Nýjar kvöldvökur - 01.07.1931, Page 22
116
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
líka hérna beint fyrir augunum á mér,
Símon, — hérna í mínum eigin lysti-
skógi!« sagði Barbara. — Eg sleppti
henni úr faðmi mínum og féll auðmjúk-
lega á kné. — »Má eg aðeins kyssa þó
ekki sé nema hönd þína?« spurði eg iðr-
andi. Hún flýtti sér að leggja hana að
vörum mínum. — »En hversvegna var
hún að skrifa mér?« Hvíslaði Barbara.
»Nei, vina mín, eg veit það ekki«, svar-
aði eg. »En eg veit það, Símon — hún
elskar þig!« »Hvers vegna hefði hún þá
átt að vera að skrifa? — Og eg held
ekki....« »Jú, einmitt þess vegna; og
Símon, auðvitað elskar hún þig!« sagði
hún. »Nei«, mælti eg, »eg ímynda mér
heldur, að hún hafi kennt í brjósti um...«
»Nei, ekki um mig!« hrópaði Barbara
æst. »Eg vil ekki hafa, að hún kenni í
brjósti um mig!« »Þig«, sagði eg ringl-
aður, og bætti við alveg þvert á móti því
sem eg ætlaði að segja áður: »Auðvitað
hefir hún ekki kennt í brjósti um þig —
það hefði líka verið skárra!« — Málið
var þannig skýrt þá — en núna, þegar
eg íhuga það alveg rólega, þá verður mér
alltaf á að spyrja, hvers vegna Nelly
Gwyn fór að leggja það á sig að skrifa
Barböru þetta bréf — hversu stutt, sem
bréfið var, þá hefir það þó kostað hana
hina mestu fyrirhöfn, — og hvers vegna
skrifaði hún Barböru og ekki mér — og
hvers vegna skrifaði hún ekki t. d.: »Sí-
mon, hún elskar þig!« í staðinn fyrir það,
sem eg las á seðlinum, sem eg tók frá
Barböru: »Fagra flón! Hann elskar þig!«
— En eg spyr ekki upphátt, því enn í dag
mundi Barbara ekki þola að heyra, að
bréfið hefði verið ritað af brjóstgæðum
við hana.
»En hún kenndi í brjósti um þig, Sí-
mon, af því að hún elskar þig, og þess-
vegna skrifaði hún mér!« Eg lét það gott
heita — ætti maður aldrei að læra að
verða hyggnari! »Segðu mér nú«, sagði
eg, »hversvegna eg má ekki hitta Car-
ford lávarð«. »Þú mátt hitta Carford lá-
varð eins fljótt og þú vilt, Símon«, svar-
aði hún með sigurbrosi. — »Já, en fyrir
fáum mínútum...« »Fyrir fáum mínút-
um!« hrópaði Barbara í ávítunarróm.
»Jæja, góða — fyrir heilum mannsaldri
síðan, var þér lífið um að gera, að eg
fengi ekki að tala við hann«. »Símon, þú
ert 1 j óti — Hann vissi það — eg sagði
honum það«. — »Þú sagðir honum það,
áður en þú sagðir mér það?« »Nú, hann
spurði mig um það á undan þér!« Eg
reyndi ekki að hefna þessa svars. — Allt, .
sem gerði henni ánægju var mér ánægja
líka. — »Hvernig þorði eg að segja það
við hann?« hélt hún mjúklega áfram.
»Mig hefir alltaf langað til að segja öll-
um heiminum það — og samt var eg allt-
af hrædd um, að hver maður gæti lesið
það í andliti mínu«. »Nei, þú duldir það
mjög vandlega — meira að segja fyrir
mér var það hulinn leyndardómur«, mælti
eg í einlægni, en Barbara notaði fyndni
sína gegn mér og hafði svar á reiðum
höndum: »Það var nú ekki marka, þú
hafðir nóg að gera með að horfa á annað
andlit!« Eg bandaði hendinni mótmæl-
andi og hún greip hana og mælti inni-
lega: »Eg skal aldrei minnast á það
framar, Símon!«
Þar næst komum við okkur saman um,
að það væri nauðsynlegt að tala við Car-
ford lávarð, og við gengum af stað í átt-
ina til hússins, til þess að finna hann. En
við fórum okkur hægt. — Tunglið var
þegar komið upp og skein bjart, áður en
við komumst í trjágöngin og sáum húsið
og hlaðið fyrir framan það. — Við höfð-
um svo margt að segja hvort öðru nú og
svo margs að minnast. Við stóðum kyrr
í öðru hvoru spori og hvísluðum spurn-
ingum okkar: »Manstu?« — skýringar
fylgdu á því, hvernig við höfðum farizt
á mis og misskilið og að lokum fundizt...