Nýjar kvöldvökur - 15.06.1928, Síða 18

Nýjar kvöldvökur - 15.06.1928, Síða 18
80 NÝJAR KVÖLDVÓKUR ofin saman, til þess að fram geti komið það, sem við köllum persónuleika, og það er eina vopnið, sem hægt er að snúa gegn mætti hins illa. Hveit líf kemur fram í ákveðnum tilgangi, sem er fyrst og fremst vegna þess sjálfs og þar næst vegna ann- ara og hið síðara felst í hinu fyrra. Þegar jeg hafði sjeð teiknibókina hans með myndunum af henni, hjelt jeg að jeg myndi deyja og hnje niður á gólfið. En er jeg raknaði við aftur, ákvað jeg að íáða mig af dögum. Jeg fór niður að sjónum, því að jeg vildi ekki verða fundinn og grafinn. En er jeg stóð þar og hugleiddi það, að eftir nokkur augnablik yrði jeg ekki í tölu lifenda, þá varð mjer litið um öxl lil þess lífs, sem jeg yfirgaf nú með hryllingi. Og jeg hugsaði til þeirra, sem eftir lifðu, hugs- aði til þeirra með nýjum skilningi, sá þá í nýju Ijósi. Jeg varð gripinn af djúpri sorg og samúð með öllum, sem lifa. Og jeg sagði við sjálfan mig, að gæti jeg hjálpað einum einasta þeirra veslinga, sem stynja undir oki sínu, hjálpað þeim, þó að ekki væri nema að örlitlu leyti, þá skyldi jeg glaður bera byrði mína til enda. En í sama bili varð undursamlega bjart í kringum mig og enn meiri kyrð en í litla garðinum okkar, þegar Elísa hafði sofnað í miðjum leik. Pá sá jeg, að vondu andarnir höfðu ætlað að grípa tækifærið, er jeg var lamaður af sorg og gremju og steypa mjer í glötun. En jeg sá einnig orustu herskar- anna. Jeg sá stríð, sem var enn ógurlegra en það, sem þekkist hjer á jörðunni. Jeg sá herskara engla, sem börðust við óvætt- irnar fyrir frelsi heimsins. Jeg sá einnig til- gang lífs vors. Jeg ætla að gefa honum dagbók Elísu af því að hún hefir verið góð við hann. Jeg ætla að senda hana undir eins, því að jeg finn, að jeg er að veikjast. Pað var kalt niður við sjóinn og inflúensan er faiin að gera vart við sig. Ef jeg sofnaði fyrir fult og alt, þá fengi hann aldrei bókina, því að hann lítur ekki inn til mín, man Iíklega ekki eftir mjer. En blaðið með Ijótu línunum hefi jeg rifið úr. Jeg er orðinn veikur, en vona, að jeg komist með bókina á póst- húsið. Mintu nn'g á að senda arfleiðslu- skrána líka! Eitt einasta orð enn og svo enda jeg dagbók Elísu litlu, sem varð mín eigin dag- bók, mitt eigið líf. Elísa, barnið mitt, eilífa þökk! Þegar jeg dey, mun jeg líta þig í anda og sofna með bros á vörum, eins og þegar þú sofnaðir við brjóst móður þinnar. — Til er sú þögn, sem lítilfjörlegustu eigin- leikar mannanna fá ekki staðist. Sá, sem kennir á valdi hennar, er eins og kornið í þreskivjelinni — hismið þyrlast burt, aðeins hreinn kjarninn verður eftir. Pau tvö, sem litu upp frá dagbók Steen- sens gamla, horfðust í augu sem snöggv- ast, en litu svo undan og skygndust inn í síma eigin sál. Án þess að vita af, leituðu þau þar lausn- ar, leituðu hjálpar gegn einhverju, sem ógn- aði þeim, af því að það var óhjákvæmilegt og óþekt. Óljósar bænir stigu upp frá sál- um þeirra. Pær vilau standast raunina. En bænir þeirra voru orðlausar. Pögn, sem smám saman öðlaðist einkenni lifandi veru, tók hverja skammvinna hugsun og kastaði henni burtu sem fánýtri. Skov kendi sig æ smærri og lítilfjörlegri, eftir því sem þögnin varð þrungnari af lífi og að síðustu fanst honum hún vera lífið sjálft, sem krafðist þess, að mætast andliti til andlitis. Hann varð niðurlútur eins og barn, sem veit, að það á að svara til einhvers, sem það hefir vanrækt af skeytingarleysi — náms, starfs, góðsemi — og hvísiar nú með tárin í augunum: »Jeg get það ekki!« — Hann gekk mótþróalaust á vald þessu miskunn- arlausa lífi, sem kom með kröfu, er hann þekti ekkert til, en var þó fús til að leggja lífið í sölurnar fyrir. En það var því líkast sem þessi fúsleiki til að fórna lífinu gæfi honum líf — dýpri tilfinningar, sterkari vilja, vilja, sem var hans, þótt hann öðlaðist hann frá einhverju, sem var máttugra en hann sjálfur. En er þau að lokum litu upp og augu þeirra — augu mannanna — mættust, þá ias Elísa í augum hans alt, sem bærðist í sál hans, þótt orðin, sem hann mælti, hljóð- uðu öðruvísi en hugsanir hans, því að hann talaði eins og allir aðrir í orðum, sem voru bundin við hinn þrönga hring starfa hans og reynslu: »Elísa — jeg gat aldrei málað föður þinn — en jeg ætla að mála þig — þannig, að sá, sem þekti dagbókina þína, skuli finna, að þú ert dóttir hans. [Endir].

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.