Nýjar kvöldvökur - 01.04.1959, Blaðsíða 20

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1959, Blaðsíða 20
58 MEÐ BENEDIKT SVEINSSYNI N. Kv. spurnir af, að heiðinni hallaði jafnt niður í dalinn, og væri þar engra slíkra hnjúka von. Mundi ég alls ókunnur þar eystra og ekk- ert líklegra en ég leiddi hann afvega og í ógöngur. Ég hélt fast á mínu máli, enda ör- uggur um, að ég hafði á réttu að standa. Þæfðum við nokkra stund og hitnaði í báð- um. „Viljið þér veðja, Steingrímur?“ spurði sýslumaður. Eg kvaðst þess albúinn. „Hvað þorið þér að leggja undir?“ sagði karl og færðist all- ur í aukana. „Ég á að fá 20 krónur að fylgdarlaunum. Skal ég hætta þeirn og hafa annað hvort ekk- ert kaup eða tvöfalt.“ „Eg geng að því, og skulum við nú halda þegar af stað.“ „Nei, fyrst er að ganga betur frá veðmál- inu. Við höfum það skriflegt og rissum upp- drátt af fjöllunum, svo að kunnugir menn geti dæmt um, ef okkur ber á milli síðar.“ „Trúið þér mér ekki, mannskratti, eða hvað?“ „Nei, ég vil engin eftirkaup við yður eiga. Ég var viðstaddur í fyrra á Héðins- höfða, er þér veðjuðuð við Arna væna, vinnumann yðar, og vil ég hafa allt skrif- legt og tryggilega umbúið, enda bezt fyrir báða, því að auðveldlega gæti ég sagt yður ljúga, ef ég yrði undir í veðmálinu.“ „Eg vil ekkert við yður eiga og veðja engu,“ sagði sýslumaður og spratt á fætur. Eg renndi mér á skíðunum niður fjall- garðinn á svipstundu, en eigi treystist Bene- dikt til þess, hehlur kjagaði á tveimur jafn- fljótum niður brattann. Hafði ég legið góða stund í mjúkri mjöllinni og látið fara vel um mig, er sýslumann bar að. Varð honum þá þetta að orði: „Þér eruð dálaglegur fylgdarmaður. Handónýtur. Liggið hér og hvílið yður, en látið mig vaða helv. . . . ó- færðina.“ Ég kvað það þveröfugt. Það sýndi dugnað minn á ferðalagi, en aumingjum, sem ekki þyrðu að renna sér niður litla brekku, væri illa hent að leggja á fjallvegu á vetrardegi. Varð ekki sú ræða lengri. Héldum við áfram ferðinni og tókum nátt- stað í Sænautaseli, koti einu litlu á miðri Jökuldalsheiði. Var okkur tekið eftir föngum og leið vel að öðru en því, að flærnar voru all-áleitnar um nóttina. Hafði ég þegar engan frið, er ég kom í rúmið og tók það fangaráð, að ég varpaði af mér sænginni og hvíldi ofan á henni, og var það viðunandi. Litlu síðar tók sýslumaður að ókyrrast. Bylti hann sér á alla vegu og rumdi: „Æ, æ, mikill andskot- ans eldur er þetta. Getið þér sofið, Stein- grímur? Eða vinnur þetta ekkert á yður?“ Eg sagði sem var, að ég lægi ofan á sæng- inni og yrði flónna lítt var. „Ofan á sæng- inni! Það var þjóðráð. Aldrei bregðast yð- ur úrræðin. Þetta geri ég líka.“ Lágum við nú svo um hríð, en skjótt kom hrollur í sýslumann. „Ekki dugar þessi djöfull, að krókna inni í kotinu. Þá eru flærnar betri. Eigum við ekki að breiða ofan á okkur?“ Eg kvað nei við, og vafði svo sýslumaður inn sig sænginni og bjó einn að flónum, en ég hvíldi fram við stokk, sængurlaus og ílóafár, og þótti mitt hlutskipti sýnu betra. Næsta morgun lögðum við í síðasta á- fangann austur Jökuldalsheiði. Suðvestan- stormur var á, eins og títt er um þær slóðir, og kafaldsbyljir öðru hverju, en rofaði til á milli. Er við vorum skammt á leið komnir, veik sýslumaður að mér og mælti: „Eruð þér nú öruggir um að finna bæ í svona veðri?“ Ég kvað það lítinn vanda, því að glöggt sæi íil skíðaslóða, er við fylgdum, og lægi alla leið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.