Nýjar kvöldvökur - 01.04.1959, Blaðsíða 49

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1959, Blaðsíða 49
N.Kv. DALURINN OG ÞORPIÐ 87 með óþreyju. Þó að það væri hríð þegar þau vöknuðu, þá gat vel rofað til um há- degið, hirt um miðaftansleytið. Sólin var komin aftur. Kýrin bar. Kálfurinn var látinn lifa, rauðskjöldótt kvíga. Börnunum þótti hún falleg. Þau fengu nýmjólk lit á grautarspón- inn sinn kvölds og morgna, og það lifnaði yfir þeim eins og lömbum, sem hleypt er út á vordegi. Kýrin mjólkaði vel fyrstu vikurnar og það var hátíð í kotinu, en engin hátíð stend- ur lengi. Kýrin veiktist, varð lystarlaus og stúrin og mjólkin hrapaði úr henni. Um dýralækni var ekki að tala. Þeir voru betur í sveit settir, afdalirnir höfðu komizt af án þeirra til þessa. Finna reyndi öll möguleg húsráð. Hún baðaði júgur kýrinnar úr sterku grænsápu- vatni og hafði við það bakstra úr fjalla- grasate. Næst batt hún volgan sokk undir kverk hennar og las yfir henni bænir og bað fyrir henni, en allt kom fyrir ekki. Kýrin átti sitt skapadægur. Kannske var hún eilít- ið eldri en hreppstjórann minnti, eða hún hafði fóðrazt illa með lömbunum. Svo var það, að dag einn, þegar hlákan var húin að grynna ögn á sköflunum, glugginn orðinn þíður og bjart yfir heiðinni, að Steini lagði af stað með broddstaf í hendi. Hann ætlaði ofan í byggð að hitta menn að máli. Finna tók að sér gegningar á meðan. Steini var nokkra daga í burtu, og með- an hann var að heiman kom hóllinn undan snjónum. Golan var hlý. Börnin kunnu sér ekki læti. Nú komu hvítu skýin aftur og heiðríkjan varð vinalega blá. Vísur, sem týnzt höfðu í vetrarkuldanum, lærðust á ný. — Nú andar suðrið sæla vindum þíðum. — Þetta hafði áður verið sungið í gestastof- unni á Mörfelli. Maídís hin glóhærða sagði, að þetta væri afskaplega vel ort. Bráðum hlutu hundasúrurnar að spretta. Drengurinn ætlaði að éta svo um munaði af þeim. Steini skilaði sér heim á sínum tíma. I fjósinu var munaðarleysingi, sem baul- aði eftir mélsáldrinu sínu afar aumkunar- lega. Einnig var soðin handa honum taða. Finna var barni þessu svo notaleg sem hægt var að búast við af henni. En Steini lagði af stað í kaupstaðarferð með Blesa. Nú var flest gengið til þurrðar í kotinu. Spádómsvalan kom og í leitirnar. Hún hafði kúrt í veggjarholu bak við skafl, heil- an vetur, því að drengurinn hafði gleymt að bjarga henni í bæinn fyrir veturinn. Blökk var hún og margvís og spáði góðu vori. Einnig spáði hún að drengurinn fengi nýjar bækur, að næsti vetur verði ekki eins harður og þá verði maskína í baðstofunni. Sjáum til. Krakkarnir voru úti fram á kvöld, óðu pollana á túninu og lækinn. Um kvöld- ið voru þau barin. Enn byrjuðu vorannir fyrir bóndanum í kotinu. Hann malaði á túninu, reiddi út tað og mó, stóð kengboginn í mýrinni við að rista torf. Oft stóð hann ráðalaus frammi fyrir bók- hneigðum syni og hans áköfu nærgöngulu spurningum. Finnst þér það ekki vera eins og að rísa upp frá dauðum, pabbi, að lifa fyrst harð- indavetur og svo vor eins og þetta? Steini hafði aldrei risið upp frá dauðum. Þetta sumar var fært frá í Reykjaseli. Lömhin voru setin, fyrir austan fellið óx björk milli votra steina. Þar var líka foss. Börnin fóru með nesti með sér og voru all-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.