Nýjar kvöldvökur - 15.06.1928, Side 12
74
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
sagt við hann í fyrsta sinn, þá held jeg, að
hann mundi krjúpa niður og biðja: »Fyrirgef
oss vorar skuldir, sem vjer höfum hlaðið á
oss á fullorðinsárunum«. Og á eftir yrðu
verk hans heilög. »í upphafi var orðið og
orðið var hjá guði og orðið var guð«. Að
boði þess kom lífið ham á jörðunni og það
er endurhljómur þess í fyrstu orðum barns-
ins. Orð — og það varð ljós. Hamingj-
an þróast í hjörtum mannanna.
15. júlí.
Hún situr hjá fánastönginni og rótar í
moldinni með ofurlítilli reku. Ljósu lokk-
arnir hennar hreyfast fyrir blænum.
20. júll.
Blessaður sje þessi garður. Hún hefir
fundið blóm og borið að vitum sínum,
Sólargeislarnir og hárlokkarnir renna sam-
an í gullna strengi.
4. ágúst.
í dag borðaði hún egg.
1. nóvember.
Konan mín kvarlaði um það yfir boiðum
í dag, að eggin væru orðin dýr. Jeg fór
að skellihlægja. Hún horfði undrandi á mig
og jeg flýtti mjer að verða aftur alvarlegur.
Jeg gat ekki einu sinni sagt henni, að jeg
hló af fögnuði yfir því, að geta aflað Elísu
litlu viðurværis með vinnu minni. Jeg veit,
að það er heimskulegt, en á því augnabliki
fanst mjer yndislegt, að eggin skyldu vera
dýr.
Jólanóttina 1897.
Elsku, litla Elísa mín! Jeg hefi lofað þjer
því að halda dagbókina, þar tii þú getur
sjálf tekið við. En síðan þú fórst að tala
og leika þjer, tala jeg og leik við þig frek-
ar en að skrifa. Og um hvað ætti jeg að
skrifa annað en það, að faðir þinn vissi
ekki hvað lífið var fyr en þú komst til hans.
14. maí 1898.
Afmælisdagurinn. Hún hefir eignast nýj-
an sumarkjól og brúðu, sem er alveg eins
klædd. En hvað hún var glöð yfir nýja
kjólnum og hún gætti þess vandlega, að
hann yrði ekki undir eins gamall, þ. e.
óhreinn. Jeg fyltist gleði, eins og hún, og
jeg er viss um, að það var nákvæmlega
sama gleði, að vísu ekki af sama toga
spunnin, en áreiðaniega sú sama. Pað var
eins og gleðin streymdi úr augum hennar
í mín og jeg naut þeirrar gleði næstum
líkamlega. Ekki skil jeg konurnar. Pað var
hugmynd konu minnar, að Elísa og brúðan
skyldu vera eins klæddar, og jeg skal viður-
kenna, að þá umhyggju hefði jeg aldrei get-
að átt, en þegar jeg leit til hennar, í þeirri
von, að við gætum öll mæst í sameiginlegri
gleði, þá fann jeg, að tilfinningar hennar
voru af öðru bergi brotnar. Pað var auð-
sætt, að fyrir henni var hvorttveggja brúðu-
kjólar. Parna stóð hún svo fullorðinsleg
hjá okkur og við urðum svo lítil og barna-
leg í gleði okkar — en áreiðanlega mikið
hamingjusamari en hún, sem var svo stór
og sjálfri sjer nóg.
25. júní.
Nei, konur skil jeg ekki. Pað gleður
konu mína, að Elísa vekur athygli og hrifn-
ingu. Mjer er illa við þann svip, þótt hann
sje að sjálfsögðu viðeigandi. Hvort sem
er á götunni eða í sporvagni, eru menn
ávalt að ávarpa hana og gefa henni sætindi.
Það er auðvitað rangt af mjer, en það
snertir mig óþægilega, að sjá móður hennar
hreint og beint þykjast af skjallinu og
áminna hana um, að hneigja sig kurteislega.
Mjer finst, að fólk geti látið hana í friði og
jeg sje, að hún hugsar það sama, þó
að hún svari spurningum þess kurteislega.
Auðvitað verður barnið að haga sjer vel
og hafa fallega framkomu, og jeg er móð-
ur hennar þakklátur fyrir, að hafa kent henni
það, en jeg get ekki þolað þessa sýningu
á barninu. Og hveinig líta svo þessir dá-
endur á hana? Jú, þeir skoða hana sem