Nýjar kvöldvökur - 01.03.1926, Síða 22
52
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
Berið hinni fögru konu yðar, frú Sibyl,
mfna Iotningarfylstu kveðju, Með kærum
kveðjum:
Yðar, meðan þjer viljið
Lúcíó Rímanez.
Jeg hló að þessu brjefi og sýudi konu
minni það, en hun hló ekki að því. Hún las
það með svo mikilli athygli, að mig undraði
stórlega og var hún eitthvað raunaleg á svip-
inn, þegar hún braut það saman aftur.
»En hvað hann lítilsvirðir okkur öll!« sagði
hún. »Og háðið í þessu brjefi. Hefirðu ekki
tekið eftir því?«
»Hann hefir jafnan verið kaldhæðinn,« svar-
aði jeg »og jeg hefi aldrei búist við, að hann
breyttist neitt með það,«
»Hann virðist þekkja eitthvað til kvenfólks-
ins, sem hingað kemur,« sagði hún hugsandi.
»Það er eins og hann sjá gegnum holt og
hæðir og viti þess leyndustu hugsanir.«
Hún hleypti brúnum og virtist niðursokkin í
hugsanir sínar. En jeg hætti þessu samtali,
enda var jeg annars hugar og sinti ekki um
annað en- að undirbúa komu prinsins.
Og þar kom að, að konungsfólkið kom, eða
hinir mikilhæfustu menn þess, tóku þátt í öll-
um þeim skemtunum, sem þeim voru búnar
og fóru svo aftur um leið og þeir þökkuðu
fyrir viðtökurnar með vanalegum kurteisisorð-
um, en prinsins mintumst við jafnan hlýlega
eins og flestir aðrir. Allir gestirnir fóru burt
um sama leyti og hann, svo að við hjónin
urðum ein eftir og lagðist þá einhver þögn
og auðn yfir heimilið — eitthvað, sem virtist
vita á ilt. Sibyl sýndist finna jafnmikið til
þess og jeg, og sá jeg að þetta lagðist þungt
á hana, enda þótt við hefðum ekki orð á því
okkar á milli. Hún fór nú oftar en áður yfir
að »LiIjustöðum« og virtist mjer hún alt af
hressari í anda, þegar hún kom þaðan aftur.
Röddin var þýðari og augnatillitið blíðlegra.
Eitt kvöldið sagði hún:
»Jeg hefi verið að hugsa um það, Geffrey,
að ef til vill sje þó eitthvað gott til í lífinu,
ef jeg aðeins gæti fundið það og hagnýtt mjer
það. En þú ert síst af öllum fallinn til þess,
að leiðbeina mjer með það.«
Jeg sat í hægindastól úti við gluggann og
var að reylqa. Sneri jeg mjer nú að henni,
bæði hissa og gramur.
»Við hvað áttu, Síbyl? Rú veist þó líklega,
að það er mín rnesta ánægja að ætla þjer alt
gott, en mjer finnast ýmsar hugmyndir þínar
vera afskaplega andstyggilegar.«
»Nei, hæltu nú,« sagði hún með leiftrandi
augum. »Rjer finnast hugmyndir mínar and-
styggilegar, að þú segir? En hefur þú sem
eiginmaður minn, reynt nokkuð tii þess að
bæta þær? Hefir þú ekki sömu ástríðurnar sem
jeg? Og ert þú ekki jafnánauðugur þeim?
Hvað hefi jeg sjeö til þín dag eftir dag, sem
jeg ætti að taka mjer til eftirbreyíni? Pú ert
húsbóndi hjerna og þú drotnar yfir öllu með
þeim hroka, setn auðæfunum er samfara —
þú borðar, drekkur og sefur, og þú býður
kunningjum þínum til þín, bara til þess að
að geta miklast af öllu prjálinu og ríkilætinu.
Pú lest og reykir, ferð á dýraveiðar og skemti-
reiðar, og þar með er alt sagt. Þú ert ósköp
tilkomulaus maður. Ert þú kannske að grensl-
ast nokkuð eftir því, hvað að mjer gangi?
Reynir þú kannske með umburðarlyndi kær-
leikans að benda mjer á göfugra markmið en
það, sem fyrir mjer vakir, sjálfrátt eða ósjálf-
rátt? Reynir þú að vísa mjer, breyskri, geð-
ríkri villuráfandi konu, veginn til þess, sem
jeg held að sje Ijósið — Ijós trúarinnar og
vonarinnar — þess eina staðar, þar sem frið
er að finna.«
Hún huldi andlitið í sessunni og skalf af
ekka.
Jeg tók vindilinn úr munninum og starði
ráðþrota á hana. Þetta var hlýlt og blítt haust-
kvöld, eitthvað klukkutíma eftir miðdegismatinn.
Jeg hafði borðað og drukkið vel og var nú
hálfdrungalegur á eítir.
»Mjer finst þetta ógnar vitleysa í þjer, góða
mín,« sagði jeg. »Jeg held, að þú sjert móð-
ursjúk. —«