Nýjar kvöldvökur - 01.04.1959, Blaðsíða 43

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1959, Blaðsíða 43
N. Kv. DALURINN OG ÞORPIÐ 81 barnanna, ef þau komu köld inn til hennar og færði þau orðalaust úr bleytunni. Mikið gátu sumar manneskjur verið ólík- ar, hugsaði drengurinn. Heima lá við að ónot fylgdu hverjum sopa, sem hann lét of- an í sig. Svo kom sunnudagsmorgunninn, og hann borðaði við búrbekkinn á Á í síðasta sinn. Hann þakkaði feimnislega fyrir sig, rétti Björk hendina, en hvorugt leit á annað. Líði þér vel, sagði hann. Gömlu konuna kvaddi hann út á hlaði, hún laumaði að honum kringlu og stórum kandíssykurmola. Hann kyssti hana ekki, en leit á hana þakklátlega, hún var falleg, þrátt fyrir allar hrukkurnar. — — Þetta er ekk- ert, rnaður á ekki neitt til neins, sagði hún. Farnist þér vel, blessaður auminginn. Alveg eins og í draumnum. Þeir töluðu fátt á leiðinni, feðgarnir. Faðirinn var þreyttur, og drengurinn var að hugsa um hið liðna. Þegar þeir nálguðust bæinn heima, fann drengurinn til gleðikenndar þrátt fyrir allt. Þetta var þó bærinn hans, veggurinn með spádómsvölunni. Blesi að kroppa í mónum, kindur á túninu. Allt heilsaði þetta á sinn hátt. Það rauk r'ir strompinum og Sigga kom fram á hlaðið á rnóti þeim, nýþvegin, með þrjár fléttur, eina í hnakkanum og tvær uppi á höfðinu, bundnar saman með grænum bandspotta. Hann langaði allt í einu til að taka fast í þessa fléttu í hnakkanum á Siggu, sem stóð svo skrítilega út í loftið, þykk eins og reiptaglsspotti. Hann veit, hvað Sigga kippist til, þó hann aðeins komi við hálsinn á henni og hafi ekkert illt í huga. Hann hefur stundum hugsað hlýtt til systkina sinna þessa viku, sem hann var á Á, en nú á slíkt ekki lengur við. Sæli nú, sagði hann við systur sína. Þeir gengu í bæinn. Finna sat á rúmi sínu og staglaði í flíkur. Hún endurgalt ekki meir en svo koss bónda síns og vildi endi- lega fá drenginn hýddan. Af því varð þó ekki og þeir feðgar fengu litlu síðar upp- hitað kaffi og lummur. Það þótti drengn- um góð kaup. Eg bakaði nú þessar klessur í morgun, úr síðustu hveitilúkunni, sem til var, og feit- metisögnin endist varla lengi úr þessu, sagði hún. Það voru engin gleðitíðindi. Um kvöldið lá bóndinn uppi í rúmi og hvíldi lúin bein, en systkinin sátu öll sunn- an í bæjarhólnum. Þar var síðsprottinn fíf- ill og sóley neðar í brekkunni, blóm hausts- ins. Drengurinn sagði: Nú hefi ég komizt í kynni við fleiri óvætti, til dæmis bergris- ann. Það er nú karl í krapinu. Hann ætlar að hjálpa mér til að bora göng í gegnum fjallið. Hérna í gegnum fjallið? spurðu þau bæði í einu og augun stóðu í höfðinu á þeim af undrun og ótta. Hann fyrirleit slíkt augnaráð. Já,.rétt hér ofan við bæinn eiga göngin að vera, og svo þegar járnbrautin bergris- ans kemur að sunnan, brunar hún þvert yfir bæinn og kremur hann sundur eins og randa- flugu. Guð! sagði Sigga lágt. Hvar á bergrisinn heima? dirfðist Valdi að spyrja. Hvað ætli þig varði urn það. Þú myndir detta niður dauður, þó þú sæir ekki nema inn í annað augað á honum, sagði drengur- inn. Þér snjóaði þó í hreysið, þó slæmt sé. Það er lakur skúti, sem ekki er betri en úti, sagði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.