Nýjar kvöldvökur - 01.04.1959, Blaðsíða 34

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1959, Blaðsíða 34
72 N. Kv. Framhaldssaga eftir Þórdísi Jónasdótfur. Dalurinn og þorpid Það er nú ekki svoleiðis, að ég ætli mér að fara að setja upp fyrir þessa heytuggu, Þorsteinn minn, sagði hann, en hins vegar kom mér það svona til hugar, hvort þú gætir ekki tekið af mér nokkur lömb í haust, ef sæmilega heyjaðist hjá þér. Þetta gæti ver- ið gott fyrir báða, og þar sem þú hefir nú svo fáar skepnur, þá hljótið þið að heyja meira en handa þeim. Þögn. Mér kæmi þetta ákaflega vel, og ég væri viss með að sjá það við þig í einhverju, þó að síðar yrði. Maður er alltaf í hálfgerð- um vandræðum með þessar lambaskjátur á liaustin. Eg segi fyrir mig, að það heyjast alls ekki nóg hjá mér, fólk nennir ekki að taka almennilega til höndunum nú á dög- um. Þetta er enginn ásetningur hjá mörg- um, sem maður þekkir, og furða hvað það slampast af. Hvað segirðu svo uin þetta, Þorsteinn minn? Ég segi nú eiginlega ekki neitt, eða mér finnst ég ekkert hafa að segja. Ég veit nú ekki einu sinni, hvernig heyjast hjá mér í sumar. Það lítur ekki nema í meðallagi út með engjarnar, að þær spretti, en einhver ráð hefir maður. En beitin, Þorsteinn. Beitin bregzt ekki. Það kann nú að vera satt, ég þekki það ekki. Annars eru þessi rollugrey mín ekki vanar beit. Ég veit ekki, hvað þær duga. Það voru óþarfa vöflur á manninum. Hreppstjórinn sagði: Hvernig er það ann- ars, Þorsteinn. Ertu ekki í lítilsháttar hreppsskuld? Það er eins og mig hálfminni það. Það kæmi sér vel, ef þú gætir greitt eitthvað í henni á hverju ári. En það er ekki svo að skilja, að ég ætli að ganga hart að þér. Blessaður, taktu það ekki þannig. Það er ekki of mikið af þeim mönnum með þjóðinni, sem vilja með sparnaði og nægju- semi vinna sig upp í sæmileg efni, maður kærir sig aldeilis ekki um að gera þeim erf- iðara fyrir. En hitt kæmi sér vel, Þorsteinn minn, að þú gætir smátt og smátt greitt eitt- hvað í þessari skuld. Ég man nú ekki í svip- inn, hvað hún er há. Ég veit, að það er þitt prinsip að skulda engum. Steini lofaði að taka lömbin. Þá kom Dýrfinna með kaffið, rjóð úr hit- anum, sennilega yngri en deginum áður. Nú var hún í húsmóðurstöðu, átti mann og hörn. Hvers hafði hún að óska sér fremur? Þú skalt sanna, að þú sérð ekki. eftir því að hafa tekið kotið að tarna. Hér hefir öll- um búnazt vel, sagði hreppstjórinn. Hér bjuggu fjármargir bændur til forna, sjálf- stæðir bændur, en engar veimiltítur. Þá var nú kjarkur í þjóðinni og dugur. Þá voru allir frjálsir, húsbóndinn jafnt og vinnu- maðurinn og þá höfðu engar óheilnæmar stefnur gegnsýrt þjóðfélagið. Nú er öldin önnur. Ég veit bara það, að alltaf kann ég betur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.