Nýjar kvöldvökur - 01.03.1926, Page 30
60
NÝJAR KVÖLDVÖKUR-
eins og þeir vildu sagt hafa: »Já, það erum
við svo sannarlega!« En vökuliðanum varð
svo bilt við, að hann hefði dottið útbyrðis,
hefði jeg ekki þrifið í lurginn á honum, því
að hann hafði staðið uppá slíðraborðinu. En
hann misti byssuna, og á hana rjeðust nú allar
mannæturnar, svo að sjórinn stóð í Ijósum loga.
Og ekki man jeg betur en að dregið væri eitt
sterlingspund og 16 shillingar af kaupinu hans
uppí byssuverðið. En hann sá af forlögum byss-
unnar, hver afdrif hans hefðu orðið, hefði hann
farið sömu leiðina, enda tilti hann sjer aldrei
uppá slíðraborðið framar. Og það fór líka
eins og mig grunaði, herra Simple. Quli-Jakob
Ijet ekki standa á sjer. Fyrst var matráðurinn
kallaður til reikningsskapar fyrir öll sín fjár-
dráltarbrögð, en við gerðum okkur litla rellu
útaf því, þó að landkrabbarnir nöguðu af hon-
um kjelþjótturnar, því að hann hafði »snuðað«
okkur of mikið til þess. Rá kom röðin að
tveim foringjaefnum, einmitt drengjum á yðar
aldri, Simple sæll; já, hann var ekki lengi að
stúta þeim, veslingunum. Svo dó undirstýri-
maðurinn og hver af öðrum, þangað til ekki
var eftir nema 50 af allri skipshöfninni. Og
loksins sló hann eign sinni á kapteininn og
þá var líka svo að sjá, að hann væri búinn
að fá fylli sína og hlífði okkur hinum. En
þegar kapteinninn var dauður, hurfu allir mann-
ætuháfarnir og sáum við þá aldrei síðan.«
Slíkar sögur sagði hann mjer og hinu for-
ingjaefninu, er með mjer var á vöku, og það
get jeg fullvissað lesendann um, að okkur var
ekki rólegt innanbrjósts á eftir. Með hverjum
deginum sem leið, færðumst við nær og nær
eyjunum og fanst okkur sem við værum jafn-
framt að færast nær og nær okkar eigin gröf.
Og einu sinni fór jeg að minnast á þennan
ótta minn við O’Brian. Hann hló að mjer
og fullvissaði mig um, að óttinn og hræðslan
yrði fleiri mönnum að bana en gallkaldan og
aðrar hitabeltissóttir. »Þú verður að gá að
því, að Svinburne gamli er gamall hrekkja-
limur, og dregur dár að þjer fyrir hræðsluna.
Fjandinn er líka sagður margfalt svartari en
hann í raun og veru er, og eins hygg jeg
að sje með Gula-Jakob.«
Við vorum nú komnir í námunda við Bir-
badoseyjuna; altaf hjelst sama veðurblíðan og
altaf var æsibyr. Flugfiskarnir ærðust uppí
stórhópum, er freigátan klauf bláar öldurnar
svo freyddí undan kinnungunum, og höfrung-
arnir eltu skipið þúsundum saman og Ijeku
sjer og byltu í sólglitrandi vatnsskorpunni, og
leit svo út stundum, sem þeir væru að renna
í köpp við hið hraðsiglda sk p.
Náttúran var öll svo yndisleg, að við hefðum
sjálfsagt allir verið kátir og hressir í anda, et
eigi hefði kapteinninn verið jafn sárþjáður og
hann var, og virtist fara dagversnandi, og í
öðru lagi. ef hræðslan við þetta pestarvíti, sem
við vorum á leið til yfir hina sólfögru vatns-
paradís, hefði eigi gert okkur þungbúna og
kvíðandi.
Falcon næstráðandi, sem auðvitað var nú
æðsta ráð á skipinu í forföllum kapteinsins,
var alvarlegur og áhyggjufullur, og umhyggja
hans fyrir því, að kapteininum liði svo vel,
sem kostur var á, var aðdáanleg. Engin var
nú meiri yfirsjón í hans augum en sú, að
vald óþarfa hávaða, er hugsanlegt var að
kynni á einhvern hátt að raska ró hins sjúka.
Er við áttum tæpa þriggja daga leið til Bar-
bados, þraut alt í einu leiðið, við láum logn-
dauðir og k?pteininum þyngdi mjög. Og nú
sáum við í fyrsta skifti hinn mikla ránvarg,
Atlantshafsháfinn hvíta. Rað eru til margar teg-
undir háfa, en ógurlegastur er þessi hvíti grunn-
háfur. Lengd hans er þó sjaldan yfir tólf fet,
en hann er þeim mun digrari. Ekki fengum
við leyfi til að veiða neinn, af vörgum þessum,
því að Falcon óttaðist, að það ylli of miklum há-
vaða. Brátt rann á góður byr og tveim dög-
urn síðar vorum við komnir svo nálægt eynni,
að settir voru verðir í stafn til að skygnast
um eftir landsýn.