Nýjar kvöldvökur - 01.04.1959, Blaðsíða 18

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1959, Blaðsíða 18
56 MEÐ BENEDIKT SVEINSSYNI N. Kv. að nú sé fólk allt í fasta svefni. Sýslumaður verður ókvæða við, rís upp og dæsir: „Æ, æ, miklir bölvaðir beinasnar eru þetta. Gleyma koppnum. Ég verð að fara út, og þér verðið að koma með.“ Staulumst við svo út á hlað, höfðum þar skamma dvöl og héldum aftur til stofu. Er við komum til rekkjunnar, hikar sýslumað- ur og segir: „Við getum andskotann ekki farið svona upp í rúmið. Ég er allur blaut- ur og forugur um fæturna, og ekki eruð þér líklega betri.“ Ég kvaðst tandurhreinn, enda hefði ég sett upp skóna, er ég fór fram úr. „Settuð þér upp skóna, maður. Mikið lielv. . . . eruð þér ráðugur.“ Staulaðist karl svo upp í rúmið og ég á eftir og sváfum til morguns. Næsti áfangastaður var Hólssel á Fjöll- um. Fylgdi Friðrik bóndi okkur alla leið. Veður var bjart og færi gott árdegis, en þykknaði í lofti og gerði drífu, er á daginn leið. Sóttist þá gangan seinna, og gerðist sýslumanni órótt, þótti leiðin löng og hafði orð á, að eigi treysti hann meir en svo rat- vísi okkar. Skömmu síðar komum við á fjárslóð all- mikla. Hýrnaði þá karl í bragði og lcvað ein- sætt, að við værum á réttri leið, og myndi nú skammt til bæjar. En slóð þessi var eftir sauðina í Hólsseli, og var beit þeirra sótt langan veg. Er við höfðum rakið slóðann nokkra stund og sáum eigi enn til bæjar, nam sýslumaður staðar og mælti af þykkju: „Miklir andskotans asnar geta þetta verið, að þvæla fénu allan þennan óraveg.“ Ég kvað nær að lofa það en lasta. Við nytum brautarinnar í stað þess að þramma veglausan sandinn í þyngslafæri, enda óvíst um náttstað í rökkri og logndrífu, ef slóðin vísaði okkur eigi til bæjar, sem öruggt mætti leljast. Þætti mér allheimskulegt að mis- virða svo velgerðir óþekktra manna. Sýslu- maður varð þungur á svip, en mælti eftir stundarþögn: „Þér hafið rétt að mæla. En bölvaðir fantar eru þeir samt.“ Litlu síðar komum við að Hólsseli, átum bráðfeitt hangikjöt og áttum góða nótt. Daginn eftir héldum við til Grímsstaða. Hugði Benedikt gott til komunnar þangað, en það bar til þess, að hann var allra manna sólgnastur í draugasögur, enda hverjum manni myrkfælnari, sem áður er að vikið. Lék um þessar mundir orðrómur á, að reimt væri í sæluhúsi á Mývatnsöræfum, vestan Jökulsár, og átti sýslumaður von á, að Sölvi hóndi á Grímsstöðum, gegn maður og fróð- ur, kynni þaðan margar sögur og magnað- ar. Hreyfði Benedikt málinu fljótt, er inn var komið, en gekk bónleiðar til búðar. Sölvi bóndi tók lítið af og varðist allra frétta um afturgöngur og slæðing úr öðrum heimum, og höfðum við enga skemmtun af. Það har helzt til frásagnar á Grímsstöðum, að skömmu eftir að við höfðum lagzt til hvíldar, í einu rúmi sem áður, að ég sneri mér og kom þá með fætinum við sýslumann. Hann hrást illa við og mælti stundarhátt: „Æ, æ, mikill bölvaður fantur eruð þér. Þér meidduð mig.“ Ég hreyfði mig ekki og lézt sofa, en drykklanga stund á eftir taut- aði sýslumaður í sífellu: „Æ, æ, hann meiddi mig, víst meiddi hann mig. Æ, æ.“ A Grímsstöðum fengum við hesta og sleða. Reið ég, en sýslumaður sat á sleðan- um til Möðrudals. Þar vorum við dag um kyrrt og hvíldum okkur í bezta yfirlæti. Var sýslumaður skrafhreyfinn, og barst tal Stef- áns bónda og hans víða, en hvarflaði þó jafnan bráðlega að sama efni: leysing vista- bandsins, en það var þá efst á baugi þjóð- málanna og olli hörðum deilum um land
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.