Nýjar kvöldvökur - 01.04.1959, Blaðsíða 17

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1959, Blaðsíða 17
N. Kv. 55 % ferð með Benerfikt jSveiifssgni sýslumnnni Síðla kvölds á öndverðum þorra 1894 var kvatt dyra á Fjöllum í Kelduhverfi. Komumaður var Benedikt Sveinsson, sýslu- maður Þingeyinga, er þá sat á Héðinshöfða. Var för hans heitið austur á Seyðisfjörð, en hann skipaður setudómari þar í meiðyrða- máli milli Skafta Jósefssonar, ritstjóra, og Einars Thorlaciusar, sýslumanns í Múla- sýslum. Var Benedikt þá 67 ára að aldri og hugðist ganga austur Hólsfjöll til Jökul- dals, en fá þaðan fylgd á hestum til Seyðis- fjarðar. Falaði hann fylgdarmann á Fjöll- um austur að Skjöldólfsstöðum, en lagt hafði hann af stað að heiman einn síns liðs og án þess að eiga nokkra leiðsögu vísa. Eg var þá vinnumaður á Fjöllum að hálfu, en sjálfs mín hinn'hlutann, 36 ára að aldri, léttur í spori og þóttist fær í flestan garSshorni (nú Laugahlíð). Bjuggu lengi í Syðra-Garðs- horni. 3. Guðrún Lovísa, átti Þórð Kristinn Jónsson. Bjuggu lengi á Steindyrum og síðast á Skáldalæk. 4. Svanhildur, átti Jón Soffóníasson. Bjuggu lengst af í Neðra-Ási í Hjaltadal. 5. Sigfús, átti Soffíu Soffóníasdóttur. Bjuggu í Brekku. 6. Björn, átti Guðbjörgu Guðmundsdóttur. Dvöldu á ýmsum stöðum í Svarfaðardal. Bjuggu síðar á Hrapp- stöðum í Itjaltadal og Unastöðum í Kolbeinsdal. 7. Sigríður, átti Frímann Jakobsson, trésmið á Akur- eyri. Hún ein þessara barna er enn á lífi (f. 1874). 011 voru börn þeirra Björns og Jóhönnu lieiðvirð og atorku- söm í fremstu röð. sjó. Keyptum við svo, að ég gerðist fylgdar- maður hans, og skyldi kaup mitt 20 krónur í peningum. „Ratið þér nú þetta?“ spurði sýslumaður og hvessti á mig augun. „Ekki mun ég vill- ast í björtu,“ svaraði ég, og var eigi meira um það rætt. Morguninn eftir lögðum við af stað, báð- ir gangandi. Hafði sýslumaður skíði með- ferðis, en ég ekki. Hvorki var skíðafæri í Hverfinu né Benedikt vanur slíkum far- kosti, og varð ég að bera skíðin og aðrar pjönkur okkar, er að vísu voru eigi miklar. Bar nú eigi til tíðinda, og tókum við nátt- stað um kvöldið að Asi í Kelduhverfi. Var okkur þar vel tekið, enda bjó þar kunningi sýslumanns, Erlendur Gottskálksson, sýslu- nefndarmaður, fróður karl, ræðinn og skemmtilegur. Um kvöldið krafðist sýslu- maður þess, að ég svæfi hjá sér og hvíldi fyrir framan sig, því að eigi festi hann blund einn í rúmi, sökum myrkfælni. Næsta dag héldum við að Svínadal, íremsta bæ í Kelduhverfi vestan Jökulsár. Atti þar bú Friðrik, sonur Erlends í Ási. Sváftun við saman sem fyrr fram í stofu. Er skammt var liðið nætur, vaknar sýslu- maður, rymur þungan, ýtir við mér og seg- ir mér að seilast eftir næturgagninu. Eg geri .-em fyrir mig var lagt, en kom tómhentur úr leitinni. Segi ég sem var, að vant sé nætur- gagnsins, og verði ekki bót á því ráðin, því
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.