Nýjar kvöldvökur - 01.04.1959, Blaðsíða 40

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1959, Blaðsíða 40
78 DALURINN OG ÞORPIÐ N.Kv. maður á rúnastafi, sagði drengurinn. Ég gæti til dæmis galdrað af þér hárið. Svei þér bara, sagði hún. Eg er ekki að segja, að ég ætli að gera það, sagði hann, en það skal fara illa fyrir henni Finnu heima hjá mér, af því hún lem- ur mig. Lemur hún þig? Telpan virtist ekki meir en svo leggja trúnað á orð hans. Já, það gerir hún reyndar. Hún lemur hina krakkana líka, ef þau gegna ekki und- ir eins, en þau gegna bara alltaf. Þau eru svo miklir ræflar, sagði hann. Nú er ég alveg hissa, sagði telpan. Þögn. Þá sagði drengurinn: Trúir þú á álfa? Það er ekkert huldufólk til. Hún annna hefur sagt mér það, að það sé bara hjátrú, sagði telpan. Nú versnaði samlyndið. Drengurinn leit upp, hvessti augun á telpuna og sagði: Seg- irðu, að það sé ekkert huldufólk til? Það skal vera til og helmirigi fallegri bæir, en við höfum nokkurn tíma séð. Já, mér er sama, þó að þú horfir á mig. Þetta er sarnt satt. Ekki trúi ég því, sagði telpan. Mér er svo sem rétt sama, hvort þú trúir því eða ekki. Eða heldurðu kannske, að það séu ekki til svipir heldur. Ég hefi þó þekkt mann, sem hafði hér um bil talað við svipi og oft, — oft séð þá. Það getur vel skeð, að það séu til svipir, sagði hún, en þeir gera manni ekki neitt. Það er nú svei mér varlegra að treysta ekki um of á það, sagði drengurinn. Það er ljótt að sveia sér, sagði hún. Hvað ætli það sé ljótara en önnur orð, sagði hann. Það varð þögn um stund. Hann var að hugsa um það, sem hún hafði sagt um álfana, honurn líkaði það ekki. Það mátti ekki vera vitleysa, allt, sem hann hafði hugsað sér um hallir þeirra og silfurspjót, skartklæði og dans. Hann tíndi upp í sig eitt og eitt ber og hugsaði ráð sitt. Allt í einu sagði hann: Ég hefi einu sinni séð álfkonu í bláu pilsi og lifrauðri treyju, alveg eins og stendur í vísunni. Heldurðu, að menn skrökvi upp vísum? Ég sá líka þessa konu eins og ég sé þig núna með mín- um eigin augum. Hún veifaði til mín um leið og hún hvarf inn í hólinn. Það hefur bara verið kona af næsta bæ, sagðitelpan. Það er ósköp trúlegt, eða liitt þó heldur, sagði hann. Hún amma ábyrgist að það sé ekki til huldufólk, sagði telpan. Ég trúi henni. Hún er nú líldega ekki alvitur, þó hún sé amma þín, sagði drengurinn. Ég trúi alveg eins vel fólki, sem hefur séð þetta og sagt frá því. Hún móðir mín heitin sá oft huldu- fólk. Rödd hans titraði ofurlítið á orðun- um, hún móðir mín heitin. Björk sagði: Ideldurðu að það geti nokk- ur dregið andann inni í steinunum eða niðri í moldinni, drengur? Æ —, það þarf nú líklega ekki endilega að draga andann, eins og við, asninn þinn, ekki sér maður blómin anda og þó eru þau lifandi, sagði hann. Þau anda nú samt. Og ég er ekki meiri asni heldur en þú, sem ekki ert einu sinni húinn að læra að lesa og hefur meira að segja strokið að heiman, sagði hún einheitt á svip. Já, sagði hann. Ég ætla rneira að segja að strjúka til annarra landa, og ég skal ein- hvern tíma sanna þér það, að það er til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.