Nýjar kvöldvökur - 01.04.1959, Blaðsíða 25
N. Kv.
SKÖPUNARSAGA SLÉTTUFYLKJANNA í CANADA
63
Pálmatré komu nú aftur í Saskatchewan.
Enn voru skilyrði til kolamyndunar og þau,
sem nú eru tekin úr jörðu, tilheyra þessu
tímabili.
Neðanjarðarumbrot hófust að nýju og
annar ættliður Klettafjallanna byrjaði að
rísa, hægt og gætilega, ung, há og tindótt,
söniu tignarlegu, veðurbitnu og vatnsslíp-
uðu fjöllin, er við sjáum í dag. Á sama tíma
og af sömu rökum mynduðust Cypress Hills,
Sweet Grass Mountains og Bearpaw Hills.
Veðurfar landsins var þurrt og svalt, hita-
beltisgróðurinn dó út, en ný gróðurtegund
kom í þess stað og hæfði betur hinum þurra
jarðvegi -— grasið.
Þróun og' útbreiðsla þessarar nýju teg-
undar fyrir 15 milljónum ára, hefir verið
einn af merkustu athurðum sögunnar.
Grasfjölskyldan er foreldri allra kornteg-
unda til uppeldis manna og dýra. Það út-
breiddist til ýmissa landa heimsins, þar sem
gróðurskilyrði voru hagstæð. Eitt hið fyrsta
grashérað var í skjóli Klettafjallanna á slétt-
unum miklu.
Landslag á þessum slóðum hefir verið í
aðaldráttum mjög líkt því sem nú er. Dýr,
svo sem villtir hestar, úlfaldar, nashyrning-
ar og fílar, sem við teljum tilheyra Asíu og
Afríku, áttu uppruna sinn í Ameríku.
Athyglisverðasta og merkilegasta dýrið
var hesturinn. Hundruð af beinagrindum
sýna, hvernig hann myndbreyttist srnárn
saman úr lítilli skepnu með fjórum tám í
hið glæsilega og stóra dýr, sem við nú nefn-
um hest. Hin steinrunnu form sýna ljóslega,
hvernig hann hefir breytt sköpulagi, eftir
því sem skilyrði náttúrunnar kröfðust, sér-
staklega frá hinum votu og vörmu flóalönd-
um, til grassléttanna, sem hann er nú sam-
gróinn. Saga hestsins er svo samfelld heild,
að þar vantar engan „hlekk“. Mest af ferli
hans fer frarn í Alberta og Saskatchewan.
Mikið af leifum hans hefir fundizt í klett-
um í Cypress Hills.
Fyrsti ættfaðir hestsins var Eohippus og
líkari hundi en hesti; hann rásaði um slétt-
urnar 50 milljón árum eftir endalok dino-
saursins. I jarðlögum 20 milljón árum síð-
ar finnast engar leifar af þessum hesti, en
annar kominn í staðinn og nefndur á máli
vísindamanna Mesohippus. Hann var á
stærð við sauðkind og svipaður hesti í
sköpulagi, hann hafði fjórar tær á hverjum
fæti og miðtáin miklu stærst með harðri
skel. Þegar tímar liðu, hvarf hann af sjónar-
sviðinu og í hans stað kom Protohippus.
Hann var á stærð við lítinn hest. Jarðvegur-
inn var farinn að þéttast, svo hesturinn
þurfti ekki eins breiðan fót og fyrr. Það,
sem hesturinn þarfnaðist rnest var flýtir til
þess að geta forðast óvini sem gnægð var af,
en fáir felustaðir til bjargar; til þess að
bæta úr þessu hafði framtáin vaxið fram í
hvassan hóf, en hinar aðrar tær horfið, að-
eins óljósar leifar undir húðinni merkjan-
legar.
Protohippus hvarf frá skóglandi og lifði
á grasi, er gjörði tennur hans breiðar og
sterklegar og uxu stöðugt og mátulega til að
jafnast á við slit.
Nútímahesturinn Equus, hóf göngu sína
íyrir 5 milljónum ára, en á síðustu einni
milljón ára, hafa í það minnsta tíu mis-
munandi tegundir þeirra átt heirna á vest-
rænni jörð.
Einhvern tíma á þessu tímabili, lyftist
landið lítið eitt, en nóg til þess að landbrú
myndaðist milli Alaska og Síberíu; fór þá
nokkuð af hestastofni Canada yfirum. En
af ókunnri ástæðu féllu allir hestar Ame-
ríku á þessu tímabili; líklegast þykir, að
munn- eða hófsjúkdómar hafi valdið. Til