Nýjar kvöldvökur - 01.03.1926, Síða 21
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
51
Við vorum alt af að óska þess, að Rímanez
kæmi og vonast eftir honum, en hann kom
nú ekki samt sem áður. Hann símaði til okk-
ar frá París og Ijet fylgja skeytinu svohljóðandi
brjef:
Kæri Tempest!
Pað er mjög svo alúðlegt af yður, að
vilja fá mig, yðar gamla vin, meðal gesla
þeirra, sem þjer hafið boðið til yðar ásamt
Hans konunglegu tign og jeg vona, að þjer
misvirðið það ekki við mig, að jeg kem ekki.
Jeg er orðinn dauðþreyítur á þessu konung-
borna fólki og jeg hefi umgengist svo margt
af því á lífsleiðinni, að mjer er farin að leið-
ast sú umgengni. Aðsfaða þess er nákvæm-
lega sú sama og hún alt af hefir verið, alt frá
dögum Salomons og fram á stjónarár Viktoríu
drotningar. En mennirnir þrá tilbreytingu
— eða það geri jeg að minsta kostí. Sá
eini einvaldsherra, sem mjer hefir nokkuð
þótt til koma, var Ríkharður Ijónshjarta.
Pað var eitthvað einkenniiegt og frumlegt
við hann og jeg býst við, að það hafi verið
fremur gaman að tala við hann. Karl mikli
var víst ekki heldur sem »al!ra verstur.*
En hinir! — Ojæja! Margt hefir verið skraf-
að og skráð um Elísabetu drotningu. Hún
var kona þrálynd, ósveigjanleg og blóðþyrst.
Frægastur maður á hennar tímum var Shake-
speare, en huga hans voru kouungar og
drotningar ekki annað en leikbrúður. Og
að þessu leyti líkist jeg honum en heldur
ekki að öðru. Pjer fáið nóg um að hugsa
að skemta þessum tignu gestum yðar, því
að jeg býst við, að sú skemlun sje ekki til,
sem þeir hafa ekki reynt og eru orðnir meira
og minna leiðir á og mjer þykir leitt, að
geta ekki bent yður á neitt nýtt. Hennar
náð, hertogafrú Rapidryder, þykir ósköp
gaman að láta fleygja sjer upp í háa loft og
hlunkast niður aftur á sterkan dúk, sem hald-
ið er af fjórum fílelfdum aðalsmönnum, á
kvöldin, áður en hún fer að hátta. — Hún
getur ekki rjett vel sýnt s'g á leikhúsi sök-
um tignar sinnar og er þá þetta einkar sak-
laust og vel til fallið ráð til að sýna á sjer
fæturna, en henni finst með rjettu, að þeir
sjeu alt of fallegir til þess að enginn fái að
sjá þá. Frú Bouncer, sem jeg sje af iistan-
um, að er ein meðal gesta yðar, hefir gam-
an af spilum. Jeg skyldi hjálpa henni til
þess, ef jeg væri í yðar sporum. Ef hún
getur unnið svo mikið í spilum á Willows-
mere, að hún gæti borgað skraddarareikning-
inn sinn, þá mun hún ávait minnast yðar
með þakklæti og verða yður gagnlegur vinur
eftirleiðis. Hin hávelborna ungfrú Fitz Gand-
er, alkunn af dygðum sínum, þráir mjög að
giftast Noddles lávarði. Ef þjer getið nú
.komið því til leiðar, að hún trúlofist áður
en móðir hennar kemur aftur frá Skotlandi,
þá gerið þjer henni stórgreiða og firrið sam-
kvæmislífið hneyksli. Til skemtunar karl-
mönnunum ráðlegg jeg dýraveiðar, spil og
ótakmarkaða tóbaksnautn. Pjer þurfið ekki
að hafa mikla fyrirhöfn fyrir prinsinum.
Hann skemtir sjer sjálfur með því að athuga
hjegómaskap og heimskupör fjelaga sinna.
Hann er skarpsýnn maður og hlýtur að læra
hitt og þeíta með því að athuga án afláts
menn og málefni og það ætti jafnvel að
gera hann hæfan til þess, að setjast í há-
sæti Englands. Jeg segi »jafnvel«, því að
nú sem sleodur er það veglegasta hásæti ver-
aldarinnar og verður það, þangað til stunda-
glasi heimsins verður snúið við. Prinsinn
skilur vel og hlær í huga sjer að uppátæki
Rapidryder hertogafrúr, að spilafíkn frú Boun-
cer og lepruskap ungfrú Fitz Gander. Hon-
um kemur það best af öllu, að ekki sje
smjaðrað fyrir honum, en að menn sjeu lát-
lausir, hreinskilnir og tilgerðarlausir í fram-
komu. Jeg ber mesta virðingu fyrir prinsin-
um af Wales allra þeirra konungborna manna,
sem nú eru uppi á þessum vesæla hnettiog
það er einmitt vegna þessarar virðingar, að
jeg vil ekki vera að troða hann um tær —
að minsta kosti ekki núna, en kem til Will-
owsmere, þegar þessari konungtegu heim-
sókn er lokið.
T