Nýjar kvöldvökur - 01.04.1959, Blaðsíða 19

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1959, Blaðsíða 19
N. Kv. MEÐ BENEDIKT SVEINSSYNI 57 allt. Snerust bændur flestir öndverðir og löldu, að til fullrar upplausnar myndi draga, er sveitirnar eyddust að lijúum, en Jausingjar og landshornamenn færu um hér- uð í flpkkum eins og engispretturnar um Egijjtaland forðum daga. Vinnufólk og fá- tæklingar fagnaði hins vegar frelsinu og hugði gott til meira sjálfstæðis og víðara olnbogarúms í baráttunni um Inau ð og betri kj ör. Oft hafði vistabandið borið á góma með okkur sýslumanni. Var ég svarinn fjandi þess, og tók Benedikt jafnan í sama streng, er við vorum tveir einir, og var engu miður skeleggur. Hafði hann stór orð um, að það væri þrælalög, er hæft gæti blökku- mönnum og öðrum ruslaralýð suður við Miðjarðarliaf, en eigi frjálsbornum Islend- ingum. En mjög þótti mér annað hljóð í strokknum á kvöldin, er sýslumaður sat að sumbli með gestgjöfum sínum. Dró hann þá jafnan taum bænda og kvað afnám lijúalag- r anna hslbera óhæfu. Eg var ör í skapi og eigi vanur að láta hlut minn eða sannfær- ingu kyrra liggja, en hafði þó stillt mig til þessa. I Möðrudal þraut mig þolinmæðina. Blandaði ég mér í viðræðurnar, og skarst brátt hvasst í odda með okkur. Var sýslu- maður harðorður, en ég svaraði fullum hálsi, minnti hann á ummæli hans við mig um þrælalögin og kvað lítinn manndóm gömlum stjórnmálamanni og liáttsettu yfir- valdi að tala jafnan eins og liver vildi, en hafa sannfæringu sína og góðan málstað að engu. Varð sýslumaður fár við og beindi talinu í aðra átt. En daginn eftir, er við höfðum farið skammt frá garði í Möðrudal, veilc hann að mér og sagði af þjósti: „Mikill andskotans fantur getið þér verið, að slengja íraman í mig í annarra áheyrn því, sem ég segi við yður „prívat“. Eg kvað mér vorkunn, Ég hefði staðið einn gegn mörgum, enda ættu sýslumenn að standa við orð sín eigi síður en aðrir. Féll svo það tal niður, og varð ég eigi þess var, að Benedikt erfði þetta né önnur orðaskipti við mig á nokkurn liátt, en við vorum jafn- an ósammála á leiðinni og deildum stund- um nokkuð' liart. I Möðrudal létum við eftir hestana og sleðann frá Grímsstöðum, og biðu þeir þar komu minnar að austan. Skíði fékk ég að láni hjá Stefáni bónda, því að nokkur snjór var á heiðinni og þæfingur fyrir fæti. Geng- um við nú báðir á skíðum upp frá Möðru- dal, en því var sýslumaður óvanur, enda tekinn að stirðna, þótt ern væri, og sóttist því gangan örðuglega. Einlcum veittist hon- um erfitt að Jiafa hemil á táböndunum. Taut- aði hann löngum fyrir munni sér, en þó svo Jiátt, að ég mátti heyra: „Bölvaðir kjánarn- ir! Hafa böndin úr ósútuðu leðri. Leðrið þarf að vera sútað. Eða járnliespur. Já, ein- mitt. Járnhespur eiga að vera á öllum skíð- U um. Eigi gat Benedikt neytt skíðanna upp ijallgarðana, heldur varð að þramma bratt- ann í þéttings ófærð, en ég fór breklairnar i sneiðingum, dró skíði Jians og bar pjönk- ur okkar, en veittist fjallgangan létt, því að sldðafæri var dágott. Er við komum á brún eystri fjallgarðsins, settumst við niður og tókum hvíld. Var sýshunaður móður af göngunni og blés þungan. Skyggni var gott, bjart á fjöllum, og sá víða. Spurði hann mig spjörunum úr um umhverfið, en ég svaraði því, er ég vissi. Sýndi ég honum Herðubreið og Snæfell, er gnæfðu, hvítfölduð og tígu- leg, yfir hálsa og hæðir. Þá benti ég honum og á Skjöldólfsstaðalmefil, en við því brást hann hinn versti. Kvað hann fjarri öllum sanni, að þessi hnjúkur drægi nafn af eða væri í nánd við Skjöldólfsstaði. Hefði hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.