Nýjar kvöldvökur - 01.04.1959, Side 17

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1959, Side 17
N. Kv. 55 % ferð með Benerfikt jSveiifssgni sýslumnnni Síðla kvölds á öndverðum þorra 1894 var kvatt dyra á Fjöllum í Kelduhverfi. Komumaður var Benedikt Sveinsson, sýslu- maður Þingeyinga, er þá sat á Héðinshöfða. Var för hans heitið austur á Seyðisfjörð, en hann skipaður setudómari þar í meiðyrða- máli milli Skafta Jósefssonar, ritstjóra, og Einars Thorlaciusar, sýslumanns í Múla- sýslum. Var Benedikt þá 67 ára að aldri og hugðist ganga austur Hólsfjöll til Jökul- dals, en fá þaðan fylgd á hestum til Seyðis- fjarðar. Falaði hann fylgdarmann á Fjöll- um austur að Skjöldólfsstöðum, en lagt hafði hann af stað að heiman einn síns liðs og án þess að eiga nokkra leiðsögu vísa. Eg var þá vinnumaður á Fjöllum að hálfu, en sjálfs mín hinn'hlutann, 36 ára að aldri, léttur í spori og þóttist fær í flestan garSshorni (nú Laugahlíð). Bjuggu lengi í Syðra-Garðs- horni. 3. Guðrún Lovísa, átti Þórð Kristinn Jónsson. Bjuggu lengi á Steindyrum og síðast á Skáldalæk. 4. Svanhildur, átti Jón Soffóníasson. Bjuggu lengst af í Neðra-Ási í Hjaltadal. 5. Sigfús, átti Soffíu Soffóníasdóttur. Bjuggu í Brekku. 6. Björn, átti Guðbjörgu Guðmundsdóttur. Dvöldu á ýmsum stöðum í Svarfaðardal. Bjuggu síðar á Hrapp- stöðum í Itjaltadal og Unastöðum í Kolbeinsdal. 7. Sigríður, átti Frímann Jakobsson, trésmið á Akur- eyri. Hún ein þessara barna er enn á lífi (f. 1874). 011 voru börn þeirra Björns og Jóhönnu lieiðvirð og atorku- söm í fremstu röð. sjó. Keyptum við svo, að ég gerðist fylgdar- maður hans, og skyldi kaup mitt 20 krónur í peningum. „Ratið þér nú þetta?“ spurði sýslumaður og hvessti á mig augun. „Ekki mun ég vill- ast í björtu,“ svaraði ég, og var eigi meira um það rætt. Morguninn eftir lögðum við af stað, báð- ir gangandi. Hafði sýslumaður skíði með- ferðis, en ég ekki. Hvorki var skíðafæri í Hverfinu né Benedikt vanur slíkum far- kosti, og varð ég að bera skíðin og aðrar pjönkur okkar, er að vísu voru eigi miklar. Bar nú eigi til tíðinda, og tókum við nátt- stað um kvöldið að Asi í Kelduhverfi. Var okkur þar vel tekið, enda bjó þar kunningi sýslumanns, Erlendur Gottskálksson, sýslu- nefndarmaður, fróður karl, ræðinn og skemmtilegur. Um kvöldið krafðist sýslu- maður þess, að ég svæfi hjá sér og hvíldi fyrir framan sig, því að eigi festi hann blund einn í rúmi, sökum myrkfælni. Næsta dag héldum við að Svínadal, íremsta bæ í Kelduhverfi vestan Jökulsár. Atti þar bú Friðrik, sonur Erlends í Ási. Sváftun við saman sem fyrr fram í stofu. Er skammt var liðið nætur, vaknar sýslu- maður, rymur þungan, ýtir við mér og seg- ir mér að seilast eftir næturgagninu. Eg geri .-em fyrir mig var lagt, en kom tómhentur úr leitinni. Segi ég sem var, að vant sé nætur- gagnsins, og verði ekki bót á því ráðin, því

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.