Nýjar kvöldvökur - 01.04.1959, Blaðsíða 14

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1959, Blaðsíða 14
52 BJÖRN í SYÐRA-GARÐSHORNI N.Kv. fáeinum árum — hvarf Björn á brott úr Ól- afsfirði og flutti nú austur yfir Eyjafjörð og gerðist um það leyti vinnumaður í Greni- vík. Ber ekki heimildum saman, hver þá var bóndi í Grenivík, og skal það því ósagt látið. En dugandi bóndi mun það verið hafa og vel í efnum, og rak útgerð eins eða tveggja fiskibáta. Um þetta leyti var það sýnt orðið, að Björn yrði efnismaður. Hraustur til heilsu, gildur að karlmennsku, verkfús og áhugasamur og ráðdeildarmaður um fjár- hag, en þó fjarri nirfilslund. Á atgervi Björns og mannkosti mun því húsbóndi hans hafa litið og kunnað að meta og fól honum, þótt ungur væri, formennsku á báti sínum. I'yrir því hefi ég orð Björns sjálfs, að kaup hafði hann þar í Grenivík 75 kr. um árið, og þó það þyki ekki mikil upphæð nú, þá mun það hafa verið talið hátt árskaup í þá daga hér við Eyjafjörð. Bendir þetta til þess, að húsbóndi Björns hafi viljað njóta verknaðar hans sem lengst og tryggja sér þjónustu hans í lengstu lög, enda að öðru leyti svo mannlundaður að líta til verðleika. Kaup sitt mun Björn hafa lagt til hliðar, en fullnægt klæðaþörf sinni með hlunnindum þeim og aukatekjum, sem sjómenn höfðu um langt skeið samkvæmt gömlum viðtekn- um venjum. Átti Björn um þetta því hægara til sóknar, sem hann var sjálfur alla stund enginn eyðslumaður eða vanabundinn þræll þeirra nautna, sem löngum tæma sjóði manna og koma jafnvel á niðurlægjandi ör- bjargasnapir. í Grenivík kvæntist Björn og gekk að eiga Jóhönnu Þórarinsdóttur bónda á Finnastöð- um, Hallgrímssonar á Grýtuhakka Björns- sonar í Hléskógum, Hallgrímssonar Björns- sonar. — Kona Hallgríms á Grýtubakka (d. 28. apríl 1789) var Ingveldur Þórarins- dóttir á Grýtubakka Þorlákssonar. Brúð- kaup þeirra Björns og Jóhönnu er talið 2. okt. 1855. Þetta haust var afli fremur góður á Eyjafirði og gæftir sæmilegar. Björn var formaður á báti húsbónda síns og réri til fiskjar aðfaranótt brúðkaupsdagsins, lagði línu í sjó, en fór svo í land með morgninum. Bjóst því næst til kirkjugöngu, enda fóru nú að koma veizlugestir hvaðanæva. Piltar hans sóttu línuna og fluttu afla í land og veittu umsjá. Bar það saman, að þá er þeir höfðu lokið þessu verki og komu heim að Greni- vík, kom Björn frá kirkju með konu sína og fagnaði vel þessum vinum sínum og starfs- félögum og bauð velkomna. Varð þar í Grenivík mannfagnaður og veizla góð um kvöldið og nóttina. Jóhanna í Syðra-Garðshorni, dóttir Björns, segir, að faðir sinn hafi verið sjö ár vinnumaður í Grenivík, og ber það sam- an við það, er hann sagði mér sjálfur. Jóhanna hefir sagt mér, að móðir sín hafi verið komin að Grenivík þremur árum fyrr en faðir sinn, og hefir hún þá eftir því verið vinnukona þar um tíu ára bil. Það var al- gengt á þeim tímum, að góð hjú eirðu lengi í vist hjá góðum húsbændum, og varð sú dvöl oft notadrjúgur skóli og affaragóður í lífsbaráttu síðar á ævinni. Það held ég, að þau Björn og Jóhanna byrjuðu búskap á Mógili á Svalbarðsströnd, og dveldu þar um tvö ár. Þá fluttu þau bú- ferlum vestur yfir Eyjafjörð í Kræklinga- hlíð og munu hafa búið bæði á Einarsstöð- um og í Samtúni. Skortir mig kunnugleika til þess að geta greint það nánar. En eina sögu sagði Björn mér frá þessum árum, en ekki veit ég, hvort hann bjó þá á Einarsstöð- um eða í Samtúni; en það er víst, að annað- hvort var. Það var eitt haust, að Björn reri út að Sauðanesi á Ufsaströnd og var formaður á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.