Nýjar kvöldvökur - 15.06.1928, Page 17

Nýjar kvöldvökur - 15.06.1928, Page 17
NYJAR KVÖLDVÖKUR. 79 þess að það yrði uppvíst. Ef til vill hafa þær laumast inn, sem lítilfjörleg sníkjudýr og vaxið svo og dafnað á kostnað mann- anna. Nú drotna þær yfir jörðunni. Pær eru svo voldugar, að þær fara nú ekki í launkofa með áform sitt. Öll ungmenni jarðarinnar reka þær í blóðugt stríð og myrða þau þar. Jeg hygg, að ekki svo mikið sem tveir þeirra manna, sem hugsa nú ekki um annað en að ræna og rnyrða, vilji í raun og veru vinna öðrum mein. En óvættirnar drotna yfir þeim og þeir reka upp hróp. Aðeins ógæfan æpir hærra. En hvað verður um óvættirnar, þegar líkamirnir, sem þær hafa haft yfir að ráða, eru fallnir og engir eru til, sem hægt er að myrða? Veslast þær upp eins og býin, þegar þau hafa stungið, eða hreiðra þær sig í sálum uppvaxandi æskumanna og bíða þess, að þeir verði hæfir til illverkanna? 25. mars. Jeg er kominn á þá skoðun, að óvætt- irnar hafi tekið árið, sem hvarf mjer. Þær hafa ráðist á mig, er jeg var úrvinda af harmi. Pær hafa skotið hnífnum í hönd mjer og mundu hafa gert mig að morð- ingja, ef konan mín hefði ekki þrifið hníf- inn af mjer. Síðan hafa þær eyðilagt em- bættisskjölin til þess að steypa mjer í glöt- un. En langvarandi sjúkleiki hefir gert lík- ama mitin ónothæfan og þá yfirgáfu þeir hann. Pegar hann var aftur orðinn not- hæfur, hafði jeg opnað augun og sjeð þá. Jeg tileinka þeim ekki eitt einasta verk eða hugsun. í mjer eiga þær engin ítök. Jeg loka sál minni fyrir þeim. Og þær hata mig, en verða að láta mig í friði. 2. apríl. Ó, að mjer mætti auðnast að sjá einu sinni enn inn í mannsaugu! Elísa mín! Ertu enn á lífi eða ertu svifin burt frá hörm- ungum jarðlífsins? Lifir þú sjálf eða hafa vondu andarnir fundið þig og eytl sál þinni? Ó, því þarf jeg að ráfa hjer aleinn með þessa hræðilegu vitneskju, og geta þó eng- um orðið að liði? — Peir segja, að enn sje friður hjá okkur. En það er ekki rjett, því að óvættirnar drotna hjer einnig óáreitt- ar. Pað eru einkum rotnu óvættirnar, sem hafa tekið sjer bólstað meðal vor, og þess vegna eru hjer ekki enn blóðsúthellingar. 15. september. Drottinn, iát þú nú þjón þinn í friði fara, því að jeg hefi nú sjeð mannsaugu aftur? Jeg sá þau á matsöluhúsinu. Jeg sá þau undireins, er hann kom til mín og bað um leyfi til að líta í blöðin. Jeg starði svo lengi á hann, að hann tók að lokum eftir því. Svo kom hann aftur og spurði, hvort hann mætti teikna mig. Hann spurði alveg eins og skóladrengur, sem alt í einu kemur auga á annan dreng, sem honum geðjast vel að. Nú kem jeg alt af öðru hvoru heim til hans og horfi á hann og hlusta á tal hans. Hann segist einhvern tíma ætla að mála mig, en hafi ekki tök á því enn þá. Pað veit jeg vel, því að hann hefir enga eiið í sjer tií þess. Hann reikar bara og litast um og það, sem hann sjer, speglast í aug- um hans, án þess að hann hafi sjálfur áhrif þar á. Óvættirnar ræna hann engu, en hann tekur heldur ekkert fyrir sig. Sál hans hvílir í augunum og baðar í sólskininu. Enn þá veit hann ekki, hvað hann vill. Hann leikur sjer með líf sitt, Iitast um og málar það, sem hann sjer, af því að honum þykir gaman að mála. 1. desember. Ó, jeg vildi, að nú væri komið sumar og að við mættum sitja saman í Iitla garðin- um, sem einu sinni var okkar eign. En nú er hann seldur og ókunnugir fætur troða moldina þar. En það litla, sem jeg á, skal hann fá eftir minn dag, því að hann hefir verið eini Ijósgeislinn í myrkri einstæðni minnar — að vísu án þess að ætla það, en stjörnurnar lýsa okkur einnig, án þess að ætla það, og við erum þeim þó þakk- látir. Hver er jeg, að hann kæri sig um mig? Sál hans er eins og vorið, en jeg tilheyri vetrinum, hár mitt er hvítt, dagarnir skammir og eldurinn kulnaður. En augu hans minna mig á sumarsól lífsins — minna mig á átján yndisleg sumur. (Hjer er blaðið, sem læknirinn og lög- reglu-umsjónarmaðurinn höfðu fundið undir sænginni) 11. mars 1918. Jeg hefi skygnst inn í leyndardóma guðs og englar hans hafa rjett mjer balsam við öllum sárum mínum. Örlög mannanna eru

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.