Nýjar kvöldvökur - 15.06.1928, Side 32
94
NYJAR KVÖLDVÖKUR
kennara eða heyrara. Átti hvor skðlinn um
sig að geta veitt viðiöku til náms 24 Iæri-
sveinum. Biskup átti að leggja piltum til gott
fæði, vaðmál til fatnaðar, rekkjuvoðir, Ijós og
helztu nauðsynjar. Fátækir piltar skyldu
og fá bækur og pappír eftir þörfum hjá
biskupi. Pað er bannað að láta pilta vinna,
vera í ferðalögum eða snúningum. Pá eina
skyldi taka í skóla, er bezt þóttu til fallnir,
að dómi biskups og skólameistara, og hjeti
því að stunda nám sitt með kostgæfni, lifa
guðrækilega og þjóna kirkjunni á síðan, þ.
e. gerast prestar. Skólameistaralaun voru 60
dalir á ári, er biskup átti að greiða í smjöri,
vaðmálum, fiski, peningum eða öðrum vör-
um, þeim er hann viidi, og gott fæði þar
að auki. Heyrari skyldi hafa 20 dali í laun
í sömu vörum og gott fæði. Um iengd
skólatímans er ekki talað, hefir líklega verið
ætlast til þess, að skólarnir stæðu bæði
sumar og vetur, en því var aldiei fylgt, og
lítur helzt út fyrir, að skólanum á Hólum
hafi fyrst lengi framan af verið stjórnað al-
veg eftir geðþótta biskups og skólameistara.
Skólarnir voru reknir á kostnað biskupa,
en piltar voru sjaldan eða aldrei.'svo marg-
ir á Hólum, sem reglugerð Hvítfelds gerði
ráð fyrir. Konungur lagði ekki grænan
eyri til skólans. Stóð fjárþröng skólanum
því fyrir þrifum. Skólameistari var mjög
háður biskupi, nokkurskonar þjónn hans,
og hefir því verið erfitt að njóta sín í því
embætti. Menn voru líka sjaldan lengi
skólameislarar, en þeir sátu jafnan fyrir
beztu brauðunum í biskupsdæminu. Skóla-
meistaraembættið var nokkurskonar vonar-
brjef fyrir góðu embætti handa ungum, efni-
legum mönnum. — Hólaskóli raknar úr rot-
inu eftir langan svefn haustið 1552, Ólafur
biskup Hjaltason fjekk danskan skólameist-
ara, sem hjet Hinrik Lafranzson, og kallaði
hann sig Laurentius. Kom hann út með
Ólafi biskupi, er tók við stólnum eftir Jón
Arason, myrtan og dæmdan landráðamann í
gröf sinni. Gegndi Laurentius embættinu
stuttan tíma. Annar skólameistarinn hjet
Marteinn, og er hans geiið 1569, en hann
hefir þá sjálfsagt dáið eða flutst burtu.
Póttist hann illa haldinn hjer. Guðbrandur
Porláksson var hinn þriðji í roðinni, en að-
eins eitt ár, en fór þá ufan til þess að taka
biskupsvígslu. Hafði hann áður verið skóla-
meistari í Skálholti. Var þá sendur hingað
danskur maður, Hans Gyldenbrun að nafni.
Var hann aðeins þrjú ár skdlameistari.
Næstur í röðinni er Sigurður Jónsson, áður
fyrir Skálholtsskóla. Hafði hann lengi stund-
að nám við Kaupmannahafnarháskóla og
síðan við háskólann í Rostock. Lærði hann
hebresku ýyrstur íslendinga. Hann var lær-
dómsmaður mikill, en harður og refsinga-
samur.
Helztu námsgreinar voru latína og guð-
frœði. Grískunám hófst ekki fyr en um
1600, ófullkomið þó. Skólatíminn var venju-
lega frá Mikaelsmessu á hausti til Kross-
messu á vori (3. Maímánaðar), og stundum
kom það fyrir, að piltar voru sendir heim
á útmánuðum, sakir matarskorts.
Samkvæmt kgl. opnu brjefi 29. Marts
1560, útgefnu í Árósum, gaf konungur
tíundar sínar af Eyjafjarðar og Skagafjarðar-
sýslum til skólahalds á Hólum. Jeg geri
ráð fyrir, að biskupi hafi þótt þetta lítt
höfðinglegt, því að þessi tíund konungs
og krúnunnar var biskupstíundin, sem var
fjórðungur allrar tíundar landsmanna, þeirra
er voru í skiftitíund. Var tíund þessi fram-
án af aðaltekjugrein biskupa, þangað til
biskupstólarnir eignuðust jarðir til muna.
Með brjefi 16. Apríl 1556 kveður konungur
svo á, að til sín skuii falla sá hluti tíundar,
sem biskupar hafi áður haft, þ. e. sviftir þá
biskupstíundinni, og svo rausnasí Friðrik
II. til þess að fá biskupi fyrst um sinn
tíund af þessum tveimur sýslum, til þess
að standa straum af kostnaði við skólann
á Hólum, Svona voru gjafir konunga í
þann tíma til biskupanna og skólanna.
(Framh.).