Nýjar kvöldvökur - 01.04.1959, Blaðsíða 16

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1959, Blaðsíða 16
54 BJÖRN í SYÐRA-GARÐSHORNI N. Kv. óþurrkar, að töður voru ekki hirtar víða fyrr en eftir höfuðdag og þá svo skemmdar, að lítt voru nýtar. Oft gengu þá og krapa- hríðar, og segja svo sumir, að nálega snjóaði niður í hyggð í hverri viku um sláttinn. Eirði málnytufénaður illa í högum og leit- aði húsa og skjóls í slíkum fádæmum; varð og gagnslítill af þessu öllu. Þá hættist það ofan á, að mislingasótt gekk um land allt og varð mannskæð víða. Lá fólkið í kösum að segja má, veikt og máttdregið af sóttinni, og skorti góða næringu og hjúkrun. Læknar voru fáir og hjuggu strjált, enda kunnáttu þeirra ennþá svo áfátt, að skammt hrökk í mörgum tilfellum. Köld, loftlítil og rökkv- uð húsakynni gerðu og sitt til þess, að sóttar- farið varð banvænna en annars mundi. Þetta háginda sumar bjó Björn í Syðra-Garðs- horni. Margir, þó gætu aðhafzt, voru hættir að slá, þar sem mikið hey og stórskemmt lá undir. En svo var sagt, að Björn í Garðs- horni slægi slyndrulaust, þó að ekki þornaði strá viku eftir viku, og liafði þau orð um, að ekki mundi saka, þó laust væri grasið, ef allt ætlaði að forganga. Um höfuðdag brá tíð til batnaðar, og er sagt, að þerrir gengi þá góður allt að hálfum mánuði. Hirtu menn þá hey öll, sem laus voru, en urðu víða lítil og slæm og svosem ónýt. Björn var þá húinn að losa mikið, þegar þurrkurinn kom, og lauk við heyskap með furðugóðum árangri eftir allt saman. Verk- fýsi, áhugi og kapp Björns var með afbrigð- um mikið, hvort heldur var á sjó eða landi. Sögðu menn, að ekki hefði hann verið mikill fyrirhyggjumaður á sjó og ekki sjódeigur og sjódjarfur nær við of; mælir margt með því, að svo hafi verið. En livað sem um þetta er að segja, þá er það fullvíst, að Birni barst aldrei á eða fór slysfarir á sjó um alla þá tugi vertíða, sem hann fór með skipsforrá.ð. En aflasæll þótti hann löngum og var vin- sæll af hásetum sínúm alla stund. Ytti þó á lið sitt til aðgerða og rak eftir endalaust með hvatningunni: „Hanú, hanúu, og lifir það orðtæki Björns enn hér í Svarfaðardal. Það sögðu mér gamlir menn, sem með Birni höfðu verið, að það líkaði honurn hezt, ef hver rak eftir öðrum, og ekki þykktist hann við, þó að hann fengi í sinn hlut slíkar á- minningar. Björn var greiðamaður og laus við öfund og alla skylda ómennsku, hispurslaus og hreinskilinn og ekki undirhyggjumaður. Oft glaðvær í viðmóti og karlmannlegur og hress í anda og gekk í gegnurn lífið með öryggi þess manns, sem tekur erfiðleikun- um með von um, að sigra megi, og trúir á mátt sinn og forsjá guðs. Af þessu varð Björn vinsæll og ágætlega metinn hjá öllum þeim, sem af honum höfðu einhver lcynni. Barnmargi Þingeyingurinn, Björn Jónsson, sem hingað kom í Svarfaðardalinn með efni í minna lagi, komst síðar í þægilegar hjarg- álnir og varð með betri hændum sveitarinn- ar. Varð ættfaðir margra dugandi og heið- \irðra manna og kvenna í Svarfaðardal og víðar, og hafa sumir þeirra hafizt til virð- inga og trúnaðar og gefið góða raun. Björn Jónsson var maður eigi kvellisjúk- ur um dagana, þegar frá er tekið fótarmein- ið, sem áður er á minnzt. Einfalt og kjarn- gott fæði og hlýr klæðnaður hefir að veru- legu leyti orðið honum heilsulind. Hann andaðist í Syðra-Garðshorni hjá dóttur sinni og tengdasyni í maímánuði árið 1918 á átt- unda ári hins níunda tugar. Börn Björns í Syðra-Garðshorni og Jóhönnu konu hans voru 11, af þeim komust 7 til fullorðinsára, en þau voru: 1. Anna, átti Jón Hansson. Lengi ábúendur í Miðkoti á Ufsaströnd. 2. Jóhanna María, átti Júlíus Daníelsson frá Tjarnar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.