Nýjar kvöldvökur - 01.04.1959, Blaðsíða 13

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1959, Blaðsíða 13
N. Kv. BJÖRN í SYÐRA-GARÐSHORNI 51 Björn Jónsson. ast hefðu þeir hætt veiðiferðum um átján vikur af sumri eða nálægt ágústlokum. Þurfti þá helzt að vera fyrir hendi og tiltækt nægilegt hjargræði til næstu vordaga. Ær %oru mylkar til jóla eða nýárs og nægtir til af súru skyri. Sauðfé var vænt til frálags og kvíaær eins góðar til slátrunar og geld- sauðir í landléttum sveitum. Engin var stundaklukka og engar eldspýtur og gesi komur mjög fátíðar frá því seint að sumri til næsta vors. Voru það þá helzt selaróðra- menn, sem gengu á land á Hvanndölum og heimsóttu þessa afskekktu fjölskyldu og færðu smágjafir, svo sem kaffi og tóbak og víndropa; nefndi Björn sérstaklega til þess Jón Brandsson hónda á Yzta-Bæ í Hrísey. Mun slíkum gestum hafa verið vel tekið og soðið hangiket til mannfagnaðar og virkta. Þess er getið, að engar væru eldspýtur á Hvanndölum í þetta mrmd. Var sá skortur þæginda og öryggis raunar almennur. Eld- ur var geymdur í hlóðum, og var það kallað sð „fela eld“, á milli þess sem upp var tek- inn. Voru margar gamlar konur slyngar að varðveita eld lifandi með slíkum umbún- aði. Enda gat það valdið miklum vandræð- um og jafnvel lífshættu, ef eldur dó um há- vetur á afskekktum stöðum, þar sem illt var eða jafnvel ófært til næstu byggða. Það bar við eitt sinn, þegar Björn var á Hvanndöl- um, að eldur dó í geymslu Bjargar. Þetta var um vor í góðu veðri og orðin auð jörð. Björn var sendur eftir eldi í Héðinsfjörð. Gekk hann svonefndar Hvanndalaskriður. Er það talin sæmilega fær leið um þennan tíma árs. Björn fór að erindi og fékk eldinn, og bar hann í koppi eða lítilli kollu. En á leiðinni heim að Hvanndölum læsti eldurinn sig í tréð, og tók nú kollan að brenna í hönd- mn Björns. Reyndi hann þá að hafa sem skjótasta för og tókst með naumindum að komast heim, fyrr en til þess kæmi, að hann yrði að kasta öllu úr hendi sér vegna hita. Eg man vel, hvað Björn hló dátt, þegar hann sagði mér þessa sögu urn sig og eldinn. Það segir mér Jóhanna dóttir Björns í Syðra-Garðshorni og um langt skeið hús- freyja þar,komin nú á níræðisaldur*,greind og langminnug, að Björn væri fjögur ár á Hvanndölum hjá Sigurði og Björgu. Fluttist hann þá ásamt húsbændum sínum í Olafs- fjörð, og fermdur var Björn á Kvíabekk af séra Daníel, er seinna fór á Vestfirði og dó þar af slysförum. (Sjá Annál nítjándu ald- ar.) Fyrir því befi ég rök, að Björn væri þá upplýstur í kristnum fræðum og vel læs, en í bóklegum lærdómsefnum var það tvennt gert að fermingarskilyrði á þessum tímum. Eigi löngu síðar — má þó vera að skipt hafi * nú látin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.