Nýjar kvöldvökur - 01.04.1959, Blaðsíða 26
64
SKÖPUNARSAGA SLÉTTUFYLKJANNA í CANADA
N. Kv.
blessunar fyrir manninn varð hesturinn rót-
gróinn í Asíu og þar síðar taminn.
Snemma á tíma fluttu landkönnuðir frá
Spáni, hestinn aftur til Ameríku, hans forna
heimkynnis og feðralands.
Ferill fleiri dýra er á sömu lund; saga
þeirra hefst í Vesturheimi og eru talin deyja
þar út, en afkomendur þeirra koma fram í
annarri heimsálfu, fyrir orsakir, sem ekki
eru kunnar.
Forfaðir úlfaldans — sem leifar hafa
fundizt af í Vesturheimi — var einn af hin-
um algengustu dýrum á sléttunum, fyrir 10
milljónum ára; einnig hann komst til Asíu;
eina leiðin var yfir landbrúna, sem áður
var getið um. I heimalandi sínu dó hann út.
Úlfaldahöfuðskel hefir fundizt í Utah,
sem er að áliti sérfræðinga 2500 ára gömul.
Nashyrningar eru einnig upprunnir á
sléttum Ameríku, en þrátt fyrir það, að leif-
ar þeirra hafa fundizt í jarðlögum suðaust-
ur frá Swift Current, er álitið að þeir hafi
átt heima sunnar og aldrei verið algengir í
Canada.
Tvær frumstæðar fílategundir — Masta-
don og Mammoth — áttu heima í Canada,
en fluttust inn frá Asíu. Mammoth var tröll-
vaxið dýr: 10 feta hár'. Hann tróð slétturn-
ar miklu fyrir 25000 árum og hvarf þá af
sjónarsviðinu.
Vísundurinn fluttist irui frá Asíu fyrir
hér um bil 50000 árum; en um eitt skeið
var ein tegund bans, sem hafði fjögurra feta
löng horn.
Af öllum þessum áðurtöldu dýrum, var
það vísundurinn einn, sem var uppi, þegar
hvíti maðurinn sá Vesturheim.
Mjög nýlega — eftir jarðfræðinga tíma-
tali — reið yfir alda mikilla breytinga og
eyðileggingar. Harður reynslutími fyrir allt
sem lífsanda dró. Þeir atburðir hófust fyrir
einni milljón ára. Norðanvindarnir í Can-
ada urðu smám saman kaldari og sárari;
vestur af Hudson Bay féll meiri snjór á
vetrum en sumurin gátu þítt. Snjóar ótaldra
vetra söfnuðust saman og mynduðu órjúf-
andi jökulhjúp. Vegna hinnar miklu þyngd-
ar á miðbiki jökulsins, lét hann undan og
renduniar pressuðust út til allra hliða. Þessi
inikli jökulveggur skreið hægt og gætilega
yfir allt sem fyrir var, eins og hræðilegur
skriðdreki og þyrmdi engu. Brún hans
gnæfði mílu yfir Canadasléttuna, þar sem
bann reif með sér skóga, jarðveg allan og
kletta.
Á 50000 árum fór hann yfir mikið af
Canada og suður um landamæri þess og
Bandaríkjanna.
Slétturnar voru horfnar, huldar mílu
þykkum jökulís.
Eftir það árabil sem fyrr var nefnt,
(50000 ár), mildaðist veðurfar og jökull-
inn fór smám saman að hopa á hæli, þar til
hann að lokum hvarf með öllu þar sem upp-
tök hans voru.
Fjórum sinnum á síðustu milljón ára,
hefir jökull skriðið inn yfir landið frá
norðri og eytt öllu sem lífsanda dró og jafn-
oft hefir liann hörfað til baka og líf hafizt
á nýjan leik.
Fjórði og síðasti jökullinn gekk inn yfir
Saskatchewan að norðaustan. Á þeim tíma
var bergundirstaða Canada — sem liggur
undir þriðja hluta sléttufylkjanna — þak-
in leðju svo sléttri, að þar gátu engin stöðu-
vötn myndast. Þegar jökullinn þokaðist hægt
og seint suður, með stórum og smáum björg-
um frosnum í undirlagi hans, vann hann
tins og risavaxinn hefill, sem jafnaði botn-
inn, nema þar sem stærstu björgin ristu