Nýjar kvöldvökur - 15.06.1928, Page 25
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
-87
hennar færi að heyrast um gervalt húsið.
Kinnar hennar voru hvítar og hún nötraði
af ekka,
Hann reyndi að skýra málið fyrir henni,
að þetta væri eigi starf fyrir hana eða greif-
innuna, en hún hristi höfuðið og mælti:
»Við höfuni svarið þess dýran eið.«
Pví fleiri rök, sem hann bar fram máli
sínu til stuðnings, því þrárri varð hún, þar
til loks hann hætti við frekari tilraunir að
fá hana á mál sitt og fór burtu til að leita
að frú Fazello, en síðustu orð Lucreziu
bergmáluðu í eyrum hans:
»Ef við deyjum, verðum við grafnar; ef
við lifum, skulum við framselja þá í hend-
ur böðlinum.«
Huggunin og hjálparvonin frá frænku
Margheritu var heldur af skornum skamti.
»0, kæri drengurinn minn! Jeg er yður
sammála í öllu,« mælti gamla frúin. »En
hvað get jeg gert? Jeg veit betur en þjer,
hvaða árangur slíkt ber, en Margherita er
eins og stálið. Hún mundi fórna sjer sjálfri,
Lucreziu og jafnvel mjer, til þess að koma
fram heíndum fyrir Martel. Og Lucrezia er
eldbrjáluð, og þær gera eigi annað allan
daginn en bera ráð sín saman við Aliandro,
sem sjálfur er eigi langt frá að vera glæpa-
maður. Mín orð virða þau að vettugi og
fara með mig eins og þeim sýnist.« Hún
byrgði andlitið í höndum sjer og grjet hljóð-
lega. »Og við vorum öll svo gæfusöm yfir
Martel!«
»Hvað hygst hún fyrir?«
»Jeg veit það ekki. Jeg hefi þrábeðið
hana, að bera sorg sína fram fyrir guð.
Biskupinn, sem kom til þess að gifta hana,
er á mínu máli. Pað er klaustur eitt í
Palermo —«
»Nei, nei!« hrópaði Blake ákafur. »Ekki
það! Pað er ekkert líf fyrir hana. Hún má
ekkert gera fyr en sorgin hefir fyrnst.«
»Sorg hennar fyrnist aldrei. Pjer þekkið
hana ekki.«
Þegar hann sá, að gamla frúin gat ekk-
ert, sneri hann aftur við og gekk inn í garð-
inn og reyndi að nýju að fá ungu stúlkuna
til að hætta við áform sitt, en alt árangurs-
laust. Hann var mjög þungt hugsandi um
hag sinn um kvöldið, er hann kom til San
Sebastiano.
Pví meir sem hann hugsaði málið, því
Ijósara varð honum, að það var skylda hans
að vera kyr á Sikiley, þar til Margheritu
væri batnað. Martel hafði beðið hann fyrir
hana. Hann ætlaði að taka að sjer Ieitina
að morðingjunum fyrir hana, en láta hana
skipa fyrir. Hann ætlaði að gera sig nauð-
synlegan fyrir hana.
Eftir nokkurn tíma ætlaði hann svo að
telja hana á, að fara burt og leita sjer skemt-
unar, og þá mundi æska hennar gera það,
sem á vantaði.
Pegar hann fór út úr lestinni í San Se-
bastiano, kom stöðvarstjórinn á móti hon-
um með símskeyti. Áður en hann opnaði
það, vissi hann hvað í því var. Átti hann
þá aldrei að losast við þessi ömurlegu
skylduverk -- aldrei frjáls að því, að gera
eins og hjarta hans vildi?
Skeytið hljóðaði þannig:
»Komið fljótt!
Kenear.«
Hann virti skeytið alvarlega fyrir sjer
nokkra stund — gerði samanburð á skyld-
um sínum við Martel og skyldunum við
móðurina — en sú bið varð stutt. Hann
fór inn á stöðina og. sendi svar. Hann
reyndi alls eigi að kasta ryki í augu sjer.
Pað eitt, að Dr. Kenear hafði verið sóttur
til New Orleans, sannaði það betur en sjálft
skeytið, að ástand móður hans var verra en
hann hafði hugsað sjer. Hún var einmana
og kallaði hann nú heim. Pað var einungis
um eitt að ræða — heimför.
Hann staðnæmdist við herbúðirnar til
þess að skýra Neri óbersta þörfina á því,
að hann færi.
»Þjer þurfið eigi að vera hjer,« mælti her-