Nýjar kvöldvökur - 01.07.1931, Page 10
104
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
gagnvart yður ekki tekið neinni breyt-
ingu«.
Hann beið nokkra hríð, áður en hann
sagði nokkuð, en lét eins og tilfinningar
hans bæru hann ofurliði, svo að hann
mætti ekki mæla. — Loksins sagði hann
alvarlega: »Það hryggir mig af öllu
hjarta að heyra það, og eg- vona til Guðs
að hann snúi huga yðar áður en langt um
líður, svo að eg þá fái annað svar. — En
það veit sá sem allt veit, að það er langt
frá mér að reyna að nota mér erfiðleika
yðar nú. Þér getið því óhrædd látið mig
hjálpa yður, þótt þér viljið ekki taka ást
minni. — Mistress Barbara, viljið þér
koma með mér?« »Koma með yður?«
hrópaði hún. »Já — lafði mín, móðir yð-
ar fer með okkur, og við þrjú skulum
fara og leita föður yðar uppi í Cornwall,
því sannleikurinn er sá, að einasta ráðið
til að bjarga yður úr hættu er að flýja«.
»Móðir mín er of veik til þess að ferð-
ast«, mælti Barbara; »hefir ekki faðir
minn sagt yður frá því?« »Eg hefi ekki
hitt Quinton lávarð«, svaraði hann. »Það
var Monmouth hertogi sem sagði mér frá
bréfi hans, hann nefndi reyndar eitthvað
um sjúkdóm móður yðar, en eg treysti
því, að henni væri batnað«. »Móðir mín
getur ekki ferðast, það er ómögulegtk
Hann færði sig dálítið nær henni og
sagði: »Munið að Fontelles kemur hingað
á morgun — og ef þér þá eruð hérna...!
En ef það er einhver annar, sem þér
frekar viljið leita til en mín...« Hann
þagnaði og horfði »rannsakandi á hana.
Hún sat sorgmædd og örvilnuð. — Hún
vissi, að það var annar, sem hún gat leit-
að til — og ekki langt í burtu. En stæri-
læti hennar bannaði henni að senda hon-
um boð. Við höfðum skilið í reiði. Eg var
búinn að iðrast sáran eftir þeirri hlut-
deild, sem eg átti í ósamlyndinu á milli
okkar, og það er líklegt að eins hafi verið
ástatt fyrir henni, en því er svo varið að
því meira, sem maður finnur til ávirð-
ingar sinnar, því erfiðara er að leita
sætta.
»Er Símon Dal hér í Hatchstead?«,
spurði Carford snögglega. »Eg veit ekki,
hvar hann er nú«, svaraði Barbara,
»hann fylgdi mér hingað, en hann hefir
ekki látið til sín heyra síðan við skild-
um«. »Ætli hann sé þá ekki áreiðanlega
farinn?« sagði hann. »Eg veit það ekki«.
»Jú, það hlýtur að vera, annars væri það
ófyrirgefanlegt skeytingaiieysi af honum
— já, hrein og bein ókurteisi!« »Hann
frelsaði mig!« »Það er alveg sama!«
hrópaði hann, »hverjum almennilegum
manni ætti að finnast það enn frekari
hvöt til að veraáverði, ef hann hefði ver-
ið svo heppinn að geta gefið tilefni til-að
slík kona sem þér hafið ástæðu til að vera
honum þakklát«. Honum fannst nú, að
hann hefði sagt nóg um þetta efni og
fannst það ekki ráðlegt að ráðast frekar
á mig í áheyrn hennar að svo stöddu. —
»Hvað ætlið þér að afráða? spurði hann
svo. »Þessi Fontelles getur þó ekki tekið
mig og flutt mig burtu á móti vilja mín-
um?« hrópaði hún. »Jú, það er einmitt
það, sem hann getur«, svaraði Carford.
»Hann gerir það eftir boði konungsins —
og hver ætti að geta aftrað honum?«
Hún stökk á fætur og hrópaði: »En
þér, lávarður minn!« »þér eruð nýbúinn
að sverja, að þér séuð reiðubúinn að gera
allt fyrir mig! — Eg get ekki og eg vil
ekki fara ein með yður, en nú getið þér
sýnt, að yður hafi verið alvara með það,
sem þér sögðuð — og þér verðið þá að
verja mig fyrir de Fontelles og að ó-
hlýðnast skipunum konungsins fyrir mín-
ar sakir!«
Carford stóð hreyfingarlaus, forviða
yfir breytingu þeirri er orðin var á lát-
bragði hennar. Hann hafði ekki séð fyr-
ir, að hún mundi snúa málinu á þennan
veg, og það kom sér afar illa fyrir hann.