJÝAR KVÖLDVÖKUR. 40 mjer var kunnugt um ólifnað konu niinnar. Raunar virti jeg hana minna en Hundiyrkinn virðir kvennabúrsdrósir sínar, en mjer var, eins og honum ánægja af því, að eiga fegurð hennar og Ijet mjer nægja þessa tilfinningu og þá dýrslegu ástríðu, sem henni fylgdi. Jeg ímynd- aði mjer, að ekkerí gæti höggvið skarð í auð- legð rnína, nema þá eitthvað voðalegt óhapp, sem snerti alt landið og þessvegna væri mjer engin þörf á að læra neitt nytsamlegt, en gæti bara »jetið, drukkið og verið glaður® e:ns og Salómon segir. Allur andlegur kjarkur minn var lamaður og mjer kom nú aldrei til hugar að grípa til pennans og reyna enn á ný að afla mjer frægðar og frama, Jeg eyddi deg- inum í að gefa þjónunum fyrirskipanir og kúga garðyrkjumennina og hestasveinana . og setti þá upp ógnarlegan velvildar- og um- burðarlyndissvip. Jeg vissi vel hvernig fram- koma mín álti að veia, því að það var ekki ófyrirsynju, að jeg hafði sett mig inn í lifnað- arháttu heldra fólksins. Jeg vissi að auðmann- inum finst bann aldrei vera betri eða göfugri, en þegar hann spyrst fyrir um, hvernig konu ökumannsins líði og sendir henni fáein pund handa reifastranganum. Sú hálofaða »hjarta- gæska og götuglyndi*, sem margir miljónarar sýna af sjer, er vanalega aðeins innifalin í þess háltar greiðasemi og þegar jeg var að ráfa um skemtigarðinn og mætti krakka dyravarðarins og gaf honum skildinga, þá fanst mjer alt að því, að jeg verðskuldaði hásæti í himnaríki við hlið hins Almátka — svo óx mjer góð- gerðasemi mín í augum. Sibyl tamdi sjer aldrei slíka góðgerðasemi og gerði ekkert fyrir fátæka nágranna okkar. Sóknarpresturinn var svo slysrnn að komast svo að orði einhvern daginn, »að raunar voru engin stórbágindi í sókn sinni — svo væri örlæti og umhyggju- semi ungftú Clare fyrir að þakka.« En upp frá þeim degi bauð Sibyl honum ekki framar liðsinni sitt. Hún kom endrum og sinnum að »Liljustöðum<r, og sat þar stundarkorn hjá hinni farsælu og iðjusömu húsmóður og endr- um og sinnum kom hin fagra skáldkona til miðdegisverðar hjá okkur eða fjekk te á gras- flötmni í forsælu trjánna, en jafnvel þó að jeg væri orðinn þessi dæmalausi sjálfbyrgingur, þá sá jeg samt, að Mavis var eitthvað utan við sig í þessum heimsóknum. Auðvitað var hún síglöð og kát, en samt sem áður tók jeg stundum eftir því, að það var eitthvað þvingað við hana og svipur hennar varð oft angistar- legur og undrandi, ef hún horfði til Iengdar á fegurð og tignarsvip konu minnar. En jeg gerði ekkert úr þessum smámunum. Allur hugur minn var við það, að njóta sem mest og best líkamlegs næðis og makræðis, án þess að kæra mig um eða hugsa útí það, hverjar afleiðingar þessi fádæma sjálfselska gæti haft í framtíðinni. Jeg komst að þeirri niðurstöðu, að besta ráðið til þess að halda matarlyst minni og heilbrigði væri það, að vera algerlega sam- viskulaus, hjartalaus og tilfinningalaus. Það væri ekki annað en tímaeyðsla og fyrirhöfn, sem færi alveg með meltinguna, að ráfa um og vera að veita fyrir sjer bágindum annara eða að gera nokkur góðverk í þessari veröld, og jeg sá, að engin miljónari, já, ekki einu sinni neinn sæmilega efnaður maður, vildi eiga það á hættu, að spilla meltingunni með því, að likna sjer yíir einlivern húsganginn. Jeg tók mjer til eftirbreytni þá menn, sem jeg hafði oftast sjeð í samkvæmislífinu, og bar sjerstaka umhyggju fyrir meltingu minni. Jeg var mjög vandlátur með það, hversu maturinn væri tii- búinn og reiddur fram, og sömuleiðis með það, hvernig kona mín væri búin yfir borðum, því að mjer þótti fremd í því, að hún væri svo prýðilega og ríkmannlega búin, sem framast var unt, enda duttu mjer aldrei þessi orð í hug: »Af þeim, sem mikið er gefið, verður mikils krafist,« — já, jeg get varla sagt, að jeg hefði nokkurn tíma heyrt þau. Nýja testamentið var sú bók, sem mjer var allra bóka ókunnust. Og meðan jeg þaggaði þannig niður rödd samviskunnar, þessa rödd, sem ávalt var að reyna að vekja mig til göfugra lífernis — á meðan söfnuðust óveðursskýin yfir höfði mjer, reiðubúin að steypa yfir mig ógæfuhríðinni 7

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.