Nýjar kvöldvökur - 01.04.1959, Blaðsíða 30
68
VÍSNAÞÁTTUR
40.
Hlakkar og flýgur heimskan kunn,
hakkar og sýgur blóðgan grunn,
flakkar og lýgur fólks í munn
frakkar en smýgur vatn í unn.
Sól þá gyllir grund og mar,
gil og syllur ljóma;
ask þú fyllir unaðar
angan villiblóma.
41.
Kærleikssnekkjan komin er
með Krist í stafni —
og dægurflugan dinglar hér
í Drottins nafni.
49.
Fjalls á veginn birtu ber,
brekku um sveigir lága;
gils í teigi geymd er þér
gleymmér-eyjan bláa.
42.
Illátur minn heyrðist ekki
— hláturinn var sem grátur. ■—
Grátur minn heyrðist ekki
■— gráturinn var sem hlátur. -—
50.
Ljóð þitt geymir lindin hlá,
lækur, streymin áin;
þögul lireiminn hlusta á
haga dreymin stráin.
43. Hlaupagikkurinn. 51.
Hann stekkur og æðir með rógburð og raup
og rífur svo blæðir — ef getur; —
en ef að hann mæðir við Maraþonhlaup,
mætti þá ræða’ um hann betur.
Dal að sjá um draumblítt vor
dýpsta þrá er öllum;
hvar þín lágu léttust spor
um lyng, und bláum fjöllum.
Það er fleira matur en mör
— og mér geðjast ekki flesk af svíni. —
Blessaður liættu að bragða smjör.
en borðaðu íslenzkt margaríni.
52.
Þó tímans móða tyrfi bæ,
týnist hlóð og pallur;
bernskuslóðum yljar æ
einhver gróðurstallur.
45. Sumargestir í sveit.
Grænka reitir, glitra fjöll,
grósku eg leit í hverju spori;
fagnar sveitin ykkur öll
æskuleit með sól og vori.
53.
Þar við klára lifsins lind
lékst þú frár um hjalla;
við horfinna ára æskumynd
angurstárin falla.
46.
Fugl á kvisti fagurt lag
felldi í listaróminn;
sól þá fyrsta sumardag
sviphýr kyssti blómin.
54. Vorvísur.
Gull í blænum gafst þú mér:
grósku væna daga.
Eg í bænum þakka þér
þessa grænu haga.
Um blómagrund og grösug ver
gróðurundin streymir;
hér þinn bundinn hugur er,
horfnar stundir dreymir.
55.
Lindar kvakar lækur hver,
ljóðar nakin bára.
Nú skal vaka og viðra af sér
vetrar blakið sára.
N.Kv.