Nýjar kvöldvökur - 01.04.1959, Blaðsíða 41

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1959, Blaðsíða 41
N. Kv. DALURINN OG ÞORPIÐ 79 huldufólk og ennþá miklu betri heimur. Ég skal. Hún sat kyrr á lynginu, ljós og grönn, fléttan hennar mjúk og löng og hvítur lokk- ur yfir öðru auganu. Sunnanblærinn þaut í grasinu. Drengurinn fann að hann gat ekki beygt hana á sama hátt og systkinin heima. Hér gagnaði ekki að skrökva upp huldufólkssög- um eða þykjast vera göldróttur. Hún vissi of mikið. Var hún svona sterk á svellinu af því að hún kunni að lésa? Gaman væri að vita það. Þau voru ekki lengi ósátt. Þegar þau komu heim, sótti hún albúm ofan í kistu og sýndi honum myndir. Þetta eru mamma og pabbi, sagði hún. Hann var hörkulegur á brúnina, en hún Ijós og mild. Eru þau dáin? spurði drengurinn lágt. Pabbi er í Ameríku, sagði telpan. Mamma mín er gift öðrum. Hann spurði ekki um fleira, en horfði um stund á myndina. Konan var hvítldædd. Klæðnaður hennar líktist hvíta skýinu við fjallsbrúnina. Mér sýnist hálfpartinn, að hún sé lík prestsdóttnrinni, sem var einu sinni á Mör- felli, sagði hann. Björk tók í hann. •— •— Ekki hafa svona hátt, sagði hún. Það er einhver að koma. Þær hafa kannske verið systur, hvíslaði hún. Nei, það held ég nú ekki. Hún átti víst enga systur, þessi sem ég er að tala um. En þær eru báðar svo fallegar. Ég meinti það, sagði hann. Þarna var svo drengurinn í góðu yfirlæti í heila viku. Það var ekki talinn eftir hon- um maturinn, og enginn var honum slæm- ur. Hann lærði vísur gömlu konunnar á pall- inum, og viðlag þeirra. Það voru nýjar vís- ur, sumar þíðar eins og sunnanblærinn í háu grasi og hjartað tók viðbragð í brjósti drengsins. Dýrin víða vaknað fá, varpa hýði nætur. Hann lærði vísuna strax. Gamla konan kvað vísurnar hægt. — Fljúga hvítu fiðrildin. •— Hún endurtók þessa hendingu oft, börnin biðu eftir fram- haldinu eins og skemmtilegri sögu. Hún kvað ekki alltaf sömu vísurnar um öldu- glaum, myrkur og grafir, eins og Helga á Mörfelli. Yísur Jórunnar voru bjartar eins og sólskinið. Hún var sannkallaður vísnabrunnur. Einnig kenndi hún börnunum gátur. Bjössi hugsaði oft: Afskaplega hlýtur hún að hafa stóra sál. Hann hafði ekki yfir neinu að kvarta. Amma Bjarkar var á engjum alla daga, sömuleiðis vinnukonan. Börnin voru frjáls að leikjum sínum. Þegar rigndi, liéldu þau sig innan dyra og horfðu á gömlu konuna búa til skyr. Hún hrærði þéttann óaðfinnanlega og skammtaði öllum milliostinn jafnt. Ekki býr bún Finna hjá mér til skyr, sagði drengurinn. Gamla konan svaraði: Nei, það búa ekki. allir til skyr. Hann horfði á hana um stund og svo sagði hann: Hver liefir kennt þér allar þessar vísur? Hún svaraði: Og það lærist nú margt á langri leið. Þeir sátu við borðið og átu skyr, búsbónd- inn innstur, þá kaupamaðurinn, og þar var éinnig stroknmanninum ætlað rúm. Úti rigndi. Rúðurnar vorn votar. Húsfreyja tal- aði eitthvað um að ekki mætti láta kýrnar út strax. Við missum alveg úr þeim drop- ann með því háttalagi, sagði hún. Bóndi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.