Nýjar kvöldvökur - 01.04.1959, Blaðsíða 36

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1959, Blaðsíða 36
74 MLURINN OG ÞORPIÐ N.Kv. landgæði til dala, en kotbóndinn spurði frétta úr lágsveitinni, alltaf jafn óðfús að frétta þaðan eitthvað nýtt. Þegar hreppstjórinn kvaddi og reið hnakkakertur úr hlaði, horfði dalabóndinn eftir honum með fjarlæga þrá í augum. Hann stóð lengi þar á hlaðinu með gamalt sigg í lófum og gigt í lendum, bundinn jörð- inni, stritinu og vananum gegnum þúsund ættliði. Hann hreyfði sig ekki. Um kvöldið fóru feðgarnir að smala. Síð- ur komu byggðamenn og smöluðu afrétt- ina. Fé var rúið í Reykjaseli, og það komu vökunætur með rauðum skýjum og döggvotu grasi. Drengurinn fékkst ekki til að hátta. Hann komst í vinfengi við byggðamennina og lærði af þeim vísur. Sumir gáfu honum aura. Þeir komu einn af öðrum og ráku fé sitt til fjalla, hvítar léttfættar geldkindur, lömb með særð eyru og blóðugan kraga um hálsinn, fullorðnar ær, sem þegar höfðu jarmað sig hásar. Þegar margt var um manninn, líkaði drengnum lífið. En er leitarmenn voru aft- ur á bak og burt, greip hann óyndi. Hann sagði systkinum sínurn, að hann væri á för- unr, skip sitt lægi ferðbúið. Þau trúðu hon- um ekki. Síðan byrjaði slátturinn. Þegar börnin vöknuðu einn morguninn, var faðir þeirra farinn að slá. Það var þriðjudagsmorgunn, ekki dugði að byrja á mánudegi, þá gat farið illa. Börnin hlust- uðu, jú, þetta var áreiðanlega brýnsluhljóð- ið. Faðir þeirra hafði dengt ljáinn sinn í bæjardyrunum kvöldið áður, og steðjinn lians var volgur fyrst á eftir. Þau þutu óð- ara á fætur. Drengirnir vildu líka fá orf og Ijá. Þetta var skemmtilegt fyrstu dagana, en svo fór það að verða hversdagslegt og þreyt- andi, eins og allir hlutir. Um kvöldið lá eldri drengurinn í slægj- unni og hugsaði. Nú féllu þau fyrir blik- andi ljánum, hin mjúkhærðu túnblóm, Jak- obsfífillinn og smárinn, guli fífillinn og sóleyjan, sem óx við lækinn. Þau dóu. Þann- ig sló líka skaparinn með dauðaljánum, svo að fólkið féll, til dæmis í stríði, eins og stendur einhvers staðar í sálmi. En um þann sálm má drengurinn ekki hugsa. Hann leit snöggt upp, og augu hans dökknuðu og hitnuðu. Þessi sálmur var sunginn, þegar einhver dó. Og nú var það Dýrfinna, sem kom út dag- inn eftir til að raka túnið. Hún var með strigasvuntu og bláa skýlu. Drengirnir áttu að hjálpa henni, en ljáin var blaut og þeir duttu með föngin, sem Finna saxaði handa •þeim, eða misstu helminginn af þeim á leið- inni. Hún saxaði svo stór föng. Síðar komu sólskinsdagar og heyið þornaði. Börnin rifj- uðu og rökuðu dreifar og voru þreytt að kvöldi, en á túninu stóðu stórir töðubólstr- ar. Bjössi fór síðastur heim. Hann sá skrælnaða sóley, fölnaðan fífil, biðukollu, sem fauk í kvöldblænum. Þetta var eftir af öllum blómunum. Hann varð að hvíla sig stundarkorn, settist og þreifaði á jörðinni með flöturn lófanum. Stráin stungu hann í lófann. Dagarnir liðu. Túnið spratt aftur, og fað- ir drengsins fór í kaupavinnu ofan að A. Finna átti að heyja ein, á meðan hann var að heiman. Hún sló ekki slöku við. Hún var að alla daga, sló í rigningu og rakaði, þeg- ar þurrt var. Stundum var hún í karlmanns- treyju til að verða síður holdvot. Hún fór ofan fyrir allar aldir og gerði bæjarverkin eða þvoði þvott, og oft sat hún við að bæta skó eða staga í sokka, eftir að börnin voru sofnuð. Oft sótti hún mó í poka og bar hann heim á bakinu. Það var snöggt í mýrinni,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.