Nýjar kvöldvökur - 01.04.1959, Blaðsíða 27

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1959, Blaðsíða 27
N. Kv. SKÖPUNARSAGA SLÉTTUFYLKJANNA í CANADA 65 dýpra og mynduðu djúpar lægðir, þar sem stöðuvötn mynduðust, þegar jökullinn þiðn- aði, þúsundum ára síðar. Þegar ísveggurinn náði sléttufylkjunum, ruddi hann undan sér fjallháum dyngjum af gróðurmold, sandi og möluðu bergi. Hann skóf upp ýms ný gróðurefni: leir, kalk, jarðolíu og sjávarleifar frá liðnum öldum. Öll þessi efni hnoðaði og hrærði jökull- inninn saman til undirbúnings hins frjóva jarðvegs framtíðarinnar. Öðru hvoru reið jökullinn yfir fjöll /af þessu samanhrúgaða efni, sem síðar urðu hálsar og hæðir. Fyrir hér um bil 1500 árum, þegar fram- veggur jökulsins var nokkur hundruð mílur fyrir sunnan landamæri Bandaríkjanna, nam hann staðar og byrjaði síðan að láta undan síga. Hann þiðnaði til baka þvert yfir Canada, en ísveggurinn lokaði fyrir af- íennsli út í Hudsonflóann, svo að hinn bráðnandi jökull myndaði vötn; ýms þess- ara vatna eru enn við lýði, en sum þornuð upp. Bezta gróðurmoldin er sú, sem hlaut ríf- legan skerf af linum leir, sem var botnleðja jökulvatnanna. Regina-sléttan, sem eitt sinn var vatns- botn um þúsund ára skeið, er nú bezta hveitiland um þær slóðir, og svo mætti nefna fleiri dæmi. Melford-gróðurbeltið var um skeið botn stærsta jökulvatns vesturlands- ins; það huldi Suður-Manitoba og var fimm sinnum stærra en Superior vatnið; leifar þess eru Winnipegvatn og Superiorvatnið. Nafn þessa mikla jökulvatns, var Agassiz- vatn. Ef litið er á heildarverðmæti Canada, þá er hin frjóva, brúna gróðurmold vafalaust dýrma?tasta auðlegðin, hún gefur í fram- leiðslu meira en tíu prósent af öUum af- urðaverðmætum landsins, sem samanstanda af olíu, kolum, málmtegundum, skógum og og fleiru. Furðuleg tilhögun lífsafla náttúrunnar er það, að slíkur auður skyldi skapast fyrir ægikraft jökulkvarnarinnar, sem engu lif- andi þyrmdi, mörgum öldum fyrr. Hvað geymir framtíðin í skauti sínu? Er í vændum ný innrás jökla og sæva? Fræði- menn telja, að nú sé niðurlag síðustu ísald- ar. Einn tíundi hluti jarðarinnar er enn þakinn jökli, sem byrjaði að bráðna fyrir tíu þúsund árum. Aðalleifar hans eru á Grænlandi og Suðurheimskautinu, þar sem áður var gróður. Þessi jökulflæmi munu ef til vill halda áfram að bráðna og leggja sinn drjúga skerf til hækkunar hafsins, þar til það verður á annað hundrað fetum dýpra en á yfirstand- andi tíma; ef svo verður, munu Lundúnir, New York, Vancouver og ef til vill Montre- al, verða sokknar í sjó, en Regina, Saskat- chewan, Edmonton og Calgary, sem mörg- um sinnum hafa verið huldar sjó, munu í þetta sinn vera óhultar. Framtíðin mun enn framkvæma miklar breytingar á vesturlandinu. Frá sjónarmiði sérfræðinga, virðast líkur benda til, að eft- ir 50000 ár, þegar núverandi útflákar eru bráðnaðir að fullu, muni sama sagan end- urtakast enn einu sinni og nýir jökulflákar myndast og þokast hægt og gætilega suður á bóginn, til að endurtaka áður framdan eyðileggingarkapítula gegn lífsgróðri lands- ins. Endurteknar jarðskjálftahræringar og sú uppgötvun að jarðlyfting nemur þremur fet- sé jarðfræðilega fast land. Mun hin þriggja mílna þykka botnhella (Framhald á blaðsíðu 71.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.