Nýjar kvöldvökur - 01.04.1959, Blaðsíða 48

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1959, Blaðsíða 48
86 DALURINN OG ÞORPIÐ N.Kv. næturnar og hennar er ekki von aftur fyrr en með útmánaðaskiptunum. Söngfuglarnir eru ekki framar til. Hvað ertu með í lúku þinni. Lof mér að sjá? Sigga stóð á hlaðinu, stórir skaflar beggja megin við hana, eins og hún stæði í gjá. Faðir þeirra hafði mokað göng gegnum skaflinn. Sigga opnaði lófann með hálfum huga og sýndi bróðurnum. Sko. Það voru bara grjón, svolítill grjónahnefi, sem henni hafði tekizt að lmupla frá stjúpunni. Grá- tittlingarnir eru svo svangir, sagði telpan. Drengurinn þandi út brjóstið. Bara að ég ætti þúsund skemmur fullar af korni, þá skyldi enginn líða hungur. Hvað heldurðu að þetta segi í svona marga fugla, greyið mitt? Hann snerist á hæli og gekk inn. Beitin brást. Hreppstjóranum gat skjátl- azt eins og öðrum mönnum. Fénu var ekki sýnt út. Steini dirfðist ekki að opna fyrir lömb- um hreppstjórans um miðjan daginn, þó að veður birti í bili. Hann treysti því ekki að þau fyndu hinn angandi kvist undir fönn- inni, þrátt fyrir allar fullyrðingar um for- ystuhæfileika þeirra. Einhver hafði hitið úr þeim kjarkinn. Lömbin lögðu kollhúfur þegar hurðin var opnuð og mjallrokið lagði inn í króna til þeirra. Kannske fannst þeim tilbreyting í því að fara út að lindinni og drekka, þegar búið var að moka hana upp. Það voru til frægar sögur af forfeðrum þessara lamba, sem lifað höfðu á útigangi, krafsað í blind- hríð og hörkugaddi og fundið haglendið. Það voru nú skepnur, sem vert var að tala um. Það voru ekki bara manneskjurnar, sem úrkynjuðust. Skepnurnar hlýddu sömu lög- um. Steini unni fénu sínu og var natinn við að hirða það. Vonbrigðin voru löngu komin í bæinn og setzt um kyrrt. Börnin höfðu aldrei þekkt annan eins kulda. Eldurinn logaði í hlóðunum fjarri bað- stofunni. Það voru klakakúlur á eldhúsgólf- inu. Finna bar inn glóðarker oft á dag, glæður í potti og börnin réttu fram kalda fingur í áttina til ylsins. Stundum létu þau kandíssykurmola í glóðina. Þá kom góð lykt. Góði guð, láttu vorið koma og hlýna úti. Láttu okkur ekki líða svona illa. Þessu bættu •yngri systkinin við bænir sínar á kvöldin. Þau þorðu ekki að segja þetta upphátt, því að stjúpan sagði að þau ættu ekki að lcvarta, en vera ánægð með það, sem þau hefðu. Það ei ógeðslegt að vera alltaf að finna að öllu, sagði hún. Maður er víst ekki of góður til að líða eitthvað, og ég veit um þá, sem hafa étið skóbætur og komizt á þennan dag. Þeir eru ekki alltaf ánægðari, sem hafa allt til alls. Börnin létu sér ekki segjast, en báðu í laumi. Einnig þau áttu von. Von um hlýjari og betri daga, nýja eldstó við dyrnar á bað- stofunni, sem pabbi ætlaði að kaupa, mjólk og smjör þegar kýrin væri borin. An þessarar vonar hefði veturinn orðið næsta þungbær, kannske óbærilegur. Á Mör- felli var aldrei svona kalt. Loksins kom sólin. Hún leit angnablik yfir fjallið, rauð og lág og fannhvít hlíðin roðnaði við eins og ástaratlot sólskinsins kæmu henni mjög á óvart. Það var komið fram í marz er þetta skeði. Allir dimmustu mánuðirnir að haki og Bjössi búinn að fá þjóðsögurnar sínar aftur. Þessi sólskinsstund var börnunum ógleym- anleg. Þau biðu hverrar sólskinsstundar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.