Nýjar kvöldvökur - 01.04.1959, Blaðsíða 12
50
N. Kv.
Björn R. Árnason:
Björn Jónsson,
bóndi í Syðra-Garðshorni
Björn Jónsson bóndi frá Syðra-Garðs-
horni er fæddur á Botni í Þorgeirsfirði þann
20. nóvember 1831. Voru foreldrar hans
Jón Jónsson og María Sæmundédóttir bú-
andi hjón þar.
Jón á Botni er talinn fæddur 19. ágúst
1794 og dáinn 7. janúar 1837 (drukknaði).
Er svo að sjá, að brúðkaup þeirra Botns-
hjóna, Jóns og Maríu, væri 22. maí 1828.
Sambúð þeirra befur því eklci orðið löng.
Það er í frásögur fært, að Jón á Botni væri
harðfengur starfsmaður, sæmdarmaður í
hvívetna og vinsæll. Hefur og María kona
hans Sæmundsdóttir verið sögð hetja rnikil
að gerð og hrá eigi skapi, þó að mannraun-
ir og lífsharmur yrði hlutskipti hennar löng-
um.
Svo sagði Björn í Syðra-Garðshorni þeim,
er þetta ritar, að móðir sín og fleira heim-
ilisfólk á Botni sæi af bæjarhlaðinu slys-
farir Jóns, þar sem hann var staddur á báti
skammt frá landi við annan mann. Og fór-
ust þar báðir. María gekk í bæinn þögul, en
þó eigi hugstola eða svo harmi lostin, að
hún ekki gætti sjálfsstjórnar. Vann að mat-
seld og búverkum og fór með heimilisstjórn
jafnt sem áður, og að kveldi þess sama dags
rækti hún heimilisguðsþjónustu og las og
söng sjálf, án þess að brysti rödd hennar.
Má um það segja, að slíkri stillingu og þreki
fleytist yfir flest, og eru það meira en bjarg-
álnir og vesalar birgðir andlegra hæfileika.
Þá er það enn um Maríu sagt, að hún væri
kona verkhög, veitul og góðgjörn og um
flest merk, og fullvíst er, að ekki varð henni
laust í hendi sæmd og gott mannorð til ævi-
loka. Það held ég víst, að María Sæmunds-
dóttir héldi við hú um nokkur ár eftir and-
lát manns síns, hafði hún og fyrir nokkrum
börnum að sjá. Brestur mig nægilega þekk-
ingu og sannsögulegt öryggi til þess að
greina það riánar. En það sagði mér Björn
sjálfur, að tíu ára gamall færi hann frá móð-
ur sinni og þá að Hvanndölum, sem þá var
byggt býli á milli Olafsfjarðar og Héðins-
fjarðar. A Hvanndölum bjuggu þá Sigurð-
ur sagður Sigurðsson og Björg, ógiftar per-
sónur. Segja þeir, sem hezt vita, að Björg
r r
væri móðir Arna Arnasonar bónda og lækn-
is á Hamri í Svarfaðardal og talin góð kona.
Það sagði Björn mér sjálfur, að á Hvann-
dölum liði sér vel hjá þeim Sigurði og
Björgu, og reyndust honum sem foreldrar.
Engin var þá kýr á Hvanndölum, en 30 ær
á búi og einn hestur.
Um vor og hásumar reru þeir til fiskjar
á hyttu Sigurður hóndi og sveinninn Björn
og öfluðu oft vel, enda oft stutt að sækja,
þegar fiskur er genginn á innmið. Þegar
hallar sumri og haustar að, verður brimuð
strönd og því hættulegar sjófarir litlu fari
og lítt mönnuðu. Sagði Björn mér, að oft-