Nýjar kvöldvökur - 15.06.1928, Qupperneq 34
06
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
Áhrif Parísar á allan heiminn hafa verið feikileg,
meiri en nokkurrar annar borgar, bæði hvað Iistir,
tísku, skáldskap og stjórnmál snertir, og hefir peg-
ar kringuin 800 verið ein af miðstöðvum menning-
arinnar í heiminum. Hvað frönsk stjórnmál snertir
var París áður fyr eitt og alt, en nú er talsverð
breyting orðin þar á. Sveitahjeruðin og íbúar
þeirra hafa fengið meiri völd og áhrif. Forseti
lýðveldisins býr í Elysée-höllinni, fulitrúamálstofan
er í Palais Bourbon og öldungaráðið í Luxem-
bourg-höllinni.
ÝMISLEGT.
Þýðing spilanna.
Pað var i' gamla daga. Herinaður nokkur var í
kirkju. Meðan á guðspjónustu stóð, tók hann spil
upp úr vasa slnum og skoðaði þau nákvæmlega.
Liðþjálfi nokkur var Iika í kirkjunni. Hann sá
þetta og kærði það fyrir höfuðsinanni staðarins,
sem sagt var að hefði verið Friðrik rikiserfingi,
er seinna varð Friðrik konungur 7. Hann kallaði
hermanninn á sinn fund og tjáði honum, að hann
væri ákærður fyrir að hafa verið niðursokkinn í
spil i kirkjunni.
„Pú hefir spottað guð og söfnuðinn og þess
vegna verður þú að húðstrýkjast."
Hermaðurinn heilsaði að hermannasið og mælti
um leið:
„Yðar hátign! Jeg hefi aldrei á æfi minni lært
að Iesa, svo að jeg hefi ekki neitt gagn af bók-
um. Aftur á móti hefir móðir mín kent mjer, hvað
spilin þýða.“
„Útskýrðu þetta nánar,“ mælti rikiserfinginn.
„Það skal jeg gera, yðar hátign, ef þjer leysið
mig þá undan húðstrýkingunni."
Ríkiserfinginn hjet þvi.
„Pegar jeg horfi á 1 — ás — niinnir það mig
á, að til er aðeins einn guð og að hann hefir
skapað himin og jörð og alt, sem er á jörðunni.
Tvistur segir, að Jesús sje bæði guð og mað-
ur, en þristur að guð er þríeinn: faðir, sonur og
heilagur andi. Fjarkinn minnir á hina 4 guðspjalla-
menn: Maltheus, Markús, Lúkas og Jóhannes.
Fimmið þýðir hin 5 sár Jesú, en sexið, að það
eru 6 virkir dagar í vikunni. Sjöið minnir á hvíld-
ardaginn, en áttan, að aðeins 8 manneskjur frels-
uðust í syndaflóðinu. Nían þýðir, að þegar Jesús
læknaði hina tíu líkþráu, voru níu af þeim van-
þakklátir."
Þessu næst tók hermaðurinn laufag06ann, lagði
hann til hliðar og mælti: „Hann er óhæfur. Hinir
4 kóngar þýða Heródes, ásamt hinum þrem vitr-
ingum frá Austurlöndum, sem komu og tilbáðu
Jesú. Drotningarnar þýða Maríu mey og hinar
þrjár konur, sem fóru til grafar Jesú. Gosarnir 3
þýða hina 3 böðla, sem krossfestu Jesú. Pað eru
12 myndir í hverjum spilum, eins og mánuðurnir
í árinu. 52 eru spilin, eins og vikurnar í árinu.
365 dagar eru í ári, eins og spilin gilda að stokkn-
um meðtöldum. Laufið þýðir kross Jesú, spaðinn
gröf hans, tfgull hinar fjórar höfuðáttir. Hjartað
þýðir, að við eigum að sækja guðshús með gleði
og opna þar hjörtu vor. Petta er nú skýring min,
yðar hátign."
„Þú hefir ekki sagt mjer neitt um laufagosann.“
„Laufagosinn þýðir Júdas, sem sveik Jesú, eða
liðþjálfa þann, sem kærði mig.“
Ríkiserfinginn gaf hermanninum 2 spesíur (8
krónur) að verðlaunum fyrir þýðingu hans á spil-
unum, því að slíka skýringu hafði hann aldrei
heyrt fyr.